Saga - 2010, Page 215
lítið og finnst Sturlunga óárennileg. Verkið lýsir miklum áhuga á atburða -
sögu tímabilsins og innlifun í tengsl manna og mannleg samskipti á um -
ræddum tíma. Sem kynning á fræðilegum viðfangsefnum og umræðum
dugir bókin ekki eins vel enda virðist henni ekki ætlað slíkt hlutverk. en
hún lýsir miklum metnaði og dugnaði og textinn er ágætlega saminn, stund-
um nokkuð fornlegur en mér finnst það bara til bragðbætis. kaflar eru hæfi-
lega langir og þægilegir aflestrar. Í bókinni eru ágætar myndir og prýðileg-
ir uppdrættir. Ritaskráin er gagnleg þeim sem vilja halda áfram og kynna
sér einstök atriði betur. Sama verður sagt um tilvísanaskrána og nánari
umfjöllun Óskars í henni. Þar er drepið á margt forvitnilegt fyrir áhuga-
sama. Bókin má heita fyrsta rækilega ævisaga Snorra á íslensku og Óskar á
þakkir skildar fyrir að hafa ráðist í verkið og lagt í það svo mikla vinnu.
Helgi Þorláksson
Pétur Gunnarsson, ÞÞ Í FÁTÆkTARLANDI. JPV útgáfa 2007. 223 bls.
Tilvísanaskrá.
Pétur Gunnarsson, ÞÞ Í FoRHeIMSkUNARLANDI. JPV útgáfa 2009.
312 bls. Tilvísana-, heimilda- og nafnaskrá.
Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson er gefandi og
skemmtileg lesning. Pétur dregur upp myndir sem erfitt er að losna við úr
höfðinu, jafnvel í langan tíma eftir að lestrinum sleppir. Sumar eru óþægi-
legar (hlandflöskur, yfirfullir hlandkoppar, hægðir og subbulegar upp-
áferðir), aðrar eru hugljúfar, fallegar, jafnvel rómantískar (hvít segl á bláum
haffleti, endurkastið frá jöklinum o.s.frv.). Öll höfundareinkenni Péturs fá
að njóta sín, fyndni sem lætur lítið yfir sér í fyrstu en reynist bæði djúp og
áleitin, frumlegar og stundum viljandi barnalegar spurningar og hug-
leiðingar út frá viðfangsefninu hverju sinni og áhugaverðar vangaveltur
sem settar eru fram af mikilli virðingu fyrir efninu og persónum verksins.
Það er enginn vafi á því að bækurnar tvær, ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í for-
heimskunarlandi, auka hróður beggja höfunda, Þórbergs og Péturs sjálfs.
Það er ekki hlaupið að því að setja niður fyrir sér hverskonar verk ævi-
saga Þórbergs Þórðarsonar er. Hana er tæpast hægt að kalla „hefðbundna“
ævisögu. Þar að auki er spurning hvort tala eigi um hana sem eitt verk.
Bækurnar eru tvær og þótt seinni bókin sé framhald hinnar fyrri eru þær
ekki auðkenndar sem fyrra eða seinna bindi nema í þakkarorðum höfund-
ar í lok seinni bókarinnar. Bindin eru líka ólík og það er greinilegt að Pétur
gengur sjálfur í gegnum þróun eða breytingar meðan á ritun þeirra stend-
ur. Þannig á það líka að vera og eykur á áhrif þeirrar mjög svo persónulegu
nálgunar sem einkennir verkið. Ævisagan er að segja má hefðbundin að því
ritdómar 215
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 215