Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 122

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 122
Hjörleifur Guttormsson setning líkist hraunum úr Bárðarbungukerfinu fremur en Öskju og að um tvö aðgreind hraunrennsli sé að ræða (Hartley og Thordarson, 2013). Niðurlag Brátt eru 400 ár liðin frá hraðferð Árna Oddssonar frá Austurlandi til Þingvalla. Sú staðreynd að leið hans lá frá Brú á Jökuldal bendir eindregið til að hann hafi rið- ið skammt norðan Vatnajökuls og þannig stystu leið milli landshluta. Vafalítið hefur hann þegið góð ráð af Jökuldælingum. Ef til vill var þekking manna á miðhálendinu á þessum tíma meiri en skýrar heimild- ir eru um og ber þó að hafa í huga Íslandslýsingu Odds Einarssonar biskups, föður Árna, en hún er talin rituð í Kaupmannahöfn veturinn 1588–1589 (Íslandslýsing 1971, formáli s. 7). Rætur þessara feðga voru nyrðra, þar sem faðir Odds, Einar Sigurðsson (1538–1626), síðar kenndur við Eydali, var prestur og prófastur í Mývatns- og Þingeyjarþingi frá um 1560 til 1589. Á hans æskudögum sóttu Norðlendingar líklega enn til sjóróðra suður í Skaftafellssýslu, sennilega yfir Vatna- jökul allt fram að sjóslysinu mikla úti fyrir Hálsahöfn í Suðursveit 1573. Á sama hátt lifði staðbundin vitn- eskja í Skaftafellssýslum um jökulinn mikla að baki byggðarlaganna vegna tengsla við Norðlinga og Aust- firðinga og þeirra atburða sem gerðust æ ágengari með jökulhlaupum og eldgosum sem mörg hver tengdust Grímsvötnum í jöklinum norður af. Meðal Þingey- inga voru sagnir um Grímsvötn eflaust ekki síður lif- andi og tengslin við jarðelda í jöklinum og hlaup í Jökulsá á Fjöllum sem ollu oft miklum usla og tjóni í Öxarfirði. Ólafur Einarsson heyrari og rektor í Skálholti um 1600 var bróðir Odds biskups, og frá honum er kom- in fyrsta heimildin um Grímsvatnanafnið. Resen prófessor í Kaupmannahöfn, sem festi á blað heitið Grímsvatnajökull, hafði undir höndum Íslandslýsingu Odds og fleiri íslenskar heimildir sem sumar hverjar urðu eldi að bráð í Kaupinhafn 1728. Rætur Gríms- örnefnanna liggja þó eflaust dýpra sem sameign kyn- slóða norðan og sunnan Grímsvatnajökuls, hvort sem að baki þeim býr óþekktur Grímur jöklafari eða tilefni nafngiftarinnar voru svartir hamrar Grímsfjalls um- kringdir hvítum frera. Doði og kröm í íslensku þjóðlífi lengst af einok- unartímabilinu, sem féll saman við kólnandi veðráttu, endurspeglast m.a. í því að ferðum milli landshluta um miðhálendið fækkaði eða þær lögðust af með öllu um skeið. Það kom í hlut landsnefndarinnar sem skipuð var 1770 og gera skyldi tillögur um hvað eina sem verða mætti landi og lýð til viðreisnar, að m.a. „at- huga um möguleika á að finna gamla fjallvegu, sem týndir eru milli landshluta og gera nýja og að byggja brýr og koma upp ferjum yfir árnar“ svo að vitn- að sé í Olavius (Ferðabók I, s. 9). Úr þeim jarðvegi var sprottin viðleitni amtmanna næstu áratugi til að fá fríska menn til að hætta sér inn á hálendið í leit að gömlum og nýjum leiðum, eins og rakið er í greininni að því er lýtur að Vatnajökulsvegi. Inn í þessa viðleitni til endureisnar gripu tíðum náttúruöflin, eldgos, hraunrennsli og flóð, ekki síst á slóðum Ódáðahrauns og Krepputungu, bæði sem raunverulegar og huglægar hindranir. Hestar til ferða- laga þurftu sitt fóður og bithagar voru strjálir og óviss- ir í öræfaslóðum. Augljós er þýðing Kiðagils og Hvannalinda í því samhengi. En náttúruhamfarir í óbyggðum vöktu ekki aðeins ugg, heldur jafnframt forvitni og áhuga, bæði útlendinga og stækkandi hóps heimamanna, lærðra og leikra, sem höfðu áhuga á að lesa í landið. Dyngjufjallagosið 1875 er skýrt dæmi um þetta og sú þróun hefur haldið áfram af vaxandi þunga til nútíðar. Ekki aðeins fjölþætt jarð- fræðiþekking skiptir hér máli heldur einnig að halda til haga sögulegum heimildum sem varpað geta ljósi á atburðarás hverju sinni. Spurningin um tilkomu Holu- hrauns fyrr og síðar hæfir vel slíku samhengi. Summary Local knowledge of the Vatnajökull glacier among the people of the counties of Skaftafellssýsla and Þing- eyjarsýsla was not reflected in the work of the first cartographers in Iceland: it is not marked on the map of the country by Guðbrandur Þorláksson, Bishop of Hólar, from 1590, even though the other large glaciers are shown, with their names. This was remedied gradually in the 18th and 19th centuries. Down into the 16th century, people from the north and probably also the east of the country crossed Vatnajökull again and again travelling to and from the seasonal fishing stations on the south coast and witnessed the advance of the outlet glaciers, glacier bursts and eruptions, including those in Grímsvötn. Both south and north 122 JÖKULL No. 64, 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.