Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 91

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 91
Society report Umbrot tengd Bárðarbungu og Grímsvötnum 1838–1903 Bryndís Brandsdóttir og Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Raunvísindastofnun, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík bryndis@raunvis.hi.is Þekking á Bárðarbungu á 19. öld Sigurður Gunnarsson (1812–1878) prófastur á Hall- ormsstað (1862–1878) var á sínum tíma manna kunn- ugastur austurhluta mið-hálendisins, norðan Vatna- jökuls (1. og 2. mynd). Sigurður skrifaði í dagblöð þar sem hann lýsti landsháttum og ferðaleiðum á hálendi Íslands, en hann var aðstoðarmaður Björns Gunn- laugssonar landmælingamanns sumarið 1839. Þá riðu þeir norður Vatnajökulsveg, um Vonarskarð. Þekkt er að þeir félagar gengu á Vatnajökul úr Vonarskarði og teymdu með sér hesta sína. Komu þeir niður hjá Kistufelli. Örnefnið Bárðarbunga var þá ekki til- komið og kallaði Sigurður hana „sjónarhæðina sína “. Frásögn Sigurðar af þessari ferð birtist í Þjóð- ólfi 1852 og Norðurfara 1876. Báðar greinarnar voru endurprentaðar í ritsafninu Hrakningar og heiðavegir. Hversu hátt upp í norðanverða Bárðarbungu Sigurður og Björn fóru í júní 1839 er erfitt að meta. Af lýsingu Sigurðar, má ráða að þeir fara frá náttstað undir Vala- felli og sennilegast upp Rjúpnabrekkujökul. Þaðan til suðausturs eftir jöklinum að norðurjaðri hábungunnar. Telja verður líklegt að þeir hafi farið upp undir 1700 m hæð. Þar ofar eykst bratti bungunnar til muna og þar eru í dag viðsjárverð sprungusvæði. Frásagnir í annálum, gömlum bréfum, dagbókum, dagblöðum sem og munnmælasögur af eldsumbrotum í ríki Vatnajökuls hafa ýtt undir rannsóknir á eldfjalla- sögu landsins, frá skráningum Jónasar Hallgrímssonar á eldgosum og jarðskjálftum og eldfjallasögu Þorvald- ar Thoroddsen, til nútímans. Í bókinni Vötnin Stríð rakti Sigurður Þórarinsson sögu Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa á grundvelli þeirrar þekkingar sem þá var til staðar. Með tilkomu fyrstu gervitunglamynd- anna af Vatnajökli árið 1973 áttuðu menn sig á að Bárðarbunga er megineldstöð með ísfylltri öskju (Sig- urður Þórarinsson og fl. 1974). Í Gjálpargosinu árið 1996 varð mönnum ljóst að eldvirkni norðan Grím- svatna gæti allt eins stafað af kvikugangi til suðurs frá Bárðarbungu sem til norðurs frá Grímsvötnum. Reynslan af Gjálpargosinu og jökulhlaupinu sem því var samfara kallar á endurtúlkun eldri gagna bæði hvað varðar aðgreiningu og tengsl á milli eldstöðva- kerfa sem og samanburð á jökulhlaupum fyrri tíma. Hér er fjallað um eldsumbrot í og við Bárðar- bungu á tímabilinu 1838–1903 ásamt samantekt á eldvirkni innan vatnasviðs Grímsvatna sem marka má af stærri Skeiðarárhlaupum (Sigurður Þórarinsson, 1974; Helgi Björnsson, 2009). Stuðst er við frásagnir úr dagblöðum frá þessum tíma sem aðgengileg eru á vefslóðinni timarit.is. Á sjónarhæð í Vatnajökli 1839 Í grein Sigurðar frá 1876 er lýsing á ferð þeirra Björns um Vonarskarð, þar segir; „Sá sem er staddur upp á Vatnajökli, suðvestur af Kistufjalli, beint inn af Trölla- dyngju, í skínanda sólskini og heiðskýru veðri og er áður kunnugur um vestur, norður og austur land, hann fær þaðan hið mesta og skemmtilegasta víðsýni, er nokkurstaðar er að fá hjer á landi af einni sjón- arhæð, og að litast þá um þaðan veitir svo stórgjört og tignarlegt víðsýni, að honum getur eigi liðið það úr minni þaðan í frá..... Við fórum upp til jökulsins í suðaustur. Þar voru margar svartar brunahrauns æðar, sem runnið höfðu ofan úr jökulfjallinu norð- vestur til Hraunárdals, engar stórgjörðar, en svona JÖKULL No. 64, 2014 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.