Saga - 2010, Page 221
vel íhugað; það hefur mátt sjá af nýlegum ævisögum rithöfunda að höf-
undar þeirra hafa stundum veigrað sér við að fara mikið út greiningu verka
höfundanna og einbeitt sér að lífshlaupinu sjálfu. Það er kannski gott og
blessað, en grefur svolítið undan þeim verkum að mínum dómi. Æviverk
listamanna er hluti af ævi þeirra og það þarf að takast á við það í ævisögu
sem á að standa undir nafni.
Árni Heimir gerir þessa greiningu á tónverkunum óhikað; lengi framan
af fellir hann hana inn í frásögnina af ævi Jóns og oft tekst honum mjög vel
að tengja þessa greiningu hugarheimi viðfangsefnis síns eins og hann túlk-
ar það á hverjum tíma. Í raun notar Árni Heimir tónlistargreininguna til að
skýra hugarheim tónskáldsins, eins og hann ímyndar sér hann á hverjum
tíma. Þetta er mjög snjallt og ekkert síðra en að beita einhvers konar sviðs -
setningum eða almennum vangaveltum til að nálgast þá mannveru sem
viðfangsefni ævisöguritara er. Vera kann að ótti bókmenntafræðinga við að
gera þetta stafi af þeirri innprentun sem átt hefur sér stað, að greina beri höf-
und frá verki og persónum þess með ströngum hætti. Undantekning frá
þessu er kannski ævisaga eða greining Þorsteins Þorsteinssonar á ævi og
verkum Sigfúsar Daðasonar í Ljóðhúsi um árið, en hún var líka mjög vel
heppnuð.
Annar kostur við greiningu Árna Heimis er sá að hún er vel skiljanleg
þeim sem ekki hafa innsýn í tónfræði, og ekki er annað að heyra á
sérfræðingum á því sviði að þeim líki þetta einnig. Greiningin verður hins
vegar nokkuð ómarkviss í forminu þegar frá líður, því þá fer Árni Heimir
allt í einu að nota rastagreinar til að skilja hana frá meginmálinu. Mér sýnist
eins og ákvörðunin sé fólgin í því að lengri greiningar séu settar í rasta-
greinar og styttri falli áfram inn í meginmálið, en þó er það ekki einhlítt.
Viðfangsefni Árna Heimis er vissulega ævisagna vert; Jón Leifs er greini-
lega maður sem maður er feginn að hafi verið til, en um leið er maður feginn
að hafa ekki þurft að hafa neitt saman við hann að sælda, svo mikill oflát -
ungur og hrokagikkur sem hann virðist hafa verið. Sú mynd kemur sterkar
fram hjá Árna Heimi en Åhlen þótt vissulega birtist hún einnig hjá hinum
síðarnefnda. Åhlen stillir Jóni hins vegar meira upp í tilteknum aðstæð um
sem gefið er í skyn að skýri að einhverju marki háttsemi hans, en Árni
Heimir rekur það hlutlausar og það verður að vissu marki áhrifaríkara
vegna endurtekningarinnar; margar þurrlegar frásagnir af ofsafengnum
greinum og bréfum Jóns sýna t.d. að lokum hversu sjálfhverfur og mis-
kunnarlaus hann var bæði á vettvangi lista og fjölskyldulífs.
Jón Leifs var að mörgu leyti dæmigerður listamaður 20. aldar, uppfull-
ur af eigin mikilvægi og listarinnar sem leiðandi afls í mannlífinu, en sú
krafa hefur á sér trúarlegan blæ og má rekja til rómantíkurinnar. Greinilegt
verður einnig af lestrinum að Jón Leifs var einkennileg blanda rómantíkers
og módernista. kannski kemur það til af því að hann gat ekki keppt við hina
bestu á sviði módernismans, ekki fremur en í píanóleik eða hljómsveitar-
stjórn. Leit hans í íslenska þjóðlagaarfinn var hins vegar algjörlega í takt við
ritdómar 221
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 221