Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 85

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 85
Data report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2012 og 2012–2013 Oddur Sigurðsson og Bergur Einarsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík; oddur@vedur.is YFIRLIT — Jöklaárið 2012–2013 lagðist í dúr við fyrri ár á þessari öld með hlýindum og var fremur úrkomu- samt. Veturinn lagðist líkt og 2012 snemma að, einkum norðanlands og kom það aftur í veg fyrir mælingar á sumum jökulsporðum. Athugasemdir og viðaukar Ófært var til mælinga á 8 stöðum vegna vatns, aurs eða snævar og átti þar hausthret á Norðurlandi aftur drjúgan hlut að máli. Á 37 stöðum telst jökulsporð- urinn hafa styst, einn sporður hefur staðið í stað og einn sporður hefur gengið fram. Sem fyrri daginn er það Heinabergsjökull sem gengur fram en bara suð- urhluti hans. Norðurhluti sporðsins styttist hins vegar um hartnær kílómetra. Sporðurinn flýtur í lóni en það gerir breytingar á sporðinum lítt útreiknanlegar. Drangajökull Kaldalónsjökull – Snjór liggur yfir sporðinum svo að mæling fæst ekki enda vetrarsnjóþyngsli óvenju- leg norðan Djúps, samanber að sáralítið sást á gamla dökka jökulfláka á Kaldalónsjökli í haust. Í pistli Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í október 2013 stendur eftirfarandi: „Síðasti vetur byrjaði með látum, því allar þrjár fyrstu helgarnar í nóvember gerði aftaka bleytuhríð- ar, sem höfðu í för með sér svellalög svo ógnvæn- leg af fara verður aftur til kaláranna 1964–1968 til samjöfnunar. 29. desember gerði aftakastórhríð með feikna fannburði og gerðist þá sá einstæði atburður á Laugalandi hér handan Selár að þrjú hross fennti við bæjarvegginn og voru þau köfnuð þegar upp stytti og að var komið. Góða hláku gerði síðustu viku febrúar og fyrstu viku mars og tók þá svell nokkuð, en miklar kal- skemmdir voru engu að síður staðreynd hér á Skjald- fannardalsbæjum. Ekkert vor var, bara vetur til maíloka, þá brá til hinnar bestu sumartíðar og mátti ekki seinna vera, bæði fyrir sauð- og mannskepnur. Rigndi eftir þörfum í júní og til miðs júlí og spruttu þau tún sem það gátu. Heyskapartíð einstök þær þrjár vikur sem þurfti til þeirrar iðju. Síðan þornaði varla af steini til septemberloka. Fyrstu þrjár vikur október alþurrar og haustið fær því afbragðs eftirmæli. Dilkar vænir, meðaltal 21,10 kg og heimtur góð- ar. Silungsveiði í Selá þverrandi en laxgengd eykst. Berjaspretta sein og lítil vegna vorskorts og síðsum- arshráslaga. Fuglalíf í lagi, en varla þverfótað fyrir tófu er hausta tók. Rjúpa sést nú aðeins en þolir enga veiði fyrr en búið er að taka betur í hnakkadrambið á rebba. Músastofninn er að braggast en vantar mikið á fyrri hæðir. Skjaldfönn mikil og þykk svo og fannir með öllum dalbrúnum móti suðri og hjöllum á fjall- inu. Mun þurfa marga snjólétta vetur og hlý sumur til að uppræta þær á ný.“ Reykjarfjarðarjökull – Sporðurinn er lítið sprunginn og orðinn mjög flatur. Þröstur lýsir gönguferð yfir Drangajökul úr Kaldalóni: „Reykjarfjarðarmegin komumst við lengra niður á skíðunum en í fyrra svo gangan niður jökulísinn var ekki nema um kílómetri.... Þó að mælingin gefi óbreytta stöðu er ljóst að sporðurinn er að láta undan. Hann er orðinn flatari en áður og aðeins sprungur næst útfalli á jökulánni (sjá ljósmynd). Í sumar hefur ver- ið töluverður snjór við sporðinn og voru síðustu leifar hans enn er við mældum. JÖKULL No. 64, 2014 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.