Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 152
Society report
VORFERÐ JÖRFÍ Á VATNAJÖKUL 31. maí – 8. júní 2013
Magnús Tumi Guðmundsson
Nordvulk, Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, mtg@hi.is
Vorferðin var um flest með sama hætti og undanfarin
ár. Farið var úr Reykjavík á föstudagskvöldi í Jökul-
heima þar sem hópurinn gisti. Daginn eftir var flutn-
ingi komið inn á jökulrönd og gengið frá öllu áður
en lagt var af stað upp Tungnaárjökul. Vélsleðahópar
fóru þegar til verka við GPS-mælingar og í að koma
fyrir mælitækjum. Ferðin á Grímsfjall var að öðru
leyti tíðindalítil og skilaði bílunum þokkalega lengst
af. Frá Háubungu var þó þung færð og gekk hægt það-
an á Eystri Svíahnjúk, þó ekki hlytust af neinar um-
talsverðar tafir. Farartækin voru snjóbíll HSSR, Ford
bíll JÖRFÍ, bílar frá Veðurstofunni og Jarðvísinda-
stofnun auk þess sem félagið fékk Magnús Þór Karls-
son til að koma á Econoline bíl sínum. Einnig voru
vélsleðar fleiri en oftast áður, enda stóð til að setja upp
mælitæki á ýmsum stöðum. Þátttakendur voru lengst
af 24 en þrír fóru til byggða á fimmtudeginum.
Verkefnin voru að hluta til venjubundin lang-
tímaverkefni: Að mæla vatnshæð Grímsvatna, kanna
breytingar á jarðhita, einkum á gosstöðvum síðustu
ára, mæla vatnsborð lóna í Kverkfjöllum, að mæla af-
komu jökulsins á nokkrum stöðum, uppsetning veður-
stöðvar á Bárðarbungu og GPS-landmælingar í nokkr-
um föstum punktum. Að auki voru tilfallandi verk-
efni: Nákvæmar íssjármælingar á því svæði austan
Hamarsins þar sem katlar mynduðust og hljóp úr nið-
ur í Hágöngulón í júlí 2011, íssjármælingar í Gríms-
vötnum, athugun á gassútstreymi í Grímsvötnum og
Kverkfjöllum, þyngdarmælingar á fastpunkti á Gríms-
fjalli og GPS-mælistöðvum, vitjun um vatnshæðar-
mæli í Kringilsá og mæling á hæð jökulyfirborðs í
Skaftárkötlum. Þessu til viðbótar voru uppsetning
Veðurstofunnar á föstum jarðskjálftamælum og GPS
mælistöðvum á Húsbónda austan Pálsfjalls og Kára-
skeri í Breiðamerkurjökli auk þess sem stöðin sem
áður var komin á Vött í Skeiðarárjökli var lagfærð.
Á Grímsfjalli var komið fyrir rafsviðsskynjurum sem
munu nýtast til að meta aflið í næsta Grímsvatnagosi
þegar það brestur á. Þessar viðbætur eru þáttur í hinu
stóra rannsóknarverkefni FUTUREVOLC sem snýst
um stóreflda vöktun og mælingar á eldstöðvum á Ís-
landi. Verkefnið er styrkt er af Evrópusambandinu og
í því taka þátt 26 aðilar frá 10 Evrópulöndum. Á næsta
ári er gert ráð fyrir að enn verði bætt í og settir upp
jarðskjálftamælar á jöklinum sjálfum, en Veðurstofan
mun gera tilraun til að reka þá allt árið. Ef vel tekst
til má búast við að gögn úr þessum tækjabúnaði muni
með tímanum varpa nýju ljósi á hegðun eldstöðva í
Vatnajökli.
Verkefnin gengu í stórum dráttum vel. Vilhjálmur
og Bergur höfðu stuttan stans á Grímsfjalli og héldu
rakleiðis í Esjufjöll þar sem þeir dvöldu framan af
ferðinni við uppsetningar tækjanna á Káraskeri. Slag-
veðursrigning var á mánudag og þriðjudag. Fyrri dag-
inn var sovét og að hluta til þann seinni líka. Miðviku-
dagur var skárri og þá var unnið úti á jökli. Fimmtu-
dagur var vel nýttur til mælinga en hluti hópsins fór
á Þórðarhyrnu og að Pálsfjalli þar sem nýju tækin á
Húsbóndanum voru skoðuð. Aðrir voru þennan dag
við íssjármælingar eða í Kverkfjöllum við athugan-
ir. Glóbjart var um allan jökul og aðstæður eins og
þær gerast bestar. Í ferðinni í Kverkfjöll kom í ljós að
Gengissig var farið að safna vatni eftir stöðugan leka
í tíu ár, eða allt frá hlaupinu í janúar 2002. Hlaupið
sem kom nú í ágúst (2013) úr Gengissigi kom fólki
því ekki alfarið á óvart. Af heimferð segir fremur fátt
enda gekk hún áfallalaust. Sá sem þetta ritar þurfti
reyndar að bíta í það súra epli að yfirgefa jökulinn og
halda til byggða á fimmtudeginum til að sitja fund er-
lendis um FUTUREVOLC verkefnið.
Í Grímsvötnum hafa orðið verulegar breytingar á
síðustu árum. Viðvarandi jarðhiti austur með Gríms-
152 JÖKULL No. 64, 2014