Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 109

Jökull - 01.01.2014, Page 109
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun 1. mynd. Kort af Íslandi eignað Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, gefið út af Hollendingnum Orteliusi árið 1590, en upphaflega stungið í eir fimm árum fyrr. Landsbókasafn - Háskólabókasafn. – A map of Iceland from 1590. Vatnajökull is not visible. Grímsvötn og Grímsvatnajökull Vatnajökull er nú á samdráttarskeiði og því er spáð að hann gæti um miðja öldina hafa misst fjórð- ung af núverandi rúmmáli og innan 200 ára verði aðeins eftir jökull á hæstu fjöllum eins og Öræfa- jökli, Bárðarbungu og Kverkfjöllum (Helgi Björns- son, 2009, s. 373). Þessi mikli freri var lengst af Íslandssögunni fjarlægur valdamiðstöðum hérlendis, hvort sem litið er til biskupsstóla eða núverandi höf- uðstaðar. Þetta endurspeglast vel á landakorti Guð- brands biskups Þorlákssonar frá árinu 1590 þar sem enginn jökull er sýndur og nafngreindur á austur- helmingi landsins og er Austlendingafjórðungur að sama skapi kviðdreginn, (1. mynd). Aðrir meginjökl- ar landsins eru þar hins vegar sýnilegir og nafngreind- ir, sumpart með tveimur nöfnum eins og Arnarfells- jökull og Sandjökull sem hlutar núverandi Hofsjökuls. Á kortinu er ekki einu sinni að finna heitin Austur- fjöll eða Austurjökla, sem víða er vísað til í annál- um og þá oft í tengslum við eldsuppkomu. Um 1600 og síðar ber Grímsvötn hins vegar alloft á góma sem eldstöð. Í bréfi Ólafs Einarssonar heyrara í Skálholti, síðar prests í Kirkjubæ á Héraði, og talið er frá ár- inu 1598, segir frá „hreint út sagt yfirnáttúrulegri elds uppkomu, sem úr stöðuvötnum þeim... er á voru máli kallast Grímsvötn, þeytti upp hærra hæstu fjöll- um og með ógurlegum krafti og brestum, ógrynnum af brunnum vikri og sandi...“. (Þorvaldur Thorodd- sen, 1925) Þetta mun vera fyrsta þekkta heimildin um Grímsvatnanafnið sem síðan kemur ítrekað fyrir í ritum 17. aldar, m.a. hjá Gísla Oddssyni sem hefur það eftir Brandi Péturssyni Mýrdælingi árið 1629 „að í austurfjöllum við Grímsvötn hafi brotist upp eld- ur með eimyrju, vikri og brunagrjóti, [og] vatnsflóð flætt yfir Breiðamerkursand og Skeiðarársand (meira en fimm stórar rastir) og svipt skepnur haga“. Hafi farist í flóðinu maður bláfátækur, kona hans og nokk- ur börn, en önnur fjölskylda hafi komist af heilu og höldnu eftir fimm daga dvöl á auðri sandeyri. JÖKULL No. 64, 2014 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.