Saga - 2010, Page 234
hætti. Umbrotið er látlaust og stílhreint og myndefnið ríkulegt, næstum fjög-
ur hundruð ljósmyndir og uppdrættir. Margar myndanna eru teknar úr lofti
og er það vel, því þannig fæst betri yfirsýn yfir hafnirnar en af jörðu niðri;
t.d. verður þannig auðvelt að átta sig á legu sjóvarnargarða, sem eru orðnir
mikilvægur hluti hafnargerðar. Sáralítið ber á prentvillum og öðrum hnökr-
um. Undirritaður getur ekki stillt sig um að gera eina sérviskulega (og þó
ekki) athugasemd, nefnilega þá að ekkert skuli vera getið um svokallaða
Faxeyrarhöfn í kaflanum um Höfn í Hornafirði. Þar er um að ræða hug-
mynd frá síðasta áratug 20. aldar um gerð hafskipahafnar ásamt miklu
athafna rými rétt fyrir innan innsiglinguna um Hornafjarðarós. Hér var vel
í lagt á mælikvarða staðarins, en hugmyndin byggðist m.a. á því að gera
skemmtiferðaskipum kleift að hafna sig á Hornafirði. Siglingastofnun lagði
í talsverðar rannsóknir í þessu sambandi og gerðar voru teikningar af höfn-
inni (Hornafjarðarós. Rannsóknir á siglingaleið um Hornafjarðarós. Skýrsla um
rannsóknir og tillögur um úrbætur (Siglingastofnun, 2000), kaflar 5, 6 og 8).
Faxeyrarhöfn var umdeild, m.a. vegna mikils kostnaðar, og kannski var það
lán að áformin voru gefin upp á bátinn. en það hefði samt átt að gera grein
fyrir þeim hér, ekki síður en hugmyndum um sumar landshafnir sem aldrei
urðu að veruleika (kafli XIII) og hafnargerð í Skerjafirði (kafli III).
Mest er þó um vert að Íslenskar hafnir og hafnargerð bætir miklu við sögu
íslenskra hafna og hafnamála. Höfundur getur vel við unað og Siglinga -
stofnun á þakkir skildar fyrir að hlúa að sögu stofnunarinnar.
Arnþór Gunnarsson
SAFNAHÚSIÐ 1909–2009 — ÞJÓÐMeNNINGARHÚSIÐ. Ritstjóri
eggert Þór Bernharðsson. Þjóðmenningarhúsið. Reykjavík 2009. 123 bls.
Myndir og uppdrættir.
Útgáfa afmælisrita er öflugri en margur myndi ætla. Á síðasta ári komu út 35
bækur sem skilgreina má sem afmælisrit og í Gegni eru skráð tæplega 1.200
íslensk rit sem teljast til afmælisrita. Það eru því margir sem vilja minnast tíma-
móta einstaklinga, félaga, fyrirtækja eða stofnana með slíkri útgáfu og halda
merki þeirra jafnframt á lofti. oftar en ekki koma sagnfræðingar að þessum rit-
um og því er vert að veita þessari tegund sagnaritunar nokkra athygli.
Á síðasta ári voru liðin 100 ár frá opnun Safnahússins við Hverfisgötu.
Af því tilefni ákvað stjórn Þjóðmenningarhússins (eins og húsið heitir nú)
að minnast tímamótanna með myndarlegum hætti og gefa út afmælisrit.
Húsið skipar ákveðinn sess í hugum margra; það er oft talið með fallegustu
byggingum Reykjavíkur og þar hafa nokkrar kynslóðir sótt heim Þjóðskjala -
safn, Landsbókasafn, Þjóðminjasafn og Náttúrugripasafn en þessi söfn voru
um lengri eða skemmri tíma í húsinu á 20. öld.
ritdómar234
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 234