Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 109
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun
1. mynd. Kort af Íslandi eignað Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, gefið út af Hollendingnum Orteliusi árið
1590, en upphaflega stungið í eir fimm árum fyrr. Landsbókasafn - Háskólabókasafn. – A map of Iceland from
1590. Vatnajökull is not visible.
Grímsvötn og Grímsvatnajökull
Vatnajökull er nú á samdráttarskeiði og því er spáð
að hann gæti um miðja öldina hafa misst fjórð-
ung af núverandi rúmmáli og innan 200 ára verði
aðeins eftir jökull á hæstu fjöllum eins og Öræfa-
jökli, Bárðarbungu og Kverkfjöllum (Helgi Björns-
son, 2009, s. 373). Þessi mikli freri var lengst af
Íslandssögunni fjarlægur valdamiðstöðum hérlendis,
hvort sem litið er til biskupsstóla eða núverandi höf-
uðstaðar. Þetta endurspeglast vel á landakorti Guð-
brands biskups Þorlákssonar frá árinu 1590 þar sem
enginn jökull er sýndur og nafngreindur á austur-
helmingi landsins og er Austlendingafjórðungur að
sama skapi kviðdreginn, (1. mynd). Aðrir meginjökl-
ar landsins eru þar hins vegar sýnilegir og nafngreind-
ir, sumpart með tveimur nöfnum eins og Arnarfells-
jökull og Sandjökull sem hlutar núverandi Hofsjökuls.
Á kortinu er ekki einu sinni að finna heitin Austur-
fjöll eða Austurjökla, sem víða er vísað til í annál-
um og þá oft í tengslum við eldsuppkomu. Um 1600
og síðar ber Grímsvötn hins vegar alloft á góma sem
eldstöð. Í bréfi Ólafs Einarssonar heyrara í Skálholti,
síðar prests í Kirkjubæ á Héraði, og talið er frá ár-
inu 1598, segir frá „hreint út sagt yfirnáttúrulegri
elds uppkomu, sem úr stöðuvötnum þeim... er á voru
máli kallast Grímsvötn, þeytti upp hærra hæstu fjöll-
um og með ógurlegum krafti og brestum, ógrynnum
af brunnum vikri og sandi...“. (Þorvaldur Thorodd-
sen, 1925) Þetta mun vera fyrsta þekkta heimildin
um Grímsvatnanafnið sem síðan kemur ítrekað fyrir
í ritum 17. aldar, m.a. hjá Gísla Oddssyni sem hefur
það eftir Brandi Péturssyni Mýrdælingi árið 1629 „að
í austurfjöllum við Grímsvötn hafi brotist upp eld-
ur með eimyrju, vikri og brunagrjóti, [og] vatnsflóð
flætt yfir Breiðamerkursand og Skeiðarársand (meira
en fimm stórar rastir) og svipt skepnur haga“. Hafi
farist í flóðinu maður bláfátækur, kona hans og nokk-
ur börn, en önnur fjölskylda hafi komist af heilu og
höldnu eftir fimm daga dvöl á auðri sandeyri.
JÖKULL No. 64, 2014 109