Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 157
Jöklarannsóknafélag Íslands
Gönguhópur í Grímsvötnum sunnan við gíginn frá 2011. – A team on the south side of the 2011 crater in
Grímsvötn. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson.
um ferðum. Meðal þátttakenda var Halldór Ólafsson
rennismiður en hann fór sína fyrstu vorferð áður en
flest af samferðafólkinu fæddist. Það var vorið 1957
þegar elsti skálinn var byggður. Vonandi mun einhver
þeirra sem steig sín fyrstu jöklaspor í leiðangrinum nú
taka þátt í vorferð að 57 árum liðnum. Hér er átt við
vorferð 2071 en það skal upplýst að enn er töluvert af
lausum sætum í þá ferð.
Meðal margra verkefna sem unnin voru i fyrri
ferðinni voru hefðbundnar mælingar á vatnshæð
Grímsvatna, afkomu í Grímsvötnum og víðar, mæl-
ingar á ísskriði á völdum stöðum, GPS landmæling-
ar á Saltaranum, Vetti, Esjufjöllum og Pálsfjalli, ís-
sjármælingar í sigkötlum, athuganir á gosstöðvum frá
2011 í Grímsvötnum og breytingar á jarðhita. Veru-
legar breytingar hafa orðið vestast í vötnunum á síð-
ustu nokkrum árum og er þar nú stórkostleg gjá með
ísveggjum, turnum og vatni í botni.
Í seinni ferðinni voru gerðar voru tilraunir með
jarðsjá við Grímsvötn og safnað bergsýnum úr Þórð-
arhyrnu og jökulskerjum í nágrenni hennar. Stærsta
verkefnið var þó uppsetning jarðskjálftamæla á Skeið-
arárjökli, við Grímsvötn og á Bárðarbungu. Tilgang-
ur mælinganna á Skeiðarárjökli var að skrá ísskjálfta
vegna hreyfingar jökulsins, en mælarnir við Grím-
svötn og Bárðarbungu voru settir upp til að kanna
jarðskjálftavirkni. Allir þessir jarðskjálftamælar voru
síðan sóttir í sérstakri ferð í lok júlí.
Farartæki í ferðinni í fyrri hluta voru snjóbíll
HSSR, Ford JÖRFÍ, Toyota HiLux Jarðvísindastofn-
unar, Ford Magnúsar Þórs Karlssonar og allmargir
vélsleðar. Í seinni hlutanum voru Fordinn og bíll
JH, bíll frá Veðurstofunni og vélsleðar. Á snjóbíln-
um mæddu miklir flutningar, ekki síst á eldsneyti fyr-
ir leiðangurinn og nýju rafstöðina. Þurfti hann að
selflytja eldsneytið og fór tvær ferðir úr jökulröndinni.
Félagið naut eins og áður styrks frá Vegagerðinni
og Landsvirkjun til að mæta hluta kostnaðar við flutn-
inga og umsvif í ferðinni. Einnig tóku Neyðarlínan,
Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskólans þátt í
kostnaði við flutninga og farartæki.
JÖKULL No. 64, 2014 157