Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 87
Jöklabreytingar 2012–2013
Sátujökull við Eyfirðingahóla – Ekki gott að ákvarða
jaðar vegna malardreifar á mælistað.
Sátujökull á Lambahrauni – Sem fyrr ekki auðvelt að
mæla fyrir snjó og stórgrýti. Kvíslin er nú alveg í
mælilínunni.
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull – Nú er austurtunga jökulsins sem lá
með Jökulhaus sunnanverðum alveg horfin og þarf-
laust að mæla nema framan á jökulsporðinn.
Kötlujökull – Í samanburði við Sólheimajökul hopar
Kötlujökull mjög hægt. Sporðurinn er sums staðar
nærri þverhnípt tuga metra hátt jökulstál.
Öldufellsjökull – Jóhannes Gissurarson á Herjólfs-
stöðum hefur tekið við að föður sínum látnum. Hann
segir mikla jökulfor gera erfitt um vik við mælingar.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið á undanförnum ár-
um. Upp hafa komið ný lönd, jafnt fjallshryggir sem
djúp gljúfur, sérstaklega sunnan jökuls í Merkigiljum.
Sléttjökull – Varða var hlaðin ofan á grettistak sem 5.
merki í mælilínu 279 m frá 4. merki.
Torfajökull
Merki sunnan jökuls hafa raskast sennilega vegna
vatnagangs. Ekki tókst að mæla við norðurhlið jök-
ulsins vegna veðurs og ófærðar.
Vatnajökull
Skeiðarárjökull vestur – Alltaf stækkar afrennslis-
svæðið sem fer í Gígjukvísl væntanlega á kostnað
Súlu.
Skeiðarárjökull austur – Skeiðará hefur í sínum nýja
farvegi grafið undan vestasta merkinu næst jökli. Þar
er rofbakkinn 90 m hár og hættulegur. Við austasta
merkið, næst gamla útfalli Skeiðarár, er mikill dauðís.
Má búast við að þessi ís kljúfi sig frá jöklinum og að
þá mælist snöggt hop.
Morsárjökull – Miklar breytingar eru við jökuljaðar-
inn og ofan á jöklinum. Dauðísflákar er í þann veginn
að skilja sig frá sporðinum.
Öræfajökull
Svínafellsjökull – Jökullinn þynnist ár frá ári þótt
breytingar á sporðinum mælist litlar.
Falljökull – Sporðurinn skiptist í hreinan ís (vestar) og
aurborinn (austar). Aurugi hlutinn hefur lítið hreyfst
undanfarin ár en nú hefur mikið bráðnað. Stór stykki
hafa brotnað úr jöklinum og liggja við jaðarinn. Jað-
arinn virðist þó halda lögun sinni frá árinu á undan.
Fjallsjökull – Snævarr Guðmundsson mældi nú með
leysi-sjónauka og GPS-tæki þá sporða sem Kvískerja-
bræður hafa sinnt.
Vatnajökull
Heinabergsjökull – Geil í norðanverðum jökli hefur
verið að stækka undanfarin ár og virðist nú komin inn
í mælilínu. Sýnilega meira uppbrot á jöklinum norð-
anverðum.
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2012 and 2012–2013
The winter 2012–2013 was above average in precipi-
tation. Temperatures during the summer of 2013 were
above average of 1961–1990 which is the reference
period. This time 41 measurement sites were visited.
Eight places were inaccessible due to lakes, debris or
snow that fell in late-summer blizzards in the north.
At 37 sites snouts retreated, two had no measureable
change and Heinabergsjökull, which is afloat on a la-
goon, advanced.
JÖKULL No. 64, 2014 87