Saga - 2010, Side 198
verslunarfélögin. Höfundur hefur áður gefið út góða rannsókn á nátengdu
efni, Innréttingunum og ullarvefsmiðjum á Íslandi á 18. öld, í MA-ritgerð
sinni Landsins forbetran árið 2001, og er því á heimavelli og þaulkunnug efn-
inu. en í doktorsritgerðinni setur hún þessi viðfangsefni, sem hafa verið
könnuð töluvert vel, í miklu rækilegra og ítarlegra samhengi við íslenskar
samfélagsaðstæður og hagræna hugsun í Danmörku en áður hefur verið gert.
Fyrir íslenska sagnfræðinga eru niðurstöðurnar um ullarvörufram-
leiðsluna kannski áhugaverðastar, en fullyrða má að umfjöllun höfundar um
hagræna orðræðu í Danmörku á þessum tíma sé tvímælalaust mjög gagn-
leg fyrir sagnfræðirannsóknir Dana á sögu aldarinnar. og þessi umræða er
í raun líka mjög gagnleg fyrir íslenska sagnfræðinga, sem þurfa að beina
sjónum miklu meira að hinni kameralísku hugmyndafræði en áður þegar
17. og 18. öld eiga í hlut — ekki síður en danskir sagnfræðingar. Ritið færir
því lesendum sínum mikla, nýja og á köflum óvænta þekkingu, nýjan sögu-
skilning um margt á síðari hluta 18. aldar og ekki síst aðferðafræðilega
umræðu sem mun nýtast þeim sem njóta kunna.
Höfundur færist ekki undan því að benda á hve margt þarfnast nánari
rannsókna í ullarvöruframleiðslu landsmanna á síðari hluta 18. aldar og er
vonandi að ekki verði löng bið á frekari rannsóknum. Þá er óskandi að fleiri
sagnfræðingar áræði að nýta sér hinar umfangsmiklu krambúðarbækur,
sem eru mikil náma upplýsinga eins og höfundur hefur lýst ágætlega í grein
í afmælisriti Sigríðar Th. erlendsdóttur, Kvennaslóðum, frá 2001.
eins og ljóst má vera er þetta hin vandaðasta rannsókn, eins og við er að
búast af doktorsrannsókn, og efnisaðdrættir eru miklir. Heimildakönnun
höfundar er mjög víðtæk og spannar norrænar rannsóknir sem og aðrar
víðar að. Þá hefur sægur frumheimilda verið nýttur, bæði prentaðra og
óprent aðra eins og heimildaskrá ber vitni um.
Þetta er mikil bók að vöxtum, innbundin, og er allur ytri frágangur
hennar óvenjulega fagur og nostursamur í samanburði við það sem gerist
og gengur um doktorsritgerðir. Allmargar myndir eru birtar og bæði vel
gerðar og mjög gagnlegar til skilnings. Því er miður að umbrot á sérstakri
myndaörk skuli hafa ruglast, en fyrir það er bætt með því að dreifa leiðréttri
myndaörk með bókinni. Fyrir alla notendur bókarinnar er það ómetanleg-
ur kostur að hafa 26 blaðsíðna staða-, nafna- og atriðisorðaskrá til að fletta
upp í þessu stóra verki. Viðaukarnir eru líka allir nytsamir, ekki síst skráin
yfir vefnaðarfagorðin sem notuð eru í ritinu, því þar má sjá íslenska, danska
og enska mynd þeirra. Það er því að endingu óhætt að óska höfundi til ham-
ingju með glæsilega doktorsrannsókn og vandaða í alla staði.
Halldór Bjarnason
ritdómar198
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 198