Saga - 2010, Page 241
tíunda áratugnum þegar ákveðið æði greip um sig; bólan sem myndaðist
sprakk þó ekki fyrr en eftir aldamótin 2000. Fyrirtækin voru langflest banda-
rísk, eins og deCoDe var í raun alla tíð; það var staðsett í skattaparadísinni
Delaware eins og mörg þessara fyrirtækja. Stærsti einstaki hluthafinn í
deCoDe var lengi vel Hoffmann-La Roche en aðrir umsvifamiklir eigend-
ur voru bandarískir áhættufjárfestar, enda hefur meirihluti stjórnarmanna
fyrirtækisins ætíð verið bandarískur.
Þáttaskil urðu í sögu deCoDes í nóvember 2009 þegar það óskaði eftir
greiðslustöðvun og var selt til bandaríska fyrirtækisins Saga Investments.
Bandarísk yfirvöld staðfestu þau kaup í janúar 2010. Það er því kominn tími
til að gera þessa sögu upp, og þessi bók ætti að verða fræðimönnum hvatn-
ing til slíks. Rétt er að nefna að í bók Guðna Th. Jóhannessonar, Kári í jöt-
unmóð (1999), er gerð góð grein fyrir upphafinu, m.a. deilunum um hinn
miðlæga gagnagrunn. Sú bók kom hins vegar út áður en deCoDe fór á
frjálsan markað og áður en ljóst varð að ófáir Íslendingar myndu tapa miklu
á kaupum hlutabréfa í því. Sú saga er aðeins rakin í bók Steindórs J. erlings -
sonar, Genin okkar (2002), en annars eru það fyrst og fremst blaðamenn sem
hafa fjallað um deCoDe.
Frekari rannsóknir á þessari sögu gætu orðið til þess að varpa ljósi á for-
sögu hruns íslenska fjármálakerfisins haustið 2008. Athygli vekur að sumir
leikendanna voru þeir sömu: Hannes Smárason var aðstoðarforstjóri de -
CoDe á upphafsárum þess, Davíð oddsson forsætisráðherra, Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra og Halldór J. kristjánsson, ráðuneytisstjóri í
iðnaðarráðuneytinu, sáu um að liðka fyrir framgangi gagnagrunnsmálsins
og fyrirtækisins almennt, Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður samdi
frumdrögin að gagnagrunnslögunum fyrir Íe og Jón Steinar Gunnlaugsson
og karl Axelsson sömdu lögfræðiálit fyrir Íe um gagnagrunnsfrumvarpið,
svo dæmi séu tekin. Þessi upptalning gefur til kynna að deCoDe-ævintýrið
hefði þróast öðruvísi ef dyggs stuðnings íslenskra stjórnvalda hefði ekki
notið við. Greining á því hvernig gangvirki vísinda og stjórnmála skarast er
einmitt eitt af meginatriðum þessarar bókar eftir Mike Fortun.
Páll Björnsson
ritfregnir 241
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 241