Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 92
Bryndís Brandsdóttir og Finnur Pálsson
1. mynd. Kort af eldstöðvakerfum undir Vatnajökli samkvæmt Páli Einarssyni og Kristjáni Sæmundssyni (1987). Rauðu
rammarnir sýna staðsetningu 4. myndar. Vatnaskil Köldukvíslar (KKV), Skjálfandafljóts (SKFL), Jökulsár á Fjöllum (JFJ)
og Grímsvatna, eins og þau voru árið 2010, eru afmörkuð með lillabláum línum. – A tectonic map of the Vatnajökull region
and Iceland (inset) by Einarsson and Sæmundsson (1987). The red frame shows the location of Figure 4. Glacier water
divides of major rivers from Bárðarbunga and the Grímsvötn reservoir, as they were in 2010, are marked by purple lines.
var allur hallandinn á norðvestur bungu jökulfjalls-
ins alsettur brunahrauns æðum og hryggjum.... Þeg-
ar við komum upp undir jökulfönnina, sáum við bera
við lopt svartan klett eins og kistu (Björn kallaði hann
Kistuna). Upp hjá honum stefndum við og sneiddum
hjarnfönnina allavegu, gengum og teymdum hestana.
Var bezta færi og hvergi blájökull. Þegar upp kom tók
þar við brattur hjarnfláki, sem hraundrangar standa
upp úr hingað og þangað. Þarna riðum við og stefnd-
um æði lengi í suðaustur. Þangað sem við komum á
víða sjónarhæð, þaðan sem bezt var að líta yfir landið
norðvestur, norður og austur. Þarna er sjónarhæðin
sem jeg ætlaði að minnast á, hvað þaðan er að sjá.
Til að lýsa því allranæsta vel ætla jeg þó að halda
áfram ferðinni í bráð með landmælinga meistaranum,
alla leið austur jökulinn, niður af honum vestan við
Kistufjall (það kallaði Björn þá Reykjarfjall, því ár-
inu áður sá hann reyk upp úr jöklinum inn af því), og
austur á Jökulsár sanda til Kverkfjalla rana. Þarna
af sjónarhæðinni sjer eins og jeg sagði fyrr, norður
af austur og norðvestur. Vestur sjer að eins Tungna-
fells og Arnarfells jökla í nánd, en hærri bungur á
Vatnajökli hylja sjón suður og suðvestur. Innar á jök-
ulinn máttum við eigi fara, því þá dróg norðurbungan
undir sig Trölladyngju, Ódáðahraun og margt fleira
sem við vildum sjá af jöklinum. Á öllum þessum norð-
vestur fláka jökulsins, sjer þess nóg merki, að fjallið
undir hefir gosið í fornöld ferlegum hraunflóðum, sem
92 JÖKULL No. 64, 2014