Saga - 2010, Page 176
tals átta bæjarstæði í Þjórsárdal og Borgarfirði vestra.3 Auk Matthíasar
Þórðar sonar þjóðminjavarðar, sem var formlegur stjórnandi verksins, tóku
þátt í því Aage Roussell fyrir hönd Dana, Mårten Stenberger fyrir hönd Svía
og loks Jonko Voionmaa, síðar þjóðminjavörður, fyrir hönd Finna. einnig
tóku þátt aðstoðarmenn frá öllum löndunum, þ.á m. þeir kristján eldjárn,
sem tók síðan við þjóðminjavarðarembættinu af Matthíasi, og Sigurður
Þórarinsson, þá jarðfræðinemi í Stokkhólmi. Sigurður vann svo seinna, upp
úr vinnu sinni í Þjórsárdal, doktorsverkefni um gjóskulagatímatalið sem
umbylti aldursgreiningaraðferðum í fornleifafræði á Íslandi.4 Hinir voru eða
urðu allir mikilsvirtir fræðimenn á sviði norrænnar fornleifafræði er fram
liðu stundir. Fleiri heimsþekktir fornleifafræðingar áttu eftir að verða á vegi
Ólafíu á hennar yngri árum og urðu margir þeirra áhrifavaldar í lífi hennar
síðar, bæði til góðs og ills.
Nám og störf
Ólafía varð fyrst kvenna á Íslandi til að hljóta ríkisstyrk til fjögurra ára náms
erlendis og sótti um í hinum virta háskóla, University College, London.5
Þangað hélt hún eftir stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykja vík til þess
að láta drauminn rætast og nam fornleifafræði. Í Lundúnum naut Ólafía
leiðsagnar eins þekktasta fornleifafræðings 20. aldar, Gordons Childe.
kennsla hans hafði augljóslega mikil áhrif á hana, en um Childe segir hún
sjálf að hann hafi ,,skilið manneskjuna“.6
Gordon Childe, sem fæddist árið 1892, varð fyrstur fornleifafræðinga til
þess að setja uppgötvanir sínar í stærra samhengi en áður hafði verið gert,
jafnt landfræðilega og menningarlega. Um leið lagði hann grunninn að
kennilegri fornleifafræði í líkingu við það sem hún er í dag og í raun löngu
á undan samtímamönnum sínum. Á meðan aðrir fornleifafræðingar, jafnvel
allt fram á 8. áratug síðustu aldar, söfnuðu gripum eða niðurstöðum vís-
indalegra greininga, sem grunni í leitinni að fortíðinni, lagði Childe áherslu
á að skilja manneskjuna sem drifkraft liðins tíma. Hans þekktustu verk voru
Man Makes Himself, sem kom út árið 1936, og What Happened in History sem
kom út árið 1942. Samtals komu út eftir hann 22 bækur á tímabilinu frá 1923
til 1956, en hann lést ári síðar.7 Greinilegra áhrifa frá Childe gætir einmitt í
verkum Ólafíu, eins og síðar verður vikið að.
heiðursdoktor176
3 Sjá Forntida gårdar i Island. Nordiska arkeologiska undersökningen i Island 1939.
Ritstj. Mårten Stenberger (kaupmannahöfn: Munksgaard 1943).
4 Sjá Sigurður Þórarinsson, Tefrokronologiska studier på Island : Þjórsárdalur och
dess förödelse. Doktorsritgerð frá Háskólanum í Stokkhólmi, 1944.
5 Ólafía einarsdóttir, Vår norrøne fortid (Stavangri: Saga bok 2009), bls. 201.
6 Bjarney Inga Sigurðardóttir, Ólafía einarsdóttir — frumkvöðull í fornleifafræði.
BA-ritgerð frá Háskóla Íslands, 2009, bls. 11.
7 Robert J. Braidwood, „Vere Gordon Childe, 1892–1957“, American Anthropo-
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 176