Saga - 2010, Qupperneq 231
verið hjá sveitarfélögunum, sem hafa mestu ráðið um framvinduna á hverj-
um stað, en ríkið hefur lagt til hluta framkvæmdafjár, tækniþekkingu og
stóran hluta stjórnsýslunnar“ (bls. 13). Í bókinni er „einkum fengist við
þann þátt sem lýtur að starfsemi ríkisins á vettvangi hafnarframkvæmda
enda er þar mest og lengst samfella“ (bls. 13). Höfundur heldur sig sam-
viskusamlega innan þessa ramma og fyrir vikið ber bókin sterk einkenni
stofnanasögu.
Það hlýtur alltaf að vera álitamál að hve miklu leyti höfundar eiga að
fara út fyrir aðalsögusviðið, en þó verður vart hjá því komist á stundum og
það getur vissulega verið styrkur að gera grein fyrir helstu tengingum
viðfangsefnisins við samfélagið og aðra þætti sem óhjákvæmilega snerta
það. ekki svo að skilja að slíkt skorti algerlega í þessu riti en aðhaldssemin er
fullmikil að mínu mati. Þetta er einkum áberandi í upphafi. Með einum
viðbótarkafla hefði mátt gera þokkalega grein fyrir stöðu hafnamála á land-
inu á síðustu áratugum 19. aldar og í byrjun 20. aldar en þá var mikið um
að vera í þeim málum. Þar kom margt til en hér verður látið nægja að nefna
þrjár ástæður. Í fyrsta lagi fjölgaði verslunarhöfnum mikið eftir að hömlum
var létt af versluninni um miðja 19. öld. Í öðru lagi komu norskir hvalfang-
arar og síldveiðimenn sér upp bækistöðvum á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum og í þriðja lagi hljóp mikill vöxtur í vélbátaútgerð upp úr alda-
mótunum. Reyndar kemur höfundur víða inn á síðastnefnda atriðið, en
heildstæðari umfjöllun um þessa þróun alla hefði verið vel þegin.
Þessi nálgun verður til þess að fjölda hafna allt í kringum landið er í
engu getið. Sums staðar var að vísu lítil sem engin hafnargerð (það á við um
margar löggiltar verslunarhafnir) en annars staðar voru byggðar allmiklar
bryggjur með löndunarbúnaði og húsum, sem í mörgum tilfellum stóðu á
bryggjunum að hluta til eða öllu leyti. Í síðarnefnda hópnum voru t.d.
Sólbakki við Önundarfjörð, Hesteyri í Jökulfjörðum og eyri við Ingólfsfjörð,
allt umsvifamiklar síldarmiðstöðvar á fyrri hluta 20. aldar. einnig er sáralítið
minnst á gríðarmikla uppbyggingu norskra, danskra og íslenskra athafna-
manna á Seyðisfirði, Akureyri, Siglufirði og víðar, en þar byggðu þeir
bryggjur og bólverk sem landsmenn nutu góðs af í áratugi. Um þetta má
m.a. lesa í Silfri hafsins (Nesútgáfan, 2007), þriggja binda ritverki um veiðar
og vinnslu síldar hér á landi, en það rit er ekki að finna í heimildaskrá
Íslenskra hafna og hafnargerðar. Með þessum víðtæku umsvifum hlýtur að
hafa flust til landsins dýrmæt verkþekking í bryggjusmíði og að líkindum
hafa athafnamennirnir haft mikil áhrif á staðarval hafna og hafnarmann-
virkja.
Ríkið og sveitarstjórnir höfðu fremur lítil afskipti af hafnargerð og
bryggju smíði um og upp úr aldamótunum 1900, það breyttist ekki fyrr en
með byggingu Reykjavíkurhafnar á árunum 1913–1917. Höfundur gerir
þessari miklu framkvæmd góð skil, sem og ýmsum hugmyndum sem voru
á kreiki um hafnargerð áður en ráðist var í verkið. Það fer ekki á milli mála
hve mikil áhrif framkvæmdin hafði á vöxt og viðgang Reykjavíkur, það var
ritdómar 231
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 231