Saga - 2010, Síða 177
Childe taldi Ólafíu mjög efnilega þegar hún lauk prófi sínu frá Uni -
versity College, London og var þess sérstaklega getið í fjölmiðlum hér á
landi á þessum tíma.8 Með brautskráningu hennar árið 1949 var nefnilega
einnig, eins og áður hefur komið fram, brotið blað í sögu fornleifafræðinn-
ar; Ólafía varð ekki aðeins fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með
háskólapróf í fornleifafræði heldur var hún jafnframt fyrsti Íslendingurinn
sem lauk slíkri gráðu.
eftir að Ólafía lauk BA-námi við Lundúnaháskóla, hélt hún til Svíþjóðar
og lagði stund á meistaranám í norrænni víkingaöld við Lundarháskóla.9
Hún vildi sérhæfa sig á þessu sviði, því hugur hennar stefndi heim að námi
loknu, og hafði Childe bent henni á að bestu kennsluna fengi hún í
Skandinavíu. Childe var steinaldarfræðingur og fannst hann ekki getað
boðið henni þá aðstoð sem hún þurfti. Hann vildi þó að hún sneri aftur til
englands að náminu loknu.10
Í Lundi naut Ólafía leiðsagnar Stures Bolin prófessors sem hafði, líkt og
Childe, umtalsverð áhrif á feril Ólafíu. Hann sá til þess að hún fékk styrk til
að hefja doktorsnám.11 Áður en hún hóf það rættist langþráður draumur
hennar, er hún var ráðin til starfa á Þjóðminjasafni Íslands í byrjun júní árið
1950. Þá hafði kristján eldjárn nýlega tekið við starfi þjóðminjavarðar. Þegar
safnkosturinn var fluttur úr húsnæði safnsins við Hverfisgötu í nýja aðal-
byggingu þess við Suðurgötuna, árið 1951, reis ágreiningur á milli þeirra.
Ólafía vildi innrétta víkinga- og miðaldasýningar safnsins í anda þess sem
hún hafði kynnst á Þjóðminjasafninu í Stokkhólmi og víðar í Svíþjóð.
Þjóðminjasafn Svía hafði nefnilega, líkt og flest önnur evrópsk höfuðsöfn,
endurnýjað sýningar sínar á árunum eftir seinna stríð. Ágreiningur þessi
varð til þess að Ólafía sagði starfi sínu lausu og hvarf af vettvangi fræðanna
á Íslandi.12
Á námsárum sínum erlendis hafði Ólafía þegar tekið þátt í fornleifa-
rannsóknum á minjum frá ýmsum tímaskeiðum og hafði víðtæka reynslu af
vettvangsvinnu þegar hún kom til starfa á Þjóðminjasafninu. Þar má nefna
uppgröft á engilsaxneskum gröfum í Suður-englandi árið 1947, uppgröft á
minjum frá miðsteinöld í Aggeröd með Lunds Historiska Museum árið 1949
og uppgröft Þjóðminjasafnsins í Ósló á minjum frá þjóðflutningatímabilinu
heiðursdoktor 177
logist, 60:4 (1958), bls. 733–736. Sjá einnig t.d. C. Renfrew og P. Bahn, Archaeo -
logy: Theories, Methods and Practice. 4. útgáfa (London: Thames and Hudson
2004), bls. 36–37.
8 „Lærdómsframi“, Morgunblaðið 14. júní 1964, bls. 17.
9 Ólafía einarsdóttir, Vår norrøne fortid, bls. 202.
10 Bjarney Inga Sigurðardóttir, Ólafía einarsdóttir — frumkvöðull í fornleifafræði,
bls. 12.
11 Ólafía einarsdóttir, Vår norrøne fortid, bls. 202.
12 Ólafía einarsdóttir, „Stutt æviágrip“, bls. 5.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 177