Saga - 2010, Síða 187
greina um miðaldir en það varð ekki meira en umrædd sex bindi.44 Þessi
ritröð leiddi með öðru til að Ólafía varð allþekkt meðal norskra miðalda-
sagnfræðinga og þeir vitna oft til hennar í verkum sínum.45
Tímatalsfræði
Ég ætla þá að víkja ögn nánar að tímatalsfræðum Ólafíu og umsögnum
tveggja norskra sagnfræðinga um þau. Ritdómur um doktorsrit Ólafíu birt-
ist árið 1967 í hinu norska Historisk tidsskrift og er eftir knut Helle, þá dósent
í sagnfræði við Björgvinjarháskóla, síðar prófessor á sama stað.46 Þótt hann
geri nokkrar gagnrýnar athugasemdir, segir hann að í bók Ólafíu sé fjöldi
áhugaverðra athugana og kenninga. Aðalniðurstaða hans er sú að með bók-
inni leggi Ólafía traustan grunn að frekari rannsóknum sem þakklátt verði að
fá og veki eftirvæntingu. Per Sveaas-Andersen, þá „førstelektor“ í sagnfræði
við Háskólann í Ósló, gaf árið 1977 út yfirlitsrit um norska sögu á bilinu
800–1130 og fjallar þar allrækilega um fræði Ólafíu. Jákvætt mat hans er
mjög líkt mati Helles.47 Þarna metur hann ekki aðeins doktorsritgerðina
heldur líka grein sem Ólafía birti í hinu norska Historisk tidsskrift árið 1968
um dánarár Haralds hárfagra.48 Í greininni gagnrýndi Ólafía tímatalsfræði
hins kunna norska sagnfræðings Halvdans koht, en fræði hans um tímatal
voru áhrifamikil og ráðandi í Noregi. Sveaas-Andersen féllst á gagnrýni
Ólafíu að miklu leyti, a.m. k. um líklegt dánarár Haralds, og hafnaði kenn-
ingum koht í því efni. Dánarár Haralds er mikilvæg viðmiðun í þessum
fræðum og sé því hnikað færast aðrar tímasetningar til í hinu afstæða tíma-
tali. Sveaas-Andersen vísar líka til annarrar greinar Ólafíu í sama tímariti
árið 1971, um uppruna Haralds hárfagra.49 Í báðum greinum segir Ólafía að
elstu upplýsingar um uppruna Haralds og dánarár sé að finna hjá Sæmundi
fróða og Ara fróða og að fræðimenn eigi ekki völ á betri né traustari vitn -
eskju annars staðar. Árið 1967 birti Ólafía, í sama tímariti, grein um aldur
heiðursdoktor 187
44 Aðrir Íslendingar sem eiga efni í úrvalinu eru Finnur Jónsson, Sigurður Nordal
og Ólafur Lárusson.
45 Nýlega var gefið út í Noregi rit með úrvali greina eftir Ólafíu, sbr. Ólafía
einarsdóttir, Vår norrøne fortid. Utvalgte artikler om tidlig nordisk historie.
oversatt av edvard eikill (Stavanger: Saga bok 2009).
46 knut Helle, „Ólafía einarsdóttir, Studier i kronologisk metode“, Historisk tidsskrift
46 (1967), bls. 68–78. [Ritdómur um verk Ólafíu og rit ellehøjs, Studier over den
ældste norrøne historieskrivning].
47 Per Sveaas-Andersen, Samlingen av Norge og kristningen av landet 800–1130.
(Handbok i Norges historie. 2. (Bergen — oslo — Tromsø 1977)), bls. 82.
48 Ólafía einarsdóttir, „Dateringen af Harald hårfagers død“, Historisk tidsskrift
47 (1968), bls.15–34.
49 Ólafía einarsdóttir, „Harald Dovrefostre af Sogn“, Historisk tidsskrift 50 (1971),
bls. 131–66.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 187