Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 157

Jökull - 01.01.2014, Page 157
Jöklarannsóknafélag Íslands Gönguhópur í Grímsvötnum sunnan við gíginn frá 2011. – A team on the south side of the 2011 crater in Grímsvötn. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. um ferðum. Meðal þátttakenda var Halldór Ólafsson rennismiður en hann fór sína fyrstu vorferð áður en flest af samferðafólkinu fæddist. Það var vorið 1957 þegar elsti skálinn var byggður. Vonandi mun einhver þeirra sem steig sín fyrstu jöklaspor í leiðangrinum nú taka þátt í vorferð að 57 árum liðnum. Hér er átt við vorferð 2071 en það skal upplýst að enn er töluvert af lausum sætum í þá ferð. Meðal margra verkefna sem unnin voru i fyrri ferðinni voru hefðbundnar mælingar á vatnshæð Grímsvatna, afkomu í Grímsvötnum og víðar, mæl- ingar á ísskriði á völdum stöðum, GPS landmæling- ar á Saltaranum, Vetti, Esjufjöllum og Pálsfjalli, ís- sjármælingar í sigkötlum, athuganir á gosstöðvum frá 2011 í Grímsvötnum og breytingar á jarðhita. Veru- legar breytingar hafa orðið vestast í vötnunum á síð- ustu nokkrum árum og er þar nú stórkostleg gjá með ísveggjum, turnum og vatni í botni. Í seinni ferðinni voru gerðar voru tilraunir með jarðsjá við Grímsvötn og safnað bergsýnum úr Þórð- arhyrnu og jökulskerjum í nágrenni hennar. Stærsta verkefnið var þó uppsetning jarðskjálftamæla á Skeið- arárjökli, við Grímsvötn og á Bárðarbungu. Tilgang- ur mælinganna á Skeiðarárjökli var að skrá ísskjálfta vegna hreyfingar jökulsins, en mælarnir við Grím- svötn og Bárðarbungu voru settir upp til að kanna jarðskjálftavirkni. Allir þessir jarðskjálftamælar voru síðan sóttir í sérstakri ferð í lok júlí. Farartæki í ferðinni í fyrri hluta voru snjóbíll HSSR, Ford JÖRFÍ, Toyota HiLux Jarðvísindastofn- unar, Ford Magnúsar Þórs Karlssonar og allmargir vélsleðar. Í seinni hlutanum voru Fordinn og bíll JH, bíll frá Veðurstofunni og vélsleðar. Á snjóbíln- um mæddu miklir flutningar, ekki síst á eldsneyti fyr- ir leiðangurinn og nýju rafstöðina. Þurfti hann að selflytja eldsneytið og fór tvær ferðir úr jökulröndinni. Félagið naut eins og áður styrks frá Vegagerðinni og Landsvirkjun til að mæta hluta kostnaðar við flutn- inga og umsvif í ferðinni. Einnig tóku Neyðarlínan, Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskólans þátt í kostnaði við flutninga og farartæki. JÖKULL No. 64, 2014 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.