Saga - 2010, Síða 163
marga hluti sérkennilegt og suma einstakt. Í augum jarð fræð -
inga er Ísland paradís, þar sem tilefni gefst til margskonar ein -
stæðra rannsókna, sem hvergi er hægt að iðka annars staðar.
Alþýðublaðið heldur áfram og minnir okkur á að ekki sé kennd
jarðfræði í Háskóla Íslands enda þótt aðstaðan til jarðfræðirann-
sókna hér á landi sé einstök og að ekki skorti vísindamenn á þessu
sviði. Hvatt er til þess að til slíkrar kennslu verði stofnað sem allra
fyrst.71 Þannig voru atburðirnir notaðir til að knýja á um eflingu vís-
indarannsókna og kennslu í jarðfræði, með áherslu á sérstöðu Ís -
lands. Þá er vert að nefna að þjálfun bandarísku geimfaranna hér á
landi hafði áhrif á túlkun á íslenskri jarðsögu. Geimfararnir höfðu
litla þekkingu á jarðsögu Íslands og þekktu ekki túlkun eldri
jarðfræðinga um að Víti við Öskju væri gígurinn sem gaus vikrin-
um 1875, en með því að lýsa því sem þeir sáu opnuðu þeir augu
manna fyrir því að vikurinn sem liggur þar á vatnsbakkanum hefði
borist upp í gegnum hraunið. Þannig varð ljóst að Víti myndaðist
ekki fyrr en eftir Öskjugosið, Víti sprakk upp í gegnum vikurinn.72 Í
gögnum NASA um þjálfunina er einnig vikið að því að jarðfræðiat-
huganir geimfaranna í kringum Öskju hafi leitt til endurskoðunar á
túlkun íslenskra jarðfræðinga.73 Guðmundur e. Sigvaldason sagði
að hann og fleiri jarðfræðingar hefðu „étið upp eftir sér eldri mönn-
um“ hina fyrri túlkun, og á árunum frá Öskjugosinu 1961 hefðu litlar
rannsóknir getað farið fram á þessu svæði vegna þess að jarð -
fræðingar hefðu verið mjög uppteknir við rannsóknir á svæði Surts -
eyjar, sem gaus 1963.74
„þetta voru ævintýraferðir“ 163
71 Alþýðublaðið 13. júlí 1965, bls. 4. kennsla til bakkalárprófs hófst við Háskóla
Íslands haustið 1968, en heimild hafði verið veitt til slíkrar kennslu með breyt-
ingu á reglugerð um Háskóla Íslands 2. september 1965, sjá Árbók Háskóla
Íslands háskólaárið 1964–65 (Reykjavík 1969), bls. 130; Árbók Háskóla Íslands
háskólaárið 1966–67 (Reykjavík 1969), bls. 39; Árbók Háskóla Íslands háskólaárið
1968–69 (Reykjavík 1972), bls. 13–14.
72 Viðtal. Höfundur við Guðmund e. Sigvaldason, 7. nóvember 2003. —
Útvarpsþáttur. Vinkill: Geimfarar á hálendinu. Ríkisútvarpið, rás 1, 10. júní
2000.
73 Á ensku: „The geological observations made by the astronauts around the
edge of Askje [sic!] Caldera produced a revision in the interpretation by
Icelandic geologists of the origin of some of the units erupted from the cal-
dera“. Vef. Appendix e. Geology Field exercise. early Training, http://history.
nasa.gov/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 16.11.2003.
74 Viðtal. Höfundur við Guðmund e. Sigvaldason, 7. nóvember 2003.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 163