Saga - 2010, Síða 191
Skoðanir Ólafíu á konungasagnaritinu Fagurskinnu eru athyglisverðar
og hér nýtur hún þess hversu góða yfirsýn hún hefur, ekki einungis um
sögu Noregs og Íslands á miðöldum heldur líka sögu Danmerkur. kon -
ungar í Danmörku sóttu oft fram í Noregi og danskra áhrifa gætti löngum
við Óslóarfjörð. Á hinn bóginn sóttu Norðmenn stundum til valda í Dan -
mörku, ekki síst í tíð Magnúsar góða, laust fyrir miðja 11. öld. Við lok 12.
aldar var Sverrir konungur í Noregi en andstæðingar hans, svonefndir
Baglar, létu til sín taka við Óslóarfjörð og nutu stuðnings Danakonungs.
erki biskupinn í Niðarósi, eiríkur Ívarsson, sem Ólafía kallar íslenskan enda
átti hann íslenskan föður, flýði Noreg og leitaði skjóls hjá Absalon erkibisk -
upi í Lundi, sem var þá hluti af Danmörku. Um þá biskupana má lesa í
tveimur greinum Ólafíu.63 Absalon hafði ákveðnar skoðanir á því hvað væri
Norð mönnum fyrir bestu og þær skoðanir koma fram í riti hins danska Saxa
málspaka, að mati Ólafíu. Saxi var nákominn Absalon. Skoðun Absalons var
sú, segir Ólafía, að upplausn hafi hafist í Noregi upp úr 1130 með tilkomu
hins ætlaða forföður Sverris, Haralds konungs gilla, en Absalon talið að
Danakonungur gæti einn afstýrt upplausn og tryggt frið í Noregi og best
væri fyrir Norðmenn að halla sér að honum. Ólafía telur það auðsæjan
áróður Dana að ófriður hafi hafist í Noregi með Haraldi gilla. Menn Haralds
eiga að hafa pínt hroðalega til dauða andstæðing sinn, Sigurð slembi, en frá
þessu segir ekki í Fagurskinnu enda er hún öll á bandi ættar Sverris og
Hákonar gamla, segir Ólafía.
Ólafíu blandast ekki hugur um það að í mörgum konungasögum er
fylgt eindreginni pólitískri línu. Þessu lýsir hún í áðurnefndri grein um
Sverri, prest og konung. Sverrir Noregskonungur telst hafa nánast ritstýrt
fyrri hluta sögu sinnar og Ólafía túlkar þann söguhluta á þá leið að þessi
bannfærði prestur og Noregskonungur hafi viljað nálgast kirkjuna, það hafi
angrað hann að hafa brotið gegn henni og hann hafi viljað mæta gagnrýni
erkibiskupanna eiríks og Absalons. Í sögunni sé lögð áhersla á að Sverrir
hafi verið guðhræddur og guð hafi stutt hann, eins og árangur hans sýni;
það hefði að hans mati átt að bæta hlut hans gagnvart kirkjunni.
Sverrir réð karl ábóta á Þingeyrum til að rita sögu sína. Í Þingeyra -
klaustri voru líka höfundar sem rituðu um Ólaf konung Tryggvason eftir
pólitískri línu. Ólafía víkur að þessu í grein frá 2003.64 Þar rekur hún að
heiðursdoktor 191
63 Ólafía einarsdóttir, „erik Ivarsson of Trondheim. Archbishop in exile in
Absalon’s Lund 1190–1202“, International Scandinavian and Medieval Studies in
Memory of Gerd Wolfgang Weber. Ritstj. Michael Dallapiazza o.fl. Hesperides.
Letterature e culture occidentali 12 (Trieste: edizioni Parnaso 2000), bls. 367–81,
og „Absalon and the Norwegian civil war: Christian ideology of war and
peace“, Archbishop Absalon of Lund and his World. Ritstj. karsten Friis-Jensen &
Inge Skovgaard-Petersen (Roskilde: Roskilde museums forlag 2000), bls. 37–69.
64 Ólafía einarsdóttir, „olaf Tryggvason — rex Norwegiae 994–999. Christian
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 191