Saga - 2010, Side 192
Ólafur Tryggvason tapaði sjóorrustu við Svoldur. Að mati Ólafíu mun hann
hafa hent sér fyrir borð og drekkt sér þegar ósigurinn varð ekki umflúinn
og þannig dáið hetjudauða. Forkólfar kirkjunnar gátu hins vegar ekki viður-
kennt réttmæti þess að svipta sig lífi og þess vegna, segir hún, hafi komið
upp frægar sagnir um að Ólafur hafi komist lífs af frá bardaganum; Þing -
eyramenn segja jafnvel að konungur hafi orðið munkur í klaustri á Sýrlandi.
Ólafía víkur oft að Fagurskinnu og telur, eins og getið var, að í henni sé
studdur málstaður Hákonar gamla og annarra í ætt Sverris. Í grein frá 2002
færir Ólafía rök fyrir því að Fagurskinna sé ekki samin skömmu eftir 1220,
eins og almennt mun hafa verið talið, heldur eftir 1235.65 Snorri Sturluson
er iðulega talinn hafa nýtt Fagurskinnu í Heimskringlu og Ólafíu finnst ekki
óhugsandi að hann hafi jafnvel hitt höfund Fagurskinnu í Niðarósi og rætt
við hann um efni ritanna á bilinu 1237–39. Hún telur vel hugsanlegt að
Snorri hafi getað skotið inn viðbótum í Heimskringlu, einkum í síðasta
þriðjunginn, eftir veru sína í Niðarósi.
Þarna víkur Ólafía að seinni utanför Snorra til Noregs en þá studdi hann
Skúla hertoga í uppreisn hans gegn Hákoni gamla. Í grein frá 1992, „Skulis
oprør og slaget ved Örlygsstaðir“, segir Ólafía að Snorri hafi verið mestur
íslenskra höfðingja á bilinu 1220–35, með stuðningi Skúla og Hákonar.66
Hákon fór síðan sínar eigin leiðir og lagði á ráðin með Sturlu Sighvatssyni og
vildi styrkja hann til valda á Íslandi 1235. Þetta kom Snorra í opna skjöldu og
hann flýði til Noregs. Þar lagði hann mikla áherslu á það, að mati Ólafíu, að
Skúli gerði uppreisn og yrði konungur enda hefði það verið eina leiðin fyrir
Snorra sjálfan til að tryggja stöðu sína. Að mati Ólafíu hefur Snorri þá haft
meiri áhrif á Skúla og norska atburði en almennt hefur verið talið.67
Annar Íslendingur tengist sögu Hákonar mikið, það var bróðursonur
Snorra, Sturla Þórðarson, höfundur Hákonar sögu gamla. Menn hafa löng-
um undrast það að Sturla skyldi birta kvæði eftir sjálfan sig í sögu sinni um
Hákon. Í grein frá 1994 lýsir Ólafía m.a. þeirri skoðun sinni að í kvæðunum
heiðursdoktor192
ethics versus Teutonic heroism“, Scandinavia and Christian Europe in the Middle
Ages. Papers of The 12th International Saga Conference, Bonn/Germany 2003.
Ritstj. Rudolf Simek & Judith Meurer (Bonn: Universität Bonn 2003), bls. 413–20.
65 Ólafía einarsdóttir, „Fagrskinna’s forfattelsestidspunkt. olaf Haraldsson —
Tyskland — Håkon Håkonsson“, Germanisches Altertum und christliches Mittel -
alter. Festschrift für Heinz Klingenberg zum 65. Geburtstag. Ritstj. Bela Brogyanyi
unter Mitwirkung von Thomas krömmelbein. Schriften zur Mediävistik 1
(Hamburg: Verlag Dr kovač 2002), bls. 51–89.
66 Ólafía einarsdóttir, „Skulis oprør og slaget ved Örlygsstaðir. Norsk og islandsk
politik 1220–1240“, Kongsmenn og krossmenn. Festskrift til Grethe Authén Blom
Ritstj. Steinar Supphellen. Det kongelige norske videnskabers selskab. Skrifter
1 ([Trondheim]: Tapir forlag 1992), bls. 91–113.
67 Bagge samþykkir ekki þá skoðun Ólafíu að Sturla ýki átök milli Hákonar og
Skúla og að þeir hafi í raun verið allsáttir 1235–37, eða svo, sbr. Sverre Bagge,
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 192