Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 115
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun
4. mynd. Uppdráttur Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum, 1833. Örnefni í sviga HG. Guðmundur Ó. Ingvars-
son teiknaði eftir frummynd í Þjóðskjalasafni. – A map from 1833 by Pétur Pétursson from Hákonarstaðir,
E-Iceland.
þeir þekki fjöllin þar austur frá. Ófær telst og þessi
vegur fyrr en allur jökulvöxtur er úr vötnum og fyrri
en sandarnir eru þurrir orðnir, sem eptir sumargæð-
um er frá 12tu til 14 viku sumars.“
Um einstakar nafngiftir má hafa í huga, að nafnið
Trölladyngja virðast þeir setja á uppdráttinn við það
sem nú kallast Upptyppingar, en skjöldurinn sem nú
ber það nafn, en kallaðist þá Dyngja, er ekki sjáan-
legur á uppdrættinum. Hálsinn suður af henni heit-
ir enn Dyngjuháls og er Urðarháls á uppdrætti Pét-
urs væntanlega hluti af honum. Athygli vekur að ekki
er markað fyrir Kistufelli (Jökulfelli) á uppdrættinum
og ber það ásamt öðru vott um hversu norðarlega leið
þeirra lá yfir hálsinn þaðan sem þeir síðan sveigðu í
suðvestur.
Tilgáta Ólafs Jónssonar um Holuhraun
Ólafur Jónsson (1895–1980) frá Freyshólum, lengst
af búsettur á Akureyri, ferðaðist um Ódáðahraun á ár-
unum 1937–1945, dró saman heimildir og skrifaði ít-
arlegt rit um svæðið í þremur bindum (Ódáðahraun
I-III). Á nokkrum stöðum víkur hann að Holuhrauni
og leiðir líkum að því hvenær það hafi runnið (Ódáða-
hraun I, s. 147–150. II, s. 166 og 236–237). Staldrar
hann sérstaklega við veturinn 1796–1797 og vitnar í
Árbækur Espólíns (9 D, s. 84–85) og Minnisverð tíð-
indi 1797, 2. hefti, 1. maí 1797. Í síðarnefndu heimild-
inni segir eftirfarandi: „Það er haft eftir Jóni bónda
Jónssyni í Reykjahlíð innan Þingeyjarsýslu, skýrum
og merkum manni, að hann á heimili sínu hafi í tvö
kvöld í vetur, 1797, séð bjartan eldsloga leggja í
JÖKULL No. 64, 2014 115