Saga - 2010, Page 164
Þótt tunglferðirnar, og þar með undirbúningsþjálfun fyrir þær,
hafi verið hluti af kapphlaupi stórveldanna skipta ferðalög banda-
rísku geimfaranna upp á hálendið harla litlu máli í framvindu ver-
aldarsögunnar: Bandaríkjamenn hefðu sent mannað geimfar til
tunglsins 20. júlí 1969 þótt þjálfunin á Íslandi hefði aldrei komið til.
eftir stendur þó að koma geimfaranna hingað er skemmtilegt atvik
sem einnig má skoða í sögulegu samhengi við íslenska ferðaþjón-
ustu og þróun jarðvísinda hér á landi. Ferðalög um hálendið voru
fremur fátíð á þessum tíma og aðstaða til gistingar lítil, enda þurftu
geimfararnir mest að gista í tjöldum. Geimfararnir komu hingað á
svip uð um tíma og þjóðin var nokkurn veginn búin að „uppgötva“75
óbyggðirnar, sem fram að þeim tíma höfðu „ekki haft neina jákvæða
þýðingu fyrir hana heldur … þvert á móti þótt framandi og [hafa]
ógnað mönnum“.76 Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands á þessum
árum, líkti tunglferðunum við landnám Íslands. ef samlíkingin um
landnám er teygð lengra, má þá ekki líta svo á að geimfararnir hafi
tekið þátt í „landnámi“ hálendisins með „óbugandi vilja mannsins“,
eins og Ásgeir orðar það?77 Þangað fóru geimfararnir galvaskir í
fylgd með íslenskum blaðamönnum sem sögðu fréttir af ferðalög-
unum sem „ævintýraferðum“, eins og kári Jónasson orðaði það
tæp um 40 árum síðar.78
ingólfur ásgeir jóhannesson164
75 Marion Lerner heldur því fram að „nýtt landnám“ hafi hafist 1927, með stofn-
un Ferðafélags Íslands og ferðalögum til skemmtunar um óbyggðir Íslands, og
því hafi lokið 1968 þegar félagið hafði gefið út árbækur með lýsingum á land-
inu öllu; þá hafi verið búið að „uppgötva“ landið allt. Sjá „Nýtt landnám —
landnám óbyggðanna“, Landabréfið 22:1 (2006), bls. 21–35.
76 Sama heimild, bls. 33.
77 Bréf birt í New York Times, sjá Morgunblaðið 30. júní 1967, bls. 2.
78 Viðtal. Höfundur við kára Jónasson, 7. nóvember 2003. Sjá einnig Marion
Lerner, „Þegar farfuglar fljúga aðeins á vængjum útþrárinnar“, Andvari 129
(2004), bls. 141–158. Hún segir frá því hvernig félagar í íslensku farfuglahreyf-
ingunni lýstu hálendisferðum sem ævintýraferðum.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 164