Saga - 2010, Page 189
ekki séð annað en að nokkurt samræmi væri milli Grágásar og Íslendinga-
sagna um þá mynd sem dregin er upp af konum og taldi íslenskar konur
hafa notið virðingar og óvenjulegs frelsis. Á þetta sjónarmið hennar deildi
Gunnar karlsson.55 Ólafía sagðist sækja innblástur í mannfræði og hugar-
farssögu og nota fornsögur sem heimildir um mannlega hegðun og norm
samfélagsins, hvað sem einstökum persónum liði. Henni þótti sýnt að hús-
freyjur á þjóðveldistíma hefðu haft, eða getað haft, sterka stöðu vegna
verkahrings innan stokks, eins og sagt var, m.ö.o. inni á heimilum. Skipting
seinni tíma í opinbert líf og einkalíf var ekki til en það sem við nefnum opin-
bert líf fór oft fram inni á heimilum, t.d. í veislum, og þar gátu húsfreyjur
látið til sín taka. Agnes Arnórsdóttir, kennari í sagnfræði við Árósaháskóla,
hefur lýst því að umræður um skoðanir Ólafíu hafi örvað sig mjög til að
takast á við þær spurningar sem hún fjallar um í bókinni Konur og vígamenn
sem kom út 1995.56
Af greinum þar sem Ólafía setur konur í öndvegi má nefna „om hus-
freyjamyndighed i det gamle Island“, frá árinu 1985, þar sem umrædd
sjónar mið um húsfreyjur koma allskýrt fram.57 Þá ber að nefna greinina
„Dronn ing Aslaug i Island“, frá 1993, þar sem Ólafía setur fram þá skoðun að
Áslaug, sem telst hafa verið drottning Ragnars loðbrókar,58 hafi verið Íslend-
ingum hugstæð af því að hún féll ágætlega að hugmyndum þeirra um kven-
skörunga, m.ö.o. hún féll að ímynd hinnar skörulegu húsfreyju á höfðingja-
setri sem stjórnaði heimilinu af myndarskap, líka utan stokks, þegar maður
hennar var á braut.59 Annar kvenskörungur var drottningin Sigríður stór -
ráða. Um hana fjallar Ólafía í grein frá 2001.60 Ólafía gagnrýnir þá sagnfræð -
heiðursdoktor 189
55 Gunnar karlsson, „kenningin um fornt kvenfrelsi á Íslandi“, Saga XXIV (1986),
bls. 45–77.
56 Agnes lýsir þessari skoðun í bréfi til höfundar, 12. nóvember 2009. Sbr. og
Agnes S. Arnórsdóttir, Konur og vígamenn. Staða kynjanna á Íslandi á. 12. og 13.
öld. Sagnfræðirannsóknir. Studia historica 12. Ritstj. Gunnar karlsson
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 1995). Sjá
líka Agnes S. Arnórsdóttir, „Hvað er íslensk sagnfræði?“, Hvað er sagnfræði?
Rannsóknir og miðlun. Ritstj. Guðni Th. Jóhannesson og Guðbrandur Bene dikts -
son (Reykjavík: Skrudda 2008), bls. 47.
57 Ólafía einarsdóttir, „om husfreyjamyndighed i det gamle Island“, Festskrift til
Thelma Jexlev: Fromhed og verdslighed i middelalder og renaissance. Ritstj. ebba
Waaben o.fl. (odense: Universitetsforlag 1985), bls. 77–85. Birt á íslensku í
Skjöldur 60 (2006) og Ólafía II (2007).
58 Skýrt þannig en hins vegar öðruvísi í greininni um Dofrafóstra.
59 Ólafía einarsdóttir, „Dronning Aslaug i Island. Fra historie til sagn — en men-
talitetshistorisk analyse“, Gripla VIII (1993), bls. 97–108.
60 Ólafía einarsdóttir, „et causeri over Sigrid storråde – forvist fra historien, og atter
tilbage“, Kvennaslóðir — til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Ritstj.
Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 2001), bls. 75–88.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 189