Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 85
Data report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2012 og 2012–2013
Oddur Sigurðsson og Bergur Einarsson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík; oddur@vedur.is
YFIRLIT — Jöklaárið 2012–2013 lagðist í dúr við fyrri ár á þessari öld með hlýindum og var fremur úrkomu-
samt. Veturinn lagðist líkt og 2012 snemma að, einkum norðanlands og kom það aftur í veg fyrir mælingar á
sumum jökulsporðum.
Athugasemdir og viðaukar
Ófært var til mælinga á 8 stöðum vegna vatns, aurs
eða snævar og átti þar hausthret á Norðurlandi aftur
drjúgan hlut að máli. Á 37 stöðum telst jökulsporð-
urinn hafa styst, einn sporður hefur staðið í stað og
einn sporður hefur gengið fram. Sem fyrri daginn er
það Heinabergsjökull sem gengur fram en bara suð-
urhluti hans. Norðurhluti sporðsins styttist hins vegar
um hartnær kílómetra. Sporðurinn flýtur í lóni en það
gerir breytingar á sporðinum lítt útreiknanlegar.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Snjór liggur yfir sporðinum svo
að mæling fæst ekki enda vetrarsnjóþyngsli óvenju-
leg norðan Djúps, samanber að sáralítið sást á gamla
dökka jökulfláka á Kaldalónsjökli í haust. Í pistli
Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í október 2013
stendur eftirfarandi:
„Síðasti vetur byrjaði með látum, því allar þrjár
fyrstu helgarnar í nóvember gerði aftaka bleytuhríð-
ar, sem höfðu í för með sér svellalög svo ógnvæn-
leg af fara verður aftur til kaláranna 1964–1968 til
samjöfnunar. 29. desember gerði aftakastórhríð með
feikna fannburði og gerðist þá sá einstæði atburður á
Laugalandi hér handan Selár að þrjú hross fennti við
bæjarvegginn og voru þau köfnuð þegar upp stytti og
að var komið.
Góða hláku gerði síðustu viku febrúar og fyrstu
viku mars og tók þá svell nokkuð, en miklar kal-
skemmdir voru engu að síður staðreynd hér á Skjald-
fannardalsbæjum. Ekkert vor var, bara vetur til
maíloka, þá brá til hinnar bestu sumartíðar og mátti
ekki seinna vera, bæði fyrir sauð- og mannskepnur.
Rigndi eftir þörfum í júní og til miðs júlí og spruttu
þau tún sem það gátu. Heyskapartíð einstök þær þrjár
vikur sem þurfti til þeirrar iðju. Síðan þornaði varla
af steini til septemberloka. Fyrstu þrjár vikur október
alþurrar og haustið fær því afbragðs eftirmæli.
Dilkar vænir, meðaltal 21,10 kg og heimtur góð-
ar. Silungsveiði í Selá þverrandi en laxgengd eykst.
Berjaspretta sein og lítil vegna vorskorts og síðsum-
arshráslaga. Fuglalíf í lagi, en varla þverfótað fyrir
tófu er hausta tók. Rjúpa sést nú aðeins en þolir enga
veiði fyrr en búið er að taka betur í hnakkadrambið á
rebba. Músastofninn er að braggast en vantar mikið á
fyrri hæðir. Skjaldfönn mikil og þykk svo og fannir
með öllum dalbrúnum móti suðri og hjöllum á fjall-
inu. Mun þurfa marga snjólétta vetur og hlý sumur til
að uppræta þær á ný.“
Reykjarfjarðarjökull – Sporðurinn er lítið sprunginn
og orðinn mjög flatur. Þröstur lýsir gönguferð yfir
Drangajökul úr Kaldalóni:
„Reykjarfjarðarmegin komumst við lengra niður
á skíðunum en í fyrra svo gangan niður jökulísinn
var ekki nema um kílómetri.... Þó að mælingin gefi
óbreytta stöðu er ljóst að sporðurinn er að láta undan.
Hann er orðinn flatari en áður og aðeins sprungur næst
útfalli á jökulánni (sjá ljósmynd). Í sumar hefur ver-
ið töluverður snjór við sporðinn og voru síðustu leifar
hans enn er við mældum.
JÖKULL No. 64, 2014 85