Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 154
Gengissig í Kverkfjöllum 6. júní 2013. Vatnsborð hefur hækkað verulega frá árinu á undan og lónið er að
verulegu leyti þakið lagnaðarís. – The lake Gengissig in Kverkjöll, June 6, 2013. Ljósmynd/Photo. Hannah
Reynolds.
fjalli og í Grímsvatnaskarði heldur ísstíflunni bæði
lágri og lekri. Því er af sem áður var þegar vatnsborð
Grímsvatna reis stöðugt í fimm til sex ár þar til vatns-
hæðin varð nægileg til að hlaup kom úr vötnunum í
Skeiðará. Nú skiptast á tímabil með hækkandi vatns-
borði og meira og minna stöðugum leka og fer vatns-
hæðin sjaldan yfir 1420 m hæð yfir sjó. Á sama tíma
hafa eldgosin brætt miklar vakir, annarsvegar undir
Vestari Svíahnjúk og hinsvegar í suðvesturhorninu. Í
þessum vökum, sem eru á annan kílómetra á lengd
og mörg hundruð metrar á breidd, er stundum sjálf-
stætt vatnsborð sem er hærra en nemur vatnsþrýstingi
undir íshellunni austan og norðan til. Í vorferðinni
2012 stóð vatnsborð í vökinni í suðvesturhorninu, þar
sem gaus 2004 og 2011 það lágt að hægt var að ganga
þurrum fótum um gígsvæðið. Í ferðinni nú var hins-
vegar um 25 m djúpt vatn yfir gígsvæðinu. Við fórum
um vatnið á gúmmíbáti og mældum dýpi og vatns-
hita. Vestast í vötnunum, þar sem Vatnshamar, Depill,
Mósar og Naggur kúra undir ísþekjunni, hefur jarðhit-
inn aukist verulega svo þar hefur yfirborð ísins lækk-
að ár frá ári vegna aukinnar bráðnunar. Er það svæði
nú allt orðið karsprungið. Þessar breytingar tengjast
því að Grímsvötn hafa vaknað rækilega til lífsins eftir
Gjálpargosið 1996 og Grímsvatnagos 1998. Jarðhit-
inn vex og þar með ísbráðnun. En vegna lekrar ís-
stíflu nær hinsvegar ekki að safnast fyrir vatn að sama
marki og var fyrir 1996. Skoðun á þessari þróun allri
er meðal fastra viðfangsefna vorferðar.
Meðal þátttakenda var Hannes Haraldsson, einn af
máttarstólpum vorferða um áratugi og heiðursfélagi
JÖRFÍ. Hann lætur ekki sitt eftir liggja í jöklaferðum
þó hann hafi látið af störfum hjá Landsvirkjun vegna
aldurs á síðasta ári. Annar heiðursfélagi, Sólveig
Kristjánsdóttir, tekur ennþá ótrauð þátt í vorferðum.
Aldursforseti var þó þriðji heiðursfélaginn, Magnús
Hallgrímsson, sem var á áttugasta og fyrsta aldursári.
Með í för voru einnig nokkrir ungir félagsmenn sem
nú tóku þátt í sinni fyrstu vorferð. Þá var með vísinda-
fólk frá Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Há-
154 JÖKULL No. 64, 2014