Saga - 2010, Side 212
Sturla bróðursonur hans sé nokkuð ósanngjarn í lýsingum sínum á þessum
hliðum Snorra, þeim sem sneru að fjölskyldu hans (bls. 397–9). Gott hefði
verið að fá nánari grein gerða fyrir afstöðu Sturlu og eins hinu að hann var
embættismaður konungs þegar hann skrifaði, en Snorri taldist hafa svikið
konunginn. Þá hefði verið gott að benda á að Sturla færir í stílinn, skrifar
bókmenntir, eins og Úlfar Bragason hefur einkum gert að umræðuefni í
seinni tíð. Loks er óvissa tengd því að Íslendingasaga er ekki til í uppruna-
legri gerð, aðeins til í þeim köflum sem hlutu náð fyrir augum safnanda
Sturlungu um 1300 og við vitum ekki nema hann hafi breytt einhverju.
Þannig að það eru fleiri vandamál en aðeins ætlaður kuldi Sturlu í garð
Snorra sem höfundur ræðir ekki en lætur nægja að segjast almennt vera
jákvæður til Sturlungu, hafa tilhneigingu til að virða heimildargildi hennar,
sem merkir að hann telur hana trúverðuga. Hann veit líka að vandi fylgir
biskupasögum sem heimildum en ræðir það ekki. Ég held þó ekki að órædd
vandamál, tengd heimildunum, komi neins staðar alvarlega að sök, séð frá
sagnfræðilegu sjónarmiði.
Það má lengi deila um þau atriði í lýsingu Snorra sem hér voru nefnd;
var hann t.d. nískur eða huglaus? Það er hæpið að unnt sé að komast að
niðurstöðu um þetta og enn hæpnara að leggja þetta til grundvallar í mati á
gjörðum Snorra. Hér hefði mátt fara þá leið sem við getum kallað sam-
félagslega eða félagssögulega lýsingu: Að reyna að gera sér grein fyrir hvað
hafi þótt til fyrirmyndar um það hvernig höfðingjar eins og Snorri skyldu
haga sér. Höfðingjar skyldu vera örlátir, halda veislur og gefa gjafir og þetta
gerði Snorri. Þá skiptir kannski ekki máli hvort hann var í reynd sínkur eða
ekki. Höfðingjar þurftu ekki allir að vera hermenn miklir og kappar; sumir
voru lagamenn og spekingar og fóru samningaleiðir. Snorri valdi þennan
síðari kost og það má ráða af Heimskringlu að sá sem þar stýrði penna virti
mjög lagamenn og þingskörunga. Sjálfur er Snorri nefndur orðvitur og
þingríkur í vísum eftir aðra (bls. 280, 290). Styrkur hans var fólginn í því að
ná samningum og mynda bandalög. Hann var lengi lögsögumaður og naut
sín líklega oft á alþingi. Hvort hann var sérstakur friðsemdarmaður er óvíst
enda lét hann drepa menn, ef svo bar undir, og hafði hermenn á sínum
snærum. en lagamaðurinn og þingskörungurinn kaus að gera samninga-
leiðina að sínum stíl, frekar en hernað. Í því sambandi var algengt að stofna
til svonefndrar vináttu eða vinfengis sem var í raun hagsmunabandalag,
ekki bara tilfinningabundið samband, eins og við eigum að venjast. Slík
bandalög gátu rofnað skyndilega og þarf ekki að líta svo á að menn hafi
gerst óheilir eða svikulir. Þá var algengt í pólitískri baráttu að goðar sam-
einuðust og snerust gegn höfðingja sem taldist ætla að verða öðrum valda-
meiri og valda ójafnvægi. Samherjar gátu þannig orðið óvinir en síðan sam-
herjar aftur og á varla við að leggja siðferðilegan mælikvarða nútímans á
þetta. Þá þótti fara vel á því að höfðingjar ættu frillur og gerðu vel við þær og
þeirra fólk en nytu pólitísks stuðnings í staðinn. Í því sambandi skiptir
minna máli hvort höfð ingjarnir voru kvennabósar. Höfundur umræddrar
ritdómar212
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 212