Saga - 2010, Side 179
einarsdóttir fyrir sér, í ritgerð sinni til meistaraprófs, hinni fræðilegu fátækt
sem þekkt er að einkenndi fornleifafræði á Íslandi frá miðri síðustu öld fram
til ársins 1989.19 Bjarney Inga Sigurðardóttir fjallaði hins vegar í BA-ritgerð
sinni um Ólafíu sem frumkvöðul í fornleifafræði. Hún rekur þar ævi henn-
ar og störf í þágu greinarinnar og ber saman við samtímakonur hennar í
Norður-evrópu.20
Báðar velta þær, Sandra og Bjarney Inga, upp í ritgerðum sínum þeirri
áleitnu spurningu, sem við fáum víst aldrei svarað, hvaða stefnu fornleifa -
fræði á Íslandi hefði tekið ef Ólafía hefði haldið áfram störfum hérlendis.21
Þetta eru tímabærar spurningar, því þrátt fyrir að hún hafi starfað sem forn-
leifafræðingur hér á landi um nokkurt skeið, og hafi síðar tileinkað sér mið -
aldafræði við fræðastörf sín, hefur hennar sjaldan verið minnst sem braut -
ryðjanda í íslenskri fornleifafræði.
Sem tilraun til þess að bæta fyrir það, og leið til þess að vekja athygli á
henni sem öflugum fræðimanni á sviði femíniskrar miðaldasögu, var
ákveðið að tileinka henni nýja ritröð Fornleifafræðingafélags Íslands. Rit -
röðin ber yfirskriftina Ólafía en fyrsta hefti hennar kom út árið 2006 og það
þriðja árið 2009. Við sama tilefni var Ólafía gerð að heiðursfélaga í félaginu.
Veiting heiðursdoktorsnafnbótarinnar undirstrikar enn frekar óskir okkar
allra, sem leggjum stund á miðaldafræði, um að fá að njóta eldri verka dr.
Ólafíu einarsdóttur, sem og nýrra í komandi fræðastörfum.
sveinbjörn rafnsson
Tíminn og forn íslensk sagnaritun
Í Játningum Ágústínusar standa þessi frægu ummæli:22 „Hvað er tíminn?
Þegar enginn spyr mig veit ég það. Sé ég spurður og beðinn að skýra það, veit
ég það ekki.“ og á öðrum stað í Játningum segir Ágústínus:23 „Í rauninni er
ekki unnt að segja að tíminn sé til nema af því að hann stefnir í að vera ekki
til.“
heiðursdoktor 179
19 Sandra Sif einarsdóttir, „Undir mold og steinum er fornmaður falinn …“, bls.
32–34. Sjá einnig t.d. Gavin Lucas, „Íslensk fornleifafræði í norður-evrópsku
samhengi“, Ritið 2/2004, og kristján Mímisson, „Landslag möguleikanna“,
Ritið 2/2004.
20 Bjarney Inga Sigurðardóttir, Ólafía einarsdóttir — frumkvöðull í fornleifa fræði.
21 Sama heimild, bls. 35–36 og Sandra Sif einarsdóttir, „Undir mold og steinum
er fornmaður falinn …“, bls. 33.
22 Ágústínus, Játningar. Þýð. Sigurbjörn einarsson (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag 2006), bls. 402.
23 Sama heimild, bls. 403.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 179