Saga - 2010, Blaðsíða 223
heppnað og læsilegt; við fáum mynd af manni og tímum sem telja verður
sérstaka, og þótt sú greining hefði getað gengið lengra er greiningin á verk-
um hans í samhengi tíma og persónusögu mikils virði.
Gauti Kristmannsson
Inga Dóra Björnsdóttir, koNA ÞRIGGJA eyJA. ÆVISAGA ÁSU
GUÐMUNDSDÓTTUR WRIGHT. Mál og menning. Reykjavík 2009.
291 bls. Myndir, heimilda-, tilvísana- og nafnaskrá.
Ævi Ásu Guðmundsdóttur Wright var um margt stórbrotin og stormasöm.
eyjarnar þrjár í lífi hennar voru Ísland, þar sem hún var fædd og uppalin,
Bretland, en þar bjó hún í rúm þrjátíu ár, og loks karíbahafseyjan Trínidad,
en þar dvaldi hún síðasta hluta ævinnar og bar þar beinin árið 1971.
Rúmum þrjátíu árum eftir andlát hennar réðst Inga Dóra Björnsdóttir
mannfræðingur í það verkefni að skrifa ævisögu Ásu, en Inga Dóra hefur
verið lunkin að draga fram í dagsljósið merkilegar íslenskar konur sem
bjuggu öll sín fullorðinsár á erlendri grund og áttu þess ekki kost að feta
troðnar slóðir — eða völdu að gera það ekki. konurnar sem Inga Dóra hef-
ur valið að fjalla um eru Ólöf eskimói, en ævisaga hennar kom út árið 2004,
og núna Ása Guðmundsdóttir Wright. Hvorug þeirra eignaðist afkomendur
og var saga beggja að mestu fallin í gleymskunnar dá, þangað til Inga Dóra
skrifaði þær aftur til lífs.
Ása fæddist í Laugardælum í Ölfusi 1892, yngsta dóttir hjónanna Arn -
dísar Jónsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar héraðslæknis. Á æsku- og
uppvaxtarárum Ásu flutti fjölskyldan ítrekað búferlum innanlands, fyrst frá
Laugardælum til Reykjavíkur eftir að faðir hennar lenti í slysi og varð
óvinnufær um hríð. Næst fluttu þau til Stokkseyrar og þaðan til Stykkis -
hólms en þar bjó Ása uns hún sigldi til englands árið 1911, þá nítján ára. Ása
tilheyrði sannarlega efri stétt samfélagsins, en þrátt fyrir það fær maður á
tilfinninguna að einhverskonar ólán vofi yfir, en þunglyndi og önnur veik-
indi lögðust þungt á fjölskylduna og sorgir og áföll knúðu ítrekað dyra.
Frásögnin af æskuárum Ásu og fjölskyldunni á Íslandi fylgir að flestu leyti
hinu hefðbundna formi ævi- og uppvaxtarsagna, en lesendum er þó haldið
í ákveðinni fjarlægð og við komumst aldrei mjög nærri Ásu sjálfri, enda eru
heimildir um þennan hluta sögunnar mestmegnis almennar en ekki pers-
ónuleg gögn frá Ásu sjálfri eða frásagnir samferðamanna.
Nítján ára gömul hleypti Ása svo heimdraganum og sigldi til englands.
Þegar tvö ár voru liðin og kominn tími til að halda heim reyndist hún ekki
tilbúin til þess að hverfa aftur í fásinnið á Íslandi. Hún hóf því hjúkrunar-
nám í London, sem hún lauk reyndar aldrei því í millitíðinni kynntist hún
mannsefni sínu, en á þessum tíma máttu hjúkrunarkonur ekki vera giftar.
ritdómar 223
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 223