Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 86

Jökull - 01.01.2014, Page 86
Oddur Sigurðsson og Bergur Einarsson Reykjarfjarðarjökull er aftur orðinn sléttur og flatur í sporðinn eftir framhlaupið. – Reykjafjarðarjökull is now, as it was before the surge, even and flat at the terminus. Ljósm./Photo: Þröstur Jóhannesson, 18. ágúst 2013. Sumarið hefur verið fremur kalt á Ströndum. Ég var samfellt sex vikur, frá 16.6. og hitinn fór varla upp fyrir 5◦C fyrsta hálfa mánuðinn. Meiri snjór er í fjöll- um en í fyrra sumar og aðeins komu örfáir hlýir dagar. Jökuláin var aldrei til vandræða fyrir ferðafólk, alla- vega ekki fyrir þá sem kunna að velja vað.“ Leirufjarðarjökull – Nýtt merki, járnstöng með kopar- hring og áþrykktu merki „JÖRFI 195“ sett 125 metra frá gamla merkinu. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull — Kristján Eldjárn og Árni Hjartar- synir mældu jökulinn í göngum. Aftur gerði síð- sumarhret á Norðurlandi með fannfergi við jökulinn en þó tókst að koma mælingu við vegna þessa að mik- ið af snjónum tók upp fyrir mælinguna. Hins vegar fór mæling forgörðum við Búrfellsjökul, Deildardals- jökul, Bægisárjökul og Grímslandsjökul vegna snjóa. Skafti Brynjólfsson lét þess getið í bréfi að snjór hefði fallið til fjalla í júlí og tvisvar í ágúst og hulið megnið af jöklunum. Langjökull Hagafellsjökull vestari – Snjóskafl var kominn við röndina og því mjög erfitt að sjá jaðarinn með vissu. Skekkjan var áætluð ±5 m. Hagafellsjökull eystri – Dauðíshryggur í mælilínu tor- veldar greiningu jökuljaðars. Því voru teknir tveir punktar við skýran jökulsporð sitt hvoru megin við mælilínu og jaðarinn settur þar sem lína milli þess- ara punkta skar mælilínuna. Ekki brotnar lengur úr jöklinum í Hagavatn. Í skýrslu síðasta árs var minnst á hryggi á svæði sem er nýkomið undan jökli. Þess- ir hryggir eru af verulegu leyti samsíða jökuljaðri og gætu verið álitnir garðar sem myndast við framskrið jökulsins að vetralagi. Það getur þó varla staðist þar sem þeir eru mun þéttari en hratt hop jökulsins gerir mögulegt. Mælingamönnum, þeim Einari og Gunnari Sigurðssonum þótti líklegast að þetta væru sprungu- fyllingar sem jökullinn hefði skilið eftir. Jökulskerið sem er nýkomið upp úr jöklinum lítur út fyrir að vera basalthraunlag. Hofsjökull Nauthagajökull – Foksnjór var undir jökuljaðri og því erfitt að staðsetja sporð nákvæmlega. Ljóst er þó að hop var venju fremur lítið. Múlajökull suður – Lónið, sem getið var um í fyrra. Hefur stækkað og hverfur sporðurinn í vatnið. Erfitt er því að staðsetja jaðarinn nákvæmlega en ljóst að hann hefur hopað. Leifur Jónsson veltir fyrir sér hvort lónið sé syðsti hluti stöðuvatns er Múlajökull svamlar í. 86 JÖKULL No. 64, 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.