Saga - 2010, Side 236
hefði „[s]afnahús á grunni hennar … orðið kunnasta og helsta verk hins
fyrsta íslenska arkitekts“ eins og Pétur kemst að orði (bls. 21). Það hefði
gjarnan mátt birta stærri mynd af þessari tillögu svo lesendur gætu betur
gert sér grein fyrir henni. Pétur segir ítarlega frá byggingu og hönnun húss-
ins og rekur ævi helstu manna sem komu að gerð hússins, segir frá erlend-
um fyrirmyndum þess og kemur jafnframt inn á skipulagsmál bæjarins í
upphafi 20. aldar.
Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur skrifar tíu blaðsíðna yfir-
litsgrein um ævi og störf þeirra manna sem hlotið hafa þann virðingarsess
að fá nöfn sín rituð gylltu letri utan á húsið: Ari fróði, Snorri Sturluson,
Guðbrandur Þorláksson biskup, Hallgrímur Pétursson, Jón Halldórsson,
eggert Ólafsson, Jón espólín og Sveinbjörn egilsson. Í inngangsorðum
bendir Þórunn m.a. á að ýmsir hafi viljað fá nöfn fleiri manna letruð á vegg-
ina, svo sem nafn Páls eggerts Ólasonar, en Árni Óla stakk upp á honum í
grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1958. Þá stakk ónafngreindur greinarhöf-
undur upp á nafni Jóns Arasonar í Ingólfi árið 1910, vegna þess að hann
hefði komið fyrstur manna með prentsmiðju til landsins, verið eitt helsta
skáld þjóðarinnar — og barist vasklega gegn ágangi útlendinga á landið
(bls. 37).
Í grein sinni fjallar Guðmundur Hálfdanarson prófessor um hlutverk
hússins í áranna rás og tengir það við þjóðernisumræðu síðustu ára.
Safnahúsið hefur ávallt verið nátengt íslensku þjóðerni og íslenskum bók-
menntaarfi (eins og gefur að skilja), allt frá opnun þess 1909 til dagsins í dag.
Þjóðernisumræðan var þó sérstaklega áberandi árið 2000 þegar húsið fékk
nýtt hlutverk. Fannst mörgum sem hugmyndir stjórnmálamanna um vænt-
anlega nýtingu hússins sem þjóðmenningarhúss væru í litlu samræmi við
sagnfræðirannsóknir síðustu áratuga. Má þar sérstaklega benda á grein
Ólafs Rastrick, sem birtist í Nýrri Sögu árið 2000 og Guðmundur gerir grein
fyrir. Guðmundur telur að þrátt fyrir fyrrnefndar hugmyndir stjórnmála-
manna um hlutverk hússins sem þjóðmenningarhúss, hafi það þróast í þá
átt að vera almennur vettvangur fyrir áhugaverðar sýningar og menningar -
viðburði (bls. 59) og að auki megi líta á húsið sem tákn fyrir fjölbreytt og
jákvæð samskipti Íslands og Danmerkur í aldanna rás (bls. 61).
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt segir frá endurbótum hússins, sem
stóðu frá 1997 til 2000, en þar kemur glöggt í ljós hve umfangsmikið verkið
var og hve mikil áhersla var lögð á að vanda endurbæturnar í hvívetna. Í
greininni bendir Ögmundur á að nauðsynlegt sé að vernda og varðveita
gamlar innréttingar úr skrifstofum og verslunum, en mikil leit var gerð að
húsmunum úr eldri byggingum sem nota mætti í Þjóðmenningarhúsinu.
Í lok bókarinnar eru birtar stuttar kveðjur frá forstöðumönnum þeirra
safna sem hafa verið í húsinu, en þær rita Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala-
vörður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Helgi Torfason
safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, Jón Gunnar ottósson forstjóri Náttúru -
fræðistofnunar Íslands og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Loks
ritdómar236
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 236