Saga - 2010, Page 174
mannfræði var hinn heimsþekkti mannfræðingur Radcliffe-Brown. Ólafía
einarsdóttir varð fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði og
mun hafa orðið fyrst íslenskra kvenna til að hljóta háskólagráðu í mann -
fræði.
Að loknu prófi í London nam Ólafía fornleifafræði og sögu víkinga-
tímabilsins við Lundarháskóla í Svíþjóð og lauk meistaraprófi þar (fil.mag.-
prófi) árið 1951. Hún starfaði við Þjóðminjasafn Íslands frá sumri 1950 til
loka árs 1951 er hún hvarf aftur til náms í Lundi. Næstu ár nam hún mið -
aldasögu og vann að rannsóknum á íslenskum annálum frá 1100 og fram
undir miðbik 14. aldar. Árið 1957 lauk Ólafía fil.lic.-prófi í Lundi með fram-
úrskarandi árangri og nefndist hin viðamikla lísensíats-ritgerð „Islandske
annaler 1100–1263. kildekritisk undersøgelse“ (Íslenskir annálar 1100–1263.
Heimildafræðileg rannsókn). Aðalkennari Ólafíu í Lundi var hinn kunni
prófessor í sagnfræði Sture Bolin en hún tileinkaði honum bókina Vår nor-
røne fortid með þessum orðum: „Til Sture Bolin, hvern ég vissi vísastan á
fræði forn“. Í þessu riti er að finna safn greina eftir Ólafíu en það kom út í
Stavanger 2009.
Ólafía hlaut sænskan ríkisstyrk í fimm ár til rannsókna og ritunar bók-
arinnar Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning sem hún
lagði fram til doktorsvarnar við Lundarháskóla og varði hana vorið 1964
með glæsilegum vitnisburði. Þar með varð Ólafía einarsdóttir fyrst íslenskra
kvenna til að hljóta doktorsgráðu í sagnfræði. Meðan hún vann að ritinu
dvaldist hún við nám í Cambridge, haustið 1962, og naut þar leiðsagnar
Dorothy Whitelock prófessors. Ritið hefur verið þýtt á ítölsku og japönsk
útgáfa er væntanleg. Fyrir þetta rit hlaut Ólafía dósentshæfi í norrænni
miðaldasögu við háskólann í Lundi haustið 1965 og varð dósent.
Haustið 1963 varð Ólafía lektor í miðaldasögu við kaupmanna hafnar -
háskóla og við Hafnarháskóla var hún lektor og síðan dósent til ársins 1987,
en lét þá af föstu starfi. Í kennslu sinni nýtti Ólafía sér fjölbreytta menntun
sína og tengdi iðulega saman sagnfræði, fornleifafræði og mannfræði. Hún
sinnti fyrst og fremst kennslu í fornaldar- og miðaldasögu, fjallaði mikið um
sögu Noregs á miðöldum en jafnframt þýska, rússneska, spænska og enska
sögu. Alls leiðbeindi hún tæplega sextíu stúdentum til lokaprófs, 26 skrif -
uðu MA-ritgerð undir hennar leiðsögn og 31 nemandi lauk BA-prófi undir
handleiðslu hennar.
eiginmaður Ólafíu er Bent Fuglede, sem var prófessor í stærðfræði við
Hafnarháskóla, og þau eiga heima í Danmörku. Sonur þeirra er einar, skóla-
stjóri við framhaldsskóla í Rungsted á Sjálandi. eiginkona hans er Dorothea
Banke og þau eiga tvo syni. Ólafía einarsdóttir er heiðursfélagi Sagnfræð -
inga félags Íslands og Fornleifafræðingafélags Íslands.
Í doktorsriti sínu (Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historie -
skrivning) leitast Ólafía meðal annars við að svara því hvernig Íslendingar,
eins og Ari fróði og Sæmundur fróði, fóru að við að reikna út tímatal, við
hvaða erlend fræði þeir studdust, hvernig þeir nýttu þau og hvaða viðmið
heiðursdoktor174
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 174