Saga - 2010, Page 184
dæmis um doktorsritgerð olafs olsen,
Hørg, hov og kirke, sem kom út árið
1966.31 Það kom heldur enginn ritdóm-
ur í Skírni né neinu öðru íslensku riti
sem hefur verið skráð svo nákvæmlega
í Gegni að einstakir ritdómar séu til-
færðir undir nafni höfundar þess rits
sem dómurinn fjallar um. Í Gegni er
aðeins skráður einn ritdómur um bók-
ina; hann er eftir þýska norrænu fræð -
inginn Rolf Heller og birtist í Anzeiger
für deutsches Altertum und deutsche
Literatur árið 1969. Í Lesbók Morgun -
blaðsins árið 1967 skrifaði Jón kristvin
Margeirsson grein sem snýst eingöngu
um að andmæla þeirri skoðun Ólafíu
að kristnitakan hafi farið fram árið 999.
Jón beitir þeirri aðferð að skipta rök-
færslu Ólafíu upp í aðskilda liði og
segja um hvern fyrir sig að ályktun
Ólafíu sé ekki örugg; hann virðist ekki hafa áttað sig á samhenginu í rök-
færslu hennar.32 Sama ár, 1967, birti Skírnir einn kafla doktorsritgerðarinnar
í þýðingu Helgu kress, en það var einmitt kaflinn um árið 1000 og varð því
ekki til að draga athygli að öðrum hlutum ritgerðarinnar.33 Þetta var prýði -
leg kynning á rannsókn Ólafíu en óneitanlega slitin nokkuð harkalega út úr
samhengi bókarinnar.
Það var ekki mikið um rannsóknir á sagnaritun Íslendinga á miðöldum
um þetta leyti, svo að niðurstöður Ólafíu bárust hægt og seint inn í fræða -
umhverfi okkar. Þó verður að nefna að Jakob Benediktsson vitnaði til þeirra í
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelaldar árið 1967,34 kynnti þær rækilega og
nýtti í útgáfu sinni á Íslendingabók og Landnámu í Íslenskum fornritum, sem
kom út með ártalinu 1968 en mun þó ekki hafa sést mikið fyrr en árið eftir.35
Frá þessu almenna tómlæti um doktorsritgerð Ólafíu er ein skemmtileg
undantekning. Halldór Laxness, eins og kiljan kallaði sig á þessum árum,
skrifaði í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar 1966 grein sem hann kallaði
heiðursdoktor184
Ólafía einarsdóttir flytur ávarp
í Há tíðar sal Háskóla Íslands. —
Ljósm. Jóhann Jónsson.
31 Sama heimild, bls. 386–391.
32 Jón kristvin Margeirsson: „kristnitökuárið — Ný kenning“, Lesbók Morgun -
blaðsins 12. febrúar 1967, bls. 1 og 10.
33 Ólafía einarsdóttir: „Árið 1000“, Skírnir 141 (1967), bls. 128–138.
34 Jakob Benediktsson: „Mærkeår“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
XII (Reykjavík: Bókaverzlun Ísafoldar 1967), bls. 161–162.
35 Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út
(Reykja vík: Fornritafélagið 1968), bls. xxix–xlii.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 184