Saga - 2010, Síða 209
fræðirit, eða sleppa því alveg að vísa í heimildir með þeim hætti sem gert er
og birta aðeins heimildaskrá í lok hvers kafla. Með þeim hætti hefði mátt
draga úr þeirri truflun sem heimildavísanirnar óneitanlega skapa fyrir flæði
textans og ýta þannig undir það sem virðist vera undirliggjandi tilgangur
textans, þ.e. að vera fyrst og fremst bókmenntaverk.
Mynd af Ragnari í Smára stendur vel undir nafni sem bókmenntaverk.
Um leið og mynd er dregin upp af Ragnari Jónssyni í Smára dregur Jón karl
upp fleiri myndir, til dæmis af þeim Sigurði og Ólöfu Nordal eins og áður
hefur komið fram, af Peter Hallberg og kristínu konu hans, af Jóni Stefáns -
syni og ernu konu hans, af kjarval, af Jóni Helgasyni og Ástu konu hans og
af þeim Halldóri og Auði. karlarnir eru ætíð í forgrunni athafna en konurn-
ar standa þétt að baki þeim, sterkar og ómissandi en um leið fórnfúsar og
skilningsríkar. Það er mikill fallus í þessari bók, sjálfsagt vegna þess að Ragn -
ar í Smára var mikill fallus, bæði í orði og athöfnum, og það er auðvelt að
láta það fara dálítið í taugarnar á sér. Það hefði verið áhugavert að sjá höf-
und bókarinnar afbyggja þá orðræðu sem endurspeglast í orðfæri Ragn ars
og samtímafólks hans, en uppbygging bókarinnar opnar ekki fyrir þá nálg-
un. Hér er áhersla fremur á endursögn en greiningu.
Frásögn bókarinnar hverfist um Ragnar í Smára og inn í þá frásögn flétt -
ast fjölmargar aðrar frásagnir sem veita innsýn í menningarlíf Íslendinga um
miðja síðustu öld, tónlistarlíf og myndlist, en þó fyrst og fremst bókmennt-
irnar og stöðu manna á borð við Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og
elías Mar í íslensku menningarlífi. Frásagnir þessar byggjast bæði á pers-
ónulegum heimildum frá Ragnari sjálfum og öðrum heimildum, prentuð -
um og óprentuðum, persónulegum og opinberum. Þessir þættir bókarinn-
ar eru vel unnir og á margan hátt áhugaverðir, en líka einhæfir þar sem þeir
byggjast öðru fremur á skoðunum þeirra karlmanna sem eru í forgrunni frá-
sagnarinnar og hika ekki við að upphefja sjálfa sig og skoðanir sínar. Þessar
frásagnir eru engu að síður um margt upplýsandi, og sú frumheimildavinna
sem Jón karl hefur unnið hér á örugglega eftir að nýtast mörgum við frekari
rannsóknir á einstökum þáttum á íslensku menningarlífi og bókmenntum.
Þó er óhætt að fullyrða að hún hefði nýst enn betur hefði verið vísað til
heimilda með hefðbundnum hætti og upplýsingarnar sem þarna koma fram
væru þar með rekjanlegar.
engu að síður get ég ekki látið hjá líða að nefna að þessir þættir, líkt og
samtölin sem áður var fjallað um, rjúfa frásögnina sjálfa töluvert og kippa
lesandanum sífellt inn í nýtt og óvænt hugarástand. Sem dæmi get ég nefnt
hvernig dramatísk frásögn af flughræðslu Ragnars í ókyrru lofti yfir sundinu
milli Danmerkur og Svíþjóðar er rofin með langri umræðu um abstraktlist,
Valtý Pétursson og elías Mar, sem höfundur lætur eiga sér stað í samtali
milli Ragnars og Sigurðar en byggir í raun á fjölda bréfa, m.a. milli Ragnars
og elíasar (bls. 93–105).
Í bókinni dregur Jón karl upp margar myndir sem veita okkur innsýn í
íslenska menningu og íslenska sögu. Sú aðferðafræði sem hann beitir er
ritdómar 209
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 209