Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 117

Jökull - 01.01.2014, Page 117
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun (Ferðabók I, s. 264–265), sem byggði umsögn sína á „handriti“ sem Björn Gunnlaugsson hafi fengið að austan, áður en hann fór fyrstu ferð sína um Ódáða- hraun 1838. Hvorki Þorvaldur eða Ólafur geta um uppdrátt Péturs á Hákonarstöðum, og báðir fara þeir rangt með ártalið hvenær sú ferð var farin. Einnig segja þeir ókunnugt um hver var samfylgdarmaður Péturs. Ólafur vitnar í Björn Gunnlaugsson (1839) sem sagðist hafa farið þennan nýja veg eftir tilvís- an Péturs á Hákonarstöðum, „hvern veg líka Prófast- ur Síra Guttormur Þorsteinsson á Hofi fór að nokkru leyti og líka Pétur sálugi Brynjólfsson.“ Ólafur tekur hins vegar sérstaklega fram (Ódáðahraun II, s. 222) að „Um ferð séra Guttorms er ekkert kunnugt.“ Þetta er rakið hér til að sýna að Ólafur þekkti ekki heimildir sem nú eru kunnar. Við vitum nú óyggjandi að Pét- ur Brynjólfsson og Guttormur fóru vestur um Flæður sumrið 1797 og virðast þeir ekki hafa greint frá nein- um hindrunum af hrauni á þeim slóðum hvað þá elds- uppkomu. Líklega voru þeir á ferð þarna síðsumars, en Guttormur var vígður syðra 13. ágúst 1797 sem aðstoðarprestur til Hofs í Vopnafirði og gegndi þar síðan prestembætti frá 1805 til æviloka 1848. Gátan um uppkomu Holuhrauns er áfram óráðin, en líklega rann það að hluta eða í heild snemma á 19. öld. Til álita kemur árið 1807, en „þá urðu menn í Þingeyj- arsýslu varir við gadd í sauðfje, sól var blóðrauð og menn fundu brennisteinskeim í úrkomu“ (Þorvaldur Thoroddsen 1924, s. 14). Þekktar ferðir um Holuhraun á 19. öld Sumarið 1839, sex árum eftir ferð þeirra Péturs og Jóns, komu úr gagnstæðri átt gegnum Vonarskarð á austurleið Björn Gunnlaugsson mælingameistari og með honum áðurnefndur Sigurður Gunnarsson, þá nýstúdent úr Bessastaðaskóla. Var þetta fyrsta ferð manna um skarðið sem vitað er um frá því Gnúpa- Bárður að talið er fór þar um í árdaga. Þeir riðu all- langt upp eftir Dyngjujökli og komu síðan niður af honum rétt vestan Kistufells, héldu þaðan yfir Grjót- háls, sem að sögn Sigurðar var úr „vanalegu grágrýti“, og er þetta eflaust sá sem nú er nefndur Urðarháls. Af hálsinum héldu þeir niður á Jökulsáraura þar sem voru, að sögn Sigurðar, „sandar og apalgrýtt jökul- kvísladrög ...“. Um framhaldið segir Sigurður í rit- gerð 1876: „Þegar nokkuð dregur norðaustur á þessa Jökulsár aura, kemur þar flatt, lágt og breitt bruna- hraun, sem runnið hefir innan dalinn sem falljökull- inn fyllir nú, því það kemur undan falljöklinum. Hafa grjót og aurspýjur, sem jökulhlaup og vatnsmagn úr jöklinum hafa flætt yfir, hækkað alla farvegi báðum megin við hraunið og innanum það, svo það er nú orð- ið mjög lágt og sjer sumstaðar eigi til þess.“ Héldu þeir félagar síðan áfram austur yfir Jök- ulsá norðan Kverkfjalla áleiðis til Jökuldals. Hraun- ið sem hér um ræðir er eflaust hluti af Holuhrauni. Áferð þess var eftir lýsingunni að dæma öll önn- ur en á „ófæra hrauninu“ norðar, sem varð á leið Hákonarstaða-Péturs. Í júlí 1840, var Sigurður Gunnarsson þarna enn á ferð sem einn af fylgdarmönnum danska náttúrufræð- ingsins Schythe, en þá í norðanáhlaupi. Áður lauk varð sá leiðangur ein mesta þrekraun og hraknings- för sem um getur í óbyggðum að sumarlagi. Hóp- urinn braust í snjókomu að morgni 5. júlí austur yfir Flæður, upptakakvíslar Jökulsár á Fjöllum, yfir sanda og margar lænur, „en smám saman fór að bera þar meira á hraunmylsnu, og stöku hraunstrýtur stungu kollinum upp úr sandinum. Við þræddum milli þeirra og stautuðum áfram hvíldarlaust ...“ segir Schythe í ferðasögu sinni (Jón Eyþórsson, 1950, þýð. s. 89). Frásagnir af þessari sögulegu ferð urðu eflaust til að draga úr áhuga manna á Vatnajökulsvegi. Árið 1844 var fullbúinn uppdráttur Björns Gunn- laugssonar af Suðausturlandi og „Vatnajökli eða Klofajökli“ en heildaruppdráttur hans af öllu land- inu fyrst 1849, gefinn út á vegum Hins íslenska bók- menntafélags. Nýttust Birni vel mælingar og athugan- ir úr ferðinni 1839 við gerð uppdráttarins, enda veður þá ákjósanlegt. Á uppdráttinn er merktur inn Vatna- jökulsvegur gegnum Vonarskarð (6. mynd). Taldi Björn að þessa leið megi fara „með lest á 7 dögum frá Reykjavík austur að bænum Brú á Jökuldal ...“ Sé hann nær þráðbeinn „ og að auki er hann að mestu vatnsfallalaus og allsæmilega góður, þá á sumar tek- ur að líða.“ (Björn Gunnlaugsson, 1840). Það var fyrst fjórum áratugum eftir þetta, sumar- ið 1880, að „landaleitarmennirnir“ fjórir úr Mývatns- sveit og grennd héldu á svipaðar slóðir og fundu þá m.a. Gæsavötn og húsarústirnar í Hvannalindum. Einn í hópnum var Jón Stefánsson, bóndi og skáld JÖKULL No. 64, 2014 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.