Jökull


Jökull - 01.01.2014, Síða 113

Jökull - 01.01.2014, Síða 113
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun sem samgönguleið milli landsfjórðunga, rétt eins og Sprengisandur og Kjalvegur.“ – Þess má geta að árið 1670 taldi Brynjólfur biskup Sveinsson (Saga Ísl. VII, s. 100) að vikuferð væri úr Skálholti um Sprengisand norður í Öxarfjörð. En nú er komið að þætti Austfirðinga í lok 18. aldar við að kynna sér staðhætti norðan jök- uls. Þann 3. september 1794 voru þrír menn stadd- ir í norðvesturhlíðum Snæfells í björtu veðri en af- taka hvassviðri og horfa þaðan vestur með norð- urrönd Vatnajökuls. Þetta voru Sveinn Pálsson með fylgdarmönnum, Fljótsdælingunum Guttormi Páls- syni (1775–1860), stúdent úr Skálholtsskóla, og mági hans Pétri Brynjólfssyni (1772–1798) frá Brekku í Fljótsdal, sem var „mesti atgjörvismaður og hafði menntað sig sjálfur“ (Þorvaldur Thoroddssen, 1902, s. 129). Fékkst hann m.a. við silfursmíði. Pétur hafði fyrr um sumarið 1794 fyrir hvatningu Stefáns Thorar- ensen amtmanns farið frá Brú á Jökuldal vestur með jökulrönd að Kiðagili í leit að færum vegi. Gaf hann Sveini glögga lýsingu á staðháttum. Í Ferðabókinni (s. 474) segir Sveinn: „Leitin að þessum vegi, sem greidd var af opinberu fé, varð til þess, að Fljótsdæl- ingurinn Pétur Brynjólfsson, sonur fjórðungslæknis- ins austur þar, ungur maður og röskur, fann alveg nýja og beina leið, ofar og nær jöklinum, yfir öræfi þessi að oftnefndu Kiðagili. Ég á þessum ágæta og efnilega unga manni að þakka alla þá vitneskju, sem ég hef fengið um svæðið norðan Klofajökuls.“ Í Ferðabók Sveins fylgir síðan eftir forsögn Péturs stutt lýsing á leiðinni frá Brú á Jökuldal upp á Þorláks- mýrar, vestur yfir Kverká og suðvestur um Kverkár- rana, yfir Kreppu og Kverkfjallarana og tíu kvíslar Jökulsár á Fjalli og áfram „norður fyrir fjallið Dyngju [Trölladyngju], yfir Skjálfandafljót að Kiðagili þar sem menn hafa annan áfangastað.“ - Öðru sinni, árið 1797, fór Pétur Brynjólfsson þessa leið ásamt Guttormi Þorsteinssyni (1774–1848) síðar presti á Hofi í Vopnafirði, sem var „mikill maður vexti og hraustur“ (Páll Eggert Ólason, 1951, s. 226). Pét- ur varð hins vegar ekki gamall, drukknaði í Beru- firði sumarið 1798 (Halldór Stefánsson, 1958, s. 328– 330). Frásögn um ferð þeirra Péturs og Guttorms er að finna í bréfi þess síðarnefnda til Páls Þórð- arsonar Melsteðs sýslumanns á Ketilsstöðum, dags. á Hofi 21. apríl 1832 (Lbs. 147 fol. a.), þ.e. ári eftir stofnun Fjallavegafélagsins. Ábending um bréf þetta sem og uppskrift þess er fengin frá Sveinbirni Rafns- syni sagnfræðingi. Upphaf bréfsins er svohljóðandi: „Veleðla! Hæstvirti elskulegi herra sýslumaður! Ég heyri nú sagt, að ferð muni falla strax eftir hátíðina [páskar voru 22. apríl 1832] austur á Völlur og dettur mér þá í hug, að mál muni komið að svara einhvörju yðar heiðraða góða bréfi af 1ta febrúar þessa árs, - sem í stysta máta verður hér um bil þetta. - Eins og þér segið fékk ég í vetur bréf frá Jústitsráði Thoraren- sen áhrærandi að styrkja málefni Fjallvegafélagsins, og um fyrirætlun þess, að leggja veg hingað austur á fjalla- eður jöklabaki. - Ég tók dauflega undir það fyrra, þar mér fannst ég lítið í færum til þess, og þar búinn að gjöra tilraun í því falli; - en um plan þetta, sagði ég hönum meiningu mína jafnvel þótt hann ei óskaði þess. - (:er ég því heldur þóttist geta gjört, og eiga að gjöra, sem ég er einn lífs af þeim sem þennan veg - að miklu leyti - fóru með Pétri heitnum Brynjólfs- syni 1797:) og resultatið varð aldeilis það sama hjá mér og yður, nefnilega ég réði frá, til þess að þenkja, en áleit þarfaverk að Sprengisandur væri varðaður, eður pelaður, og glögg merki sett upp við Sóleyjar- höfðavaðið á Þjórsá, sem er allgott, en áin oft slæm í kvíslunum upp undir Arnarfellsjökli, og ófært að fara hérmeginn ofan með Þjórsá á Rangárvelli því Túná kemur þar fyrir sem sjaldan eður aldrei er reið; en hinumeginn er ekkert vatn ofan í Hreppa, nema Dalsá, sem er bæði skaplega vatnsmikil og hefir gott vað. - Hlálega gekk með sakir félags þessa eftir að Amtmað- ur var kominn í spilið fyrir norðan, sem bæði i obj- ektiv og subjektiv tilliti er illa farið, og sama hefði líklega orðið tilfellið hér,“ Eins og fram kemur í þessu bréfi Guttorms hafði nýstofnað Fjallvegafélag þegar hér var komið sögu tekið upp þráðinn frá því fyrir aldamótin 1800 um frekari könnun á ferðaleið norðan Vatnajökuls. Bjarni Thorarensen amtmaður, forgöngumaður fé- lagsins, sneri sér til Páls Melsteðs sýslumanns með tilmælum um að hann fengi menn til að kanna leið þessa gegn þóknun. Þann 13da janúar 1834 skrifaði sýslumaður alllangt bréf til Bjarna amtmanns og segir þar í upphafi (Þjóðskjalasafn. Skjalasafn Árna Thor- steinssonar um Fjallvegafélagið 1831–1835): „Eftir JÖKULL No. 64, 2014 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.