Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 103
Umbrot tengd Bárðarbungu og Grímsvötnum á 19. öld.
þetta væri. En eftir stefnu að dæma hefir verið ætlað,
að það mundi norðvestan við Vatnajökul eða norðan
við Tungnafjallsjökul. Þann 10. þessa mánaðar fór-
um við nokkurir Laxdælir austur á Reykjaheiði að rýja
geldfé. Var þá reykjarmökk ógurlegann að sjá í suðri.
Sögðu þeir, er kunnugir voru, að hann mundi nálægt
Trölladyngju....Það var í sólarupprás, er við komum
upp á hnjúkinn [Gustahnjúkur er syðst í Lambafjöll-
um]; var þar andsvalt mjög uppi, en fagurt um að lit-
ast, og útsýni hið tignarlegasta. Þaðan sést yfir öll
nærliggjandi héruð... Engan reyk var að sjá, er við
komum upp, og þótti oss ilt, ef ferð vor yrði eigi til
neins fróðleiks. En brátt sáum við, að Skollinn sá
hinn mikli var fullur úlfúðar. Tveir reykjarstrókar tóku
að hefja sig upp úr Vatnajökli, og var all-skamt milli
þeirra; annar var nokkuru minni en báðir þó miklir.
Reykurinn steig hátt í loft, þar til er hlé nokkurt varð
á gosinu. Leið svo lítil stund uns aftur tók að gjósa.
Meðan við sáum, gaus eigi nema litla stund í senn og
liðu nærfelt 4 mínútur á milli. Eigi var mökkur þessi
nær því svo mikill og sá, er við sáum hið fyrra sinn.
Hefir hann sést sem svartur skýflóki langa hríð í senn,
jafnvel dögum saman jafnmikill. Reykurinn kom upp
austanvert á bungu þeirri, sem er vestan til á Vatna-
jökli. En síðar var hægt að greina, hve sunnarlega
hann var. Eigi hefir orðið vart við ösku hér um slóð-
ir, en hlaup hafa komið í vetur í Jökulsá á Fjöllum
og Skjálfandafljót og hefur það þótt benda til þess, að
eldur myndi uppi í Vatnajökli, enda er það nú ekki
lengur vafamál.“
Ofangreind lýsing og miðið sem hún gefur hafa
ekki verið tekin með í mati á staðsetningu gossins. Af
miðinu má ráða að gosið hefur verið austan Bárðar-
bungu og vestan Grímsvatna, í um 150 km fjarlægð
frá útsýnisstaðnum. Stefnan samræmist miðum Árna
prófasts á Skútustöðum, skammt vestan við Sellanda-
fjall og yfir miðja Trölladyngju, sem og miði Hann-
esar á Núpsstað (24. mynd í S.Þ., 1974) sem skerast
norðan Grímsvatna. Önnur mið skerast við Þórðar-
hyrnu. Sigurður Þór. (1974) telur að gosið hafi ná-
lægt Þórðarhyrnu 1903, m.a. með tilvísan til Skeiðará-
rhlaupsins, sem fylgdi þessu gosi, en það flæddi hærra
á vestursandinum en nokkuð annað hlaup sem Hannes
á Núpstað upplifði. Haukur Jóhannesson (1983) telur
að eldgosið 1903 sé mesta Grímsvatnagosið á 20. öld.
Stórhlaup í Skeiðará, Skjálfandafljóti og Jök-
ulsá á Fjöllum verða vegna eldgosa innan vatnasviða
þeirra (1. og 4. mynd). Eldgos í norðvesturbrún Bárð-
arbungu valda hlaupum í Skjálfandafljóti og eldgos
í norðaustur-, austur- og suðausturjaðri bungunnar
hlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Eldgos í vesturjaðri
bungunnar valda hlaupum í Köldukvísl og eldgos í
suðurbrúninni geta veitt bræðsluvatni til Grímsvatna.
Draga verður þá ályktun að eldgosin 1902 og 1903
hafi átt upptök á fleiri en einum stað við rætur Bárðar-
bungu og norðanverð Grímsvötn.
NIÐURLAG
Aukið eftirlit með jarðskjálftavirkni og aflögun meg-
ineldstöðva Íslands hefur stóraukið skilning vísinda-
manna á uppsöfnun kviku í grunnstæð kvikuhólf og
hegðun kvikuganga. Sú reynsla varpar nýju ljósi á
sambærilega atburði í fortíðinni. Með sama hætti og
kvikuhlaup Kröfluelda gáfu vísindamönnum innsýn
í eðli eldsumbrota í Öskju 1875 og kvikuhlaup það-
an til norðurs í Sveinagjá, veitti Gjálpargosið norðan
Grímsvatna haustið 1996 nýja sýn á eðli eldsumbrota
í Vatnajökli fyrr á tímum. Enginn gat séð það fyr-
ir að eldgos norðan Grímsvatna gætu átt rætur sínar
að rekja til Bárðarbungu en skjálftavirkni í öskjurima
hennar og færsla skjálftanna til suðurs í aðdraganda
Gjálpargossins (Páll Einarsson og fl., 1997) gaf ótví-
rætt til kynna að kvikugangur til suðurs frá Bárðar-
bungu hefði hleypt gosinu af stað.
Telja verður líklegt að stóru nítjándualdar jökul-
hlaupin 1838, 1852, 1861, 1867, 1892 og 1903 tengist
öll eldvirkni innan vatnasviðs Grímsvatna með svip-
uðum hætti og eldgosin 1938 og 1996. Leiða má lík-
um að svo hafi einnig verið 1934.
Saga eldfallavöktunar á Íslandi er ekki löng en
jarðskjálftamælingar síðustu áratuga sýna að skjálfta-
virkni megineldstöðva Vatnajökuls er sveiflukennd
(5. mynd). Skjálftavirkni svæðisins hefur farið vax-
andi frá 2002–2003. Þegar virknin eykst í Bárðar-
bungu vex hún einnig við Kistufell, Tungnafellsjök-
ul og í Kverkfjöllum. Einnig virðast tengsl á milli
skjálftavirkni í Grímsvötnum og á Lokahrygg, stund-
um í takt við Bárðarbungu. Skjálftavirkni í Bárðar-
bungu, við Kistufell, á Lokahrygg og við Herðubreið-
artögl fór vaxandi í aðdraganda Gjálpargossins í sept-
JÖKULL No. 64, 2014 103