Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 145
Jarðfræðafélag Íslands
samanburð á tertíer beltum Austur- og Vesturlands,
Árni Hjartarson, Íslenskum Orkurannsóknum, fjallaði
um Austurlandsmislægið og uppruna Austfjarðastafl-
ans, Morten S. Riishuus, Norræna Eldfjallasetrinu,
Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallaði um Revised
40Ar/39Ar geochronology and magnetostratigraphy of
Vestfirðir, Páll Imsland, jarðfræðingur, fjallaði um Jan
Mayen, Anett Blischke, Íslenskum Orkurannsóknum,
fjallaði um Seismic volcano-stratigraphic character-
istics of the Jan Mayen Micro-Content and Northeast
Iceland area, Leó Kristjánsson, Jarðvísindastofnun
Háskóla Íslands, var með tvö erindi og fjallaði um
jarðlög milli Skálavíkur og Álftafjarðar við Djúp auk
óstöðugleika í jarðsegulsviði fyrir um 13 milljón ár-
um, Andrés I. Guðmundsson, Jarðvísindastofnun Há-
skóla Ísland, fjallaði um jarðlagastafla norðan Breiða-
fjarðar, Axel Björnsson, prófessor emeritus, Orku-
garði, fjallaði um Eðli og nýtingu jarðhita í tertíera
jarðlagastafla Íslands, Eirik Gjerløw, Norræna Eld-
fjallasetrinu, fjallaði um The 1732 phreatomagmatic
eruption of Eggøya, Jan Mayen, Jóhann Helgason,
Landmælingum Íslands, fjallaði um anomalíu 5 og
tertíera jarðlagastaflann á Íslandi, Birgir V. Óskars-
son, Náttúrufræðistofnun, fjallaði um Architectural
relationships and tectono-magmatic implications of
interdigitating tholeiite and olivine basalt groups in
eastern Iceland, Ögmundur Erlendsson, Íslenskum
Orkurannsóknum, fjallaði um tertíera hraunlagastafl-
ann á Grænlands-Íslands-Færeyjahryggnum og Jón
Ólafsson, Jarðvísindastofnun Háskólans, hélt erindi
sem nefndist; Hvað tengir Kyrrahafsostrur og Íslands-
haf? Sigurjón Böðvar Þórarinsson, Christian Tegner
og Tod E. Waight voru með veggspjald um plagíóklas-
ofurdílótt basalt í Eystrahorni. William M. Moreland
og Þorvaldur Þórðarson voru með veggspjald um jarð-
efnafærði Eldgjárhraunsins AD 934–940 og William
M. Moreland var með veggspjald er nefndist; The
geochemistry and Petrogenesis of the Rocks of Arth-
ur’s Seat, Edinburgh.
Í lok ráðstefnunnar var móttaka til heiðurs þeim
félögum, Axel 71 árs, Jóni, Leó og Páli 70 ára. Um
60 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst í alla staði mjög
vel, heiðursgestum og öðrum sem hana sóttu til mik-
illar ánægju.
Nefndir
Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins árin
2013 og 2014.
Ritnefnd Jökuls – fulltrúi félagsins í ritstjórn Jökuls:
Gréta Björk Kristjánsdóttir. Í ritnefnd eru: Karl Grön-
vold og Kristján Sæmundsson.
Sigurðarsjóður – Þorsteinn Sæmundsson (formaður),
Freysteinn Sigmundsson og Kristín S. Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Olgeir Sigmarsson (formaður),
Ármann Höskuldsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Stein-
þór Níelsson og Ívar Örn Benediktsson.
Siðanefnd – Ívar Örn Benediktsson (formaður), Daði
Þorbjörnsson og Kristín S. Vogfjörð.
Löggildingarnefnd – Þorsteinn Sæmundsson (formað-
ur), Sigmundur Einarsson og Páll Halldórsson.
IUGS (International Union of Geological Sciences,
nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Sigurlaug María
Hreinsdóttir situr í stjórn fyrir hönd JFÍ.
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2014
Fyrri hluta ársins 2014 störfuðu í stjórn félagsins Sig-
urlaug María Hreinsdóttir (formaður), Þorsteinn Sæ-
mundsson (varaformaður), Lúðvík Eckardt Gústafs-
son (gjaldkeri), Sigurður Garðar Kristinsson (ritari),
Björn Harðarson (meðstjórnandi), Erla María Hauks-
dóttir (meðstjórnandi) og Benedikt Gunnar Ófeigs-
son (meðstjórnandi). Benedikt gaf ekki kost á sér
til áframhaldandi setu í stjórn félagsins, en hann hef-
ur starfað í stjórn frá árinu 2011. Honum er þakk-
að kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins og verð-
ur sárt saknað. Nýr meðlimur í stjórn er Esther
Ruth Guðmundsdóttir. Skipan stjórnar eftir aðalfund
var þessi: Sigurlaug María Hreinsdóttir (formaður),
Esther Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúð-
vík Eckardt Gústafsson (gjaldkeri), Sigurður Garðar
Kristinsson (ritari), Björn Harðarson (meðstjórnandi),
Erla María Hauksdóttir (meðstjórnandi) og Þorsteinn
Sæmundsson (meðstjórnandi). Alls eru nú rúmlega
300 félagar skráðir í félagið.
Störf félagsins voru með óhefðbundnum hætti á árinu.
Vorráðstefnu þurfti að aflýsa vegna dræmrar
skráningar og var það miður.
Aðalfundur félagsins 2014 fór fram þann 20. maí
JÖKULL No. 64, 2014 145