Saga - 2010, Síða 188
Magnúsar sögu lagabætis.50 Óhætt er að segja að á árunum 1964 til 1971 hafi
Ólafía kvatt sér hljóðs í norskri miðaldasagnfræði með nokkrum tilþrifum
og þannig að eftir var tekið.
Árið 1982 birti Ólafía enn grein um tímatalsfræði, í þetta sinn um krýn -
ingarár Magnúsar erlingssonar.51 Loks vil ég nefna í tengslum við greinar
um tímatal að Ólafía birti árið 2006 stutt en upplýsandi yfirlit yfir nokkrar
athuganir sínar á tímatalsfræðum.52 Hún dregur sérstaklega fram að þeir
Sæmundur í odda og Ari fróði voru merkir brautryðjendur meðal Norður -
landabúa um tímatal. Sjálf er Ólafía merkur brautryðjandi í tímatals fræðum.
Frá um 1982 hafa einkum tvö efni átt huga Ólafíu á fræðasviðinu. Annað
er norræn kvennasaga miðalda, sem hún fjallar um út frá Íslendingasögum
og konungasögum. Hitt, sem hún hefur sinnt enn frekar, eru konungasög-
ur og einkum heimildavandi sem tengist þeim.
Kvennasaga
Fyrst fáein orð um kvennasögu. Ólafía flutti fyrirlestur um stöðu íslenskra
þjóðveldiskvenna á norrænu sagnfræðingaþingi 1981 og fór orð af fyrir-
lestrinum.53 Við ritstjórar tímaritsins Sögu, sem þá vorum, báðum Ólafíu um
leyfi til að birta hann og hún brást vel við. Fyrirlesturinn birtist eitthvað
breyttur og í þýðingu sem grein í Sögu 1984 og vakti athygli.54 efnið tengist
norskri miðaldasögu þannig að á þessum tíma var nokkur umræða um það
hvort kvenskörungar, sem áberandi eru í Íslendingasögum, hefðu verið til í
raun. Hvort í efstu lögum norrænna samfélaga hefðu verið til skörulegar og
áhrifamiklar konur sem létu til sín taka í deilumálum karla, áður en áhrifa
kirkjunnar fór að gæta verulega með einhvers konar bælingu kvenna.
Sumum sýndist svo vera, m.a. Ólafíu, en aðrir bentu á að íslenskum konum
væru ekki ætluð mikil réttindi í lagasafninu Grágás og vafasamt væri því að
slíkir kvenskörungar hefðu átt tilveru í raunveruleika. Ólafía gat hins vegar
heiðursdoktor188
50 Ólafía einarsdóttir, „Hvornår forfattedes sagaen om Magnus lagabøter?“
Historisk tidsskrift 46 (1967), bls. 59–67.
51 Ólafía einarsdóttir, „Året 1164 for Magnus erlingssons kroning“, Gripla V
(1982), bls. 127–47.
52 Ólafía einarsdóttir, „The venerable Bede: Father of the Western world’s
chronology, and grandfather of Icelandic historical writing“, The Fantastic in
Old Norse/Icelandic Literature. Sagas and the British Isles. The Thirteenth
International Saga Conference, Durham and york, 2006. Vol. II. Ritstj. John
Mckinnell, David Ashurst & Donata kick (Durham 2006), bls. 742–48.
53 Ólafía einarsdóttir, kvindens stilling i fristatstidens Island: Sociale og økon-
omiske betragtninger. XVIII. Nordiska historikermötet, Jyväskylä 1981 (Jyväskylä:
Juväskylän yhopisto 1983), bls. 227–38.
54 Ólafía einarsdóttir, „Staða kvenna á þjóðveldisöld. Hugleiðingar í ljósi sam-
félagsgerðar og efnahagskerfis“, Saga XXII (1984), bls. 7–30.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 188