Saga - 2010, Blaðsíða 220
einstæðingsskapar. Undir lokin er hann einn, með sjálfum sér og margvís-
legri þráhyggju sinni.
Þegar upp er staðið er verk Péturs Gunnarssonar bæði aðgengilegt og
læsilegt. Hins vegar vekur það upp spurningar sem erfitt er að sjá að verði
gerð almennileg skil nema í fræðiriti, verki sem væri meira fræðirit en
skáldfræðisaga, þar sem tilraun væri gerð til að rýna í Þórberg og ævi hans,
setja hann í stærra menningarsögulegt samhengi og hugsanlega gera tilraun
til að skýra alla þráhyggjuna, sovéthollustuna þar á meðal.
Jón Ólafsson
Árni Heimir Ingólfsson, JÓN LeIFS — LÍF Í TÓNUM. ÆVISAGA. Mál
og menning. Reykjavík 2009. 472 bls. Myndir, nafnaskrá auk rita- og
tónverkaskrár Jóns Leifs.
ekki er ofsagt á baksíðu kápu þessarar bókar að Jón Leifs hafi verið „einn
merkasti og óvenjulegasti listamaður Íslands á 20. öld“. Líf hans og verk
endurspegla að mörgu leyti þá strauma og stefnur sem ríktu þessa vargöld
heimsstyrjalda og byltinga. Þetta á einkum við í fagurfræðilegum skilningi,
en Jón flæktist einnig inn í hinar pólitísku hræringar með dvöl sinni í
Þýskalandi á tímum nasista. Síðast en ekki síst var hann síðan einhver mest-
ur áhrifamaður á Íslandi í að vinna kjörum og réttindum listamanna fram-
gang.
Ævisaga Árna Heimis er önnur ævisaga Jóns Leifs sem út kemur á und-
anförnum áratug, sú fyrri er eftir Svíann Carl-Gunnar Åhlen og kom út árið
1999. Það var því nauðsynlegt að skoða hana aðeins meðfram lestrinum á
sögu Árna Heimis þótt þetta séu annars mjög ólíkar ævisögur að formi til;
sá síðarnefndi notar miklu fremur þematísk tök og velur sér afmörkuð
viðfangsefni, en Árni Heimir fer dálítið hefðbundnari leið hinnar íslensku
„stórævisögu“, ef svo má kalla, og rekur ævi Jóns Leifs í nokkuð löngu máli
frá fæðingu til dauðadags.
Verk Árna Heimis er engu að síður mjög læsilegt, of læsilegt að mínum
dómi vegna þess að notast er við aftanmálsgreinar í stað neðanmálsgreina,
en þar er vafalaust við útgefanda að sakast sem hangir á þessum ímyndaða
„almenna“ lesanda sem ekki þolir neðanmálsgreinar. Þetta er einhver fælni
sem sennilega er engilsaxnesk að uppruna, en ég hef ítrekað spurt aðra les-
endur um þetta atriði og hafa bæði leikir og lærðir alveg treyst sér til að lesa
bækur á mörkum „alþýðufræðslu“ og fræðirits með neðanmálsgreinum.
Gott væri að hitta þennan „almenna“ lesanda sem útgefendur þekkja svo
gjörla og fá að heyra rök hans eða hennar.
Það sem er best við þessa sögu að mínum dómi er þó sú greining sem
fram fer á tónlistinni. Þetta er ekki auðvelt verk og hefur áreiðanlega verið
ritdómar220
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 220