Saga - 2010, Page 186
eftilvill hefur jafnvel á dögum Ara eitthvað verið á huldu um uppruna
þessa litlausa manns, og skrýtið að ekki hafa einusinni myndast um
hann lygasögur. Hve valt hann stendur í sannfræðilegri geymd verður
ljóst af þeirri uppgötvun sem Jón prófessor Jóhannesson gerir í riti sínu
Gerðir Landnámabókar, að óhugsandi sé að Ingólfur þessi hafi verið
Arnarson, — í hæsta lagi Björnólfsson!
Að lokum vil ég hvetja alla til að lesa grein Halldórs. Hún birtist líka, raun-
ar dálítið stytt, í Vínlandspúnktum hans árið 1969.39
helgi þorláksson
Ólafía einarsdóttir og framlag hennar
til norskrar miðaldasagnfræði
Viðtökur í Noregi
Doktorsrit Ólafíu einarsdóttur, Studier i kronologisk metode, vakti snemma
athygli meðal norskra sagnfræðinga.40 Ritið kom út 1964 og einmitt þá var
í undirbúningi fyrsta bindi í ritröðinni Norske historikere i utvalg sem kom
út 1967. Þar eru teknir með tveir kaflar úr riti Ólafíu.41 Ritröðin var hugsuð
sem úrval hins besta um norska miðaldasagnfræði og í hana völdu efnið
háskólakennarar í Ósló og Björgvin. Aðstandendur þessa rits, með úrvals-
efni eftir norska sagnfræðinga, leyfðu sér að taka með það sem vel var gert
í rannsóknum á norskri miðaldasögu, hvað sem leið þjóðerni höfunda. Árið
1981 birti Ólafía svo grein um hinn ágæta Færeying, Sverri Noregskonung,
með heitinu, „Sverrir — præst og konge“.42 Þessari grein var strax kippt
inn í ritröðina Norske historikere i utvalg, sjötta bindi, árið 1983, í nokkuð
styttri gerð.43 Þannig á Ólafía tvær greinar, eða tvö verk, í þessu úrvali
heiðursdoktor186
39 Halldór Laxness, Vínlandspúnktar (Reykjavík: Helgafell, 1969), bls. 89–122.
40 Ólafía einarsdóttir, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning.
Bibliotheca historica Lundensis 13 (Lund: Gleerup 1964).
41 Ólafía einarsdóttir, „kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning“,
Rikssamling og kristendom. Norske historikere i utvalg I. Ritstj. Andreas Holm sen
og Jarle Simensen (oslo: Universitetsforlaget 1967), bls. 144–66.
42 Ólafía einarsdóttir, „Sverrir — præst og konge“, Middelalder, metode og medier.
Festskrift til Niels Skyum-Nielsen. Ritstj. karsten Fledelius o.fl. (kaupmannahöfn:
Museum Tusculanum 1981), bls. 67–93.
43 Ólafía einarsdóttir, „Sverrir — præst og konge“, Nye middelalderstudier. Ritstj.
Claus krag og Jørn Sandnes. (kongedømme, kirke, stat. Ritstj. Claus krag.
Norske historikere i utvalg VI (oslo — Bergen — Stavanger — Tromsø: Uni -
versitetsforlaget 1983)), bls.126–41.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 186