Saga - 2010, Page 240
tiltrú fólks og fjárfesta á deCoDe, m.a. vegna fyrirhugaðrar skráningar þess
í bandarísku Nasdaq-kauphöllina.
Áður en að skráningunni á Nasdaq kom sumarið 2000 léku deCoDe-
menn millileik á Íslandi sem auðveldaði fyrirtækinu að festa sig í sessi. Hér
er átt við söluna á hlutabréfum í deCoDe til þúsunda ofurbjartsýnna
Íslendinga, fyrir milligöngu sýndarfyrirtækis í Lúxemborg, að andvirði 70
milljóna bandaríkjadala frá 1998 til 2000. kaupendurnir höfðu í hita umræð -
unnar um gagnagrunninn og hugmyndafræði fyrirtækisins öðlast tröllatrú
á þessu nýja óskabarni þjóðarinnar, barni sem ætlaði sér að verða stórt með
því að gera ómótstæðilega erfða-einsleitni íslensku þjóðarinnar að læknis -
fræðilegri tekjulind. Fagmenn tóku þátt í að magna upp stemninguna, og
t.d. hélt Margeir Pétursson því fram í Morgunblaðinu 1. júlí 1999 að þetta
væri „eitt magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar [hefðu] staðið
frammi fyrir“. Sumir keyptu hlutinn á allt að 65 dali en þegar fyrirtækið fór
á Nasdaq-markaðinn sumarið 2000 fór verðið hæst í tæplega 30 dali, en
lækkaði svo hratt þangað til bréfin urðu nánast verðlaus: Í stað þess að
ávaxta pund sitt ríkulega, uppskáru fæstir Íslendinganna annað en skuldir —
og sumir gjaldþrot. Hinir ógæfusömu geta þó e.t.v. huggað sig við það að
þeir hafi lagt eitthvað af mörkum til að koma fyrirtækinu á legg og skapa
þannig störf fyrir hóp af vísindafólki.
Mike Fortun er menntaður í vísindasagnfræði. Óhætt er að segja að
hann þenji mörk þeirrar fræðigreinar til hins ýtrasta í þessu verki, og það
sem meira er: Hann leitar einnig í smiðju greina eins og mannfræði, menn-
ingarfræði og hagsögu. Hann fer t.a.m. að dæmi mannfræðinga með því að
flétta rannsóknaferðasögunni og upplifunum sínum inn í greininguna, en
hann dvaldi um nokkurt skeið á Íslandi á árunum 1998–2001 til þess að
safna efni í þessa bók. Þannig segir hann frá fundum og viðtölum við nafn-
greinda Íslendinga, en nánustu tengslin hafði hann við Skúla Sigurðsson
vísindasagnfræðing og aðra virka meðlimi í samtökunum Mannvernd.
Fortun notar einnig mikið vefsíðu bandarísku verð bréfa- og kauphallar -
eftirlitsnefndarinnar (U.S. Securities and exchange Commission, eða SeC).
Henni hafði verið komið á fót í kreppunni miklu til að hafa eftirlit með
kauphallarviðskiptum og sporna gegn óheftri spákaupmennsku með hluta-
bréf fyrirtækja á markaði. Af öðrum heimildum sem höfundur notar mætti
nefna bandaríska vefumræðuþræði fyrir fjárfesta og fjölmargar tímarits- og
blaðagreinar. einnig fléttar hann fáeinum íslenskum bókmenntaverkum inn
í greiningu sína, t.a.m. Atómstöðinni og Brekkukots annál eftir Halldór Laxness.
Persónur úr þessum verkum eru látnar stíga fram í bókinni í allmörgum til-
vitnunum. Slíkar tilvitnanir þurfa ekki að koma á óvart því að Promising
Genomics er um leið greining á orðræðu (list); þannig birtist kári Stefánsson
sem sagnamaður með sama hætti og Snorri Sturluson og Laxness.
eitt af einkennum þessarar bókar er að höfundurinn horfir fyrst og
fremst á deCoDe frá alþjóðlegum sjónarhóli. Hann gerir t.d. góða grein
fyrir vísinda- og efnahagslegum uppgangi erfðafræðifyrirtækja, einkum á
ritfregnir240
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 240