Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 104
Bryndís Brandsdóttir og Finnur Pálsson
5. mynd. Jarðskjálftar í eldstöðvakerfum Vatnajökuls (Bárðarbungu, Grímsvötnum og Kverkfjöllum), Tungna-
fellsjökli, Öskju og við Herðubreiðartögl 1995–2014, einnig skjálftar á Lokahrygg, og við Kistufell. Stað-
setningar samkvæmt vikuyfirlitum frá Veðurstofu Íslands, sjá www.vedur.is. Punktastærð endurspeglar stærð
jarðskjálftanna. Sprungusveimar skv. korti Páls Einarssonar og Kristjáns Sæmundssonar (1987) eru ljósgráir.
Með tilkomu stafrænna mæla á Grímsfjalli árið 2000 og norðan Vatnajökuls 2003 náðist að staðsetja skjálfta
minni en ∼M 2 stig, gráskyggða tímabilið t.h. hefur því minni staðsetningarnæmni (Steinunn Jakobsdóttir,
2008). Lóðréttar línur marka eldgos í Bárðarbungu 1996 og 2014 og Grímsvatnagosin 1998, 2004 og 2011.
Skjálftavirkni eykst til muna í Bárðarbungu og Grímsvötnum mánuðina fyrir eldgosin. – Seismicity within the
central volcanoes of Grímsvötn, Bárðarbunga, Kverkfjöll, Tungnafellsjökull and Askja 1995–2014, based on
weekly earthquake listings from the Icelandic Meteorological Office, www.vedur.is. Also shown are earthquakes
in Kistufell, Lokahryggur and Herðubreiðartögl. Detection threshold is ∼M 2 for the grey shaded region, prior
to the installment of digital stations at Grímsfjall in 2000 and north of the glacier in 2003 (Steinunn Jakobs-
dóttir, 2008). Note increase in seismicity prior to the Bárðarbunga (1996, 2014) and Grímsvötn (1998, 2004,
and 2011) eruptions, marked by vertical lines.
ember 1996. Á meðan gosið stóð datt virknin við
Kistufell niður en jókst til muna í Tungnafellsjökli,
á Lokahrygg og í norðanverðum Grímsvötnum. Eft-
ir gosið datt virknin niður í Bárðarbungu, Tungna-
fellsjökli og Grímsvötnum en töluverð virkni var á
Lokahrygg fram á árið 1997. Á árinu 1998 varð aft-
ur vart við aukna virkni í Grímsvötnum sem náði há-
marki með eldgosi við Vestari Svíahnúk í desember
það ár. Þrálát virkni hefur einkennt Lokahrygg frá
árinu 2000. Með nákvæmari mælingum varð mögu-
legt að sjá smærri skjálfta og þannig fá lengri fyrir-
vara á skjálftavirkni í aðdraganda eldgosanna í Grím-
svötnum í nóvember 2004 og maí 2011. Bárðarbunga,
Kistufell og Kverkfjöll tóku undir með Grímsvötnum
og Lokahrygg í aðdraganda gossins 2011. Í kjölfar
gossins datt virknin niður í Grímsvötnum og minnk-
aði töluvert í Bárðarbungu og Kverkfjöllum, en virtist
aukast í Kverkfjöllum. Virkin á þessum svæðum fór
síðan vaxandi fram að gosinu í Holuhrauni 2014.
Jarðskjálftamælingar sem og sögulegar heimildir
gefa sterklega til kynna spennusamband á milli eld-
stöðva undir Vatnajökli. Sé litið til þess að þess-
ar eldstöðvar liggja við miðju heita reitsins undir Ís-
landi þarf engan að undra að aukið kvikuuppstreymi
undir norðanvestanverðum Vatnajökli getið skilað sér
samhliða til þeirra allra. Jarðskjálfta- og landmæling-
104 JÖKULL No. 64, 2014