Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 133
Klifin Herðubreið
ninety miles along a river, traversed for the first time
by a white man, also taking many photographs.
From Hunafjordu I started for Greenland to see if I
could hear anything concerning the Jeannette. On the
way I met some fishermen who satisfied me concern-
ing this. Last winter was the severest ever known in
Greenland and Iceland, and the ice did not melt dur-
ing the summer sufficiently to allow it to come down
as it usually does. This had some advantages, for my
ship could go much farther North than ever before;
but if the Jeannette was frozen in the ice last fall it is
doubtless there now. Satisfied that I could hear noth-
ing more definite concerning that ship we returned to
Iceland and continued our travels there. Here too, the
game, dogs, horses and sheep have died in great quan-
tities from lack of verdure. The population of Iceland
is being constantly crowded out toward the coast. You
cannot find a hut thirty miles from the coast in any di-
rection. It is safe to say from present appearances that
within fifty years the entire island will be depopulated.
They are moving out. A curious feature of the depop-
ulation is the taking of the Icelandic girls to Utah. I
convinced many of them that they would soon regret
their coming to America to become polygamous. The
bishops of that sect are using great influence to bear
upon the women, and succeed in getting many to em-
igrate.
My report to the Geographical Society will be
given in a lecture during the coming winter after I
have made a map of Iceland, based upon personal
observations, especially concerning Herdubried and
Sprengisoude, literally „bursting sands“ a desert ex-
tending across the island from north to south which
is full of boulders, evidently of glacial origin; and I
made many observations concerning the movement of
glaciers which will appear at a later time. I also at-
tended the Geographical Congress at Venice on my
way home“.
FERÐ LEE HOWARD TIL ÍSLANDS 1881
Lee Howard kom til Íslands 1881. Amund Helland
(1883) skrifar að þá um sumarið (þ.e. 1881) hafi hann
hitt amerískan stúdent, Lee Howard, við Mývatn. Sá
ætlaði suður Sprengisand eins og hann, og hafði orð-
ið sér út um leiðsögumann sem ekki var auðvelt, því
að fáir voru kunnugir þeirri leið. Sammæltust þeir um
að verða samferða suður að upptakakvíslum Þjórsár.
Þaðan myndi Lee Howard fara venjulega leið suður að
Stóranúpi og Geysi, en þeir hinir (Helland, Andreas
Hansen, aðstoðarmaður hans og Gísli Eiríksson póst-
ur) halda suður í Skaftafellssýslu, til þess helst að
komast í nánd við Lakagíga. Gísli póstur hafði fylgt
Helland neðan af Austfjörðum til Mývatns, en var
ókunnugur Sprengisandi. Lagt var upp í öræfaferð-
ina með tuttugu hesta frá Mýri í Bárðardal þann 20.
júlí. Um kvöldið náðu þeir í Kiðagil. Helland get-
ur þess að þá um kvöldið hafi sá ameríski komið í
tjaldið til þeirra og kennt þeim póker, vinsælt amer-
ískt spil. Þeir reyndust góðir nemendur og unnu af
honum nokkrar krónur. Helland talar vel um Björn
Gunnlaugsson og kort hans, en dregur ekkert undan
þegar kemur að ónákvæmni þess á ferðaleiðinni, enda
lentu þeir félagar ofan í Landsveit, því að þeir héldu
Heklu vera Herðubreið á Skaftártunguafrétti, hafa lík-
lega talið að sú Herðubreið væri mikið fjall eins og hin
norðan jökla. Vart verður korti Björns kennt um villu
þeirra, því að þar munar næstum 90 gráðum á stefnu.
Þess er ekki getið hversu marga menn Lee Howard
hafði með sér auk leiðsögumannsins.
John Coles greinir svo frá í bók sinni (1882) að
þeir félagar hafi hitt Ameríkumann þá nýkomnir til
Reykjavíkur í ágúst þetta sumar. Sá gaf svo ljós-
lifandi lýsingu á háskalegum svaðilförum sínum og
fjallaklifri að bókarhöfundi leist helst þannig á að ferð
um miðlandsöræfin útheimti auk eigin færni að mað-
ur gæti klifrað eins og api og synt sem fiskur. Hon-
um þótti leitt að ekki skyldi sagt frá uppgöngunni á
Herðubreið, sem birtist í N.Y. Tribune og hann las
seinna í Weekly Detroit Free Press. Hann taldi sig
ekki geta lýst því óviðjafnanlega afreki með eigin orð-
um, en tók upp í bók sína smákafla um aðferðina
ef gagnaðist meðlimum Alpaklúbbsins. Með kurteis-
legri hæðni fór hann nokkrum orðum um þetta ein-
stæða afrek og fyrirhyggju við undirbúning.
Lee Howard fæddist 1860. Í Who’s Who in
America 1903 er hann sagður læknir (sérgrein tauga-
sjúkdómar) og rithöfundur. Fyrir tvítugt var hann tvö
ár á hvalveiðum og síðar annar háseti (second mate)
á skipi til Suður Afríku. Fór til Íslands 1880 og
1881. Fréttaritari (Special correspondent) og leiðara-
JÖKULL No. 64, 2014 133