Saga - 2010, Blaðsíða 182
í Flateyjarbók, segir að það sé byggt á sagnariti Sæmundar fróða og sýnir
það tímatal hans um ríkisstjórnarár norskra konunga. Þetta er að sjálfsögðu
lært tímatal og bendir Ólafía m.a. á hugsanlegar fyrirmyndir þess, einkum
engilsaxneskar.
Í síðasta hluta verksins ræðir Ólafía sérstaklega um afstætt tímatal í
fornri íslenskri sagnaritun. Í Sverris sögu kemur áhugi íslenskra sagnaritara
á tímatali glöggt fram. Þar hefur höfundur ekki notað tímastiga, en þrátt
fyrir það er efnið afar vel tímasett á afstæðan og íslenskan hátt.
Samanburður á konungasögum Saxa hins málspaka og Snorra Sturlu -
sonar leiðir í ljós hve Snorri er mjög undir áhrifum annálaritunar þar sem
reynt er að raða öllu í tímaröð, en Saxi hirðir hins vegar ekki um að tilfæra
þær tímasetningar sem verið hafa í heimildarritum hans. Mikill munur er
því á sagnaritunaraðferð þeirra. Hin íslenska sagnaritun einkennist af áhuga
á tímasetningum og tímatali.
Fyrri rannsóknir á tímatali í Íslendingasögum hafa sýnt fram á hve mikil
áhersla er þar víða lögð á að tengja tímasetningar við tilteknar atvika -
lýsingar. Það kemur t.d. glöggt fram í eglu, Grettlu og eyrbyggju þar sem
tímatal Ara fróða skiptir miklu, eins og Ólafía rekur. Á grundvelli fyrri
sagnarita hafa Íslendingasagnahöfundar sett tímatal í frásagnir sínar um
hina svokölluðu „söguöld“. Tímatalsáhuginn leynir sér ekki í Íslendinga-
sögum; höfundar þeirra og áheyrendur hafa gert sér í hugarlund ákveðið
tímatal atburða og þar með ákveðna mynd af tíma sagnanna, auðvitað út frá
eigin forsendum á 12. og 13. öld.
Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar sýnir um margt sérstöðu sagnarit-
unarinnar þar sem fjallað er um íslensk málefni þjóðveldistímans. Þar er
ekki fylgt aðferðum annálaritara eða króníkuhöfunda um tímatal, heldur
notuð hin hefðbundna íslenska aðferð að skrifa í frásagnarformi um leið og
efninu er léð ströng tímatalsfræðileg uppbygging án þess að vísað sé beint
í ákveðinn tímastiga. Þetta er allt önnur aðferð en Sturla notar í Hákonar
sögu sinni. Viðfangsefni Íslendingasögu, hið íslenska þjóðveldi, endur-
speglast þannig í tímastigalausu tímatali hennar.
og nú kem ég aftur að vangaveltum hins djúpa Ágústínusar25 sem ég
minntist á í upphafi. Hugleiðingar hans um tímann fela einnig í sér hug-
leiðingar um það hvernig menn hugsa sér sögutíma, hvernig þeir móta sér
söguvitund og mynd sögunnar. Það gerðu Íslendingar á þjóðveldistíman-
um á sinn sérstæða hátt í sagnaritum sínum, eins og Ólafía einarsdóttir
benti á. Má ég í lokin tilfæra niðurstöðu heilags Ágústínusar í Játningum af
vangaveltum sínum um tímann og mælingu hans:26 „Það er í þér, hugur
minn, sem ég mæli tímann. Rugla mig ekki. Svo er þetta. Rugla mig ekki
með sviptingum tilfinninga þinna! Ég segi: Í þér mæli ég tímann. Áhrifin af
heiðursdoktor182
25 Hinn djúpi Ágústínus, sbr. Postola sögur. Legendariske fortællinger om apostlernes
liv. Útg. C. R. Unger (Christiania 1874), bls. 707.
26 Ágústínus, Játningar, bls. 419.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 182