Saga - 2010, Side 219
tilfelli Þórbergs. Rússneska byltingin, sem hann kallar höfuðviðburð 20.
aldar innar, er þess eðlis að við getum ekki skilið fólk eins og Þórberg eða
hina vinstrisinnuðu menntamannaelítu Íslands um miðja 20. öld nema skilja
hvað hún var í hugum þeirra (bls. 250).
Upplausn þessarar hugsjónar, hvort sem menn horfðust nú í augu við
hana, eins og Halldór gerði að vissu marki, eða alls ekki eins og kristinn e.
Andrésson og Þórbergur Þórðarson, markar upplausn þess hóps fólks sem
hafði orðið til í og í kringum Unuhús og erlend Guðmundsson á þriðja og
fjórða áratugnum. Sovétríkin eru örlagavaldur í íslensku mennta- og menn-
ingarlífi síðustu öld. Pétur dregur þetta ágætlega fram, þótt sem fyrr spyrji
hann spurninganna frekar en að hann svari þeim. Það er reyndar engu líkara
en hann sakni Sovétríkjanna sjálfur í lokakafla bókarinnar: „Með inn -
splundrun Sovétríkjanna var spillt mikilvægri gróðalind auðkýfinganna
bandarísku og þeir urðu að finna sjálfstöku sinni aðrar uppsprettur“ (bls.
251). Sovétríkin eru nokkurskonar grunnur, sameiningarafl sem heldur
menntamannahópnum saman á meðan þeirra nýtur við. Um leið og ímynd-
in fer að gliðna kemur los á liðið.
Það má finna fyrir því í textanum að Pétri finnst mörgum spurningum
ósvarað um sovéthollustuna. Skýring Halldórs Laxness var sú að vinstri
sósíalistar hefðu viljað láta blekkja sig og hafi þess vegna verið blekktir. en
Pétur ýjar að ógnvænlegri skýringu: „hreinsanirnar og terrorinn breytast
nær ævinlega í jákvætt teikn um stærð hildarleiksins“ (bls. 34). og síðar í
umfjöllun um bók kristins e Andréssonar, Enginn er eyland, vitnar hann í
texta bókarinnar þar sem spurt er hvort þeir sem gengu af trúnni hafi orðið
veikgeðja, þegar þeir sáu hvað þurfti til að hrinda hugsjónunum í fram-
kvæmd. „Furðu kaldrifjuð hugleiðing“, skrifar Pétur (bls. 233).
Það er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu af lestri bókarinnar að
margt sé enn á huldu um áhrif og vægi sovéthollustunnar meðal íslenskra
menntamanna. Hvers vegna urðu Sovétríkin svona mikilvæg? Hvers vegna
var svona erfitt fyrir menntamennina að losa sig úr faðmlaginu? Það er ólík-
legt að stöðugar ásakanir um grimmdarverk sovétstjórnarinnar heima fyrir
hafi haft þau áhrif að hrista áhangendur Sovétríkjanna af þeim. Líklegra er
að þegar sovéthollustan varð dragbítur frekar en hitt hafi sumir séð að hún
yrði að víkja. Halldór sá það: Árið 1963 var ekki lengur neitt aðlaðandi við að
vera sovéthollur. Það var bara hallærislegt og gamaldags. kristinn gat ekki
leyft sér þann lúxus að skipta um skoðun gagnvart því ríki sem studdi hann
og þau verkefni sem hann beitti sér fyrir með ráðum og dáð. en Þórbergur:
Hjá honum var þetta þráhyggja.
Það er auðvelt að sjá Þórberg sem tragíska fígúru, ekki síst á síðari hluta
ævinnar, og þar leika Sovétríkin og Margrét Jónsdóttir mikilvæg hlutverk.
Pétur virðist hafa áhuga á að meðhöndla Margréti af sanngirni, leyfa henni
að njóta sannmælis, en það tekst ekki fyllilega. Hún er of mótsagnakennd til
þess. Vinirnir reytast af Þórbergi, hann er á efri árum stöðugt í félagsskap
miklu yngra fólks. Það varpar skemmtilegu ljósi á hann, en það er líka merki
ritdómar 219
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 219