Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 107

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 107
Society report Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun Hjörleifur Guttormsson Vatnsstíg 21, 101 Reykjavík hjorleifur@eldhorn.is Ágrip – Á uppdrætti Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum af Íslandi 1590 sáust engin merki um Vatna- jökul en aðrir stærstu jöklar landsins eru þar nafngreindir. Staðbundin þekking fólks í Skaftafellssýslu og Þingeyjarsýslu á þessum langstærsta jökli Íslands hafði þá ekki náð til kortagerðarmanna, en úr þessu var bætt smám saman á 18. og 19. öld. Fram á 16. öld fóru Norðlendingar og líklega einnig Austfirðingar fram og aftur yfir Vatnajökul til sjóróðra frá suðurströnd Íslands og voru vitni að framgangi skriðjökla, jökulhlaupum og elds- umbrotum, m.a. í Grímsvötnum. Fóru bæði Skaftfellingar og Þingeyingar nærri um staðsetningu þessarar miklu megineldstöðvar í jöklinum. Elstu rituðu heimildir um nafnið Grímsvötn eru frá því um 1600, en síðan kemur það oft fyrir í annálum og ritum á 17. og 18. öld. Vakin er athygli á nafninu Grímsvatnajökull sem er að finna í Íslandslýsingu danska fræðimannsins P. H. Resens frá árunum 1684–1687. Þetta heiti gæti verið undanfari nafnsins Vatnajökull, sem fyrst fer að sjást í ritum um öld síðar og er þá líklega stytting úr Grímsvatnajökull. Á 18. öld var nafnið Klofajökull ríkjandi, en heitið Vatnajökull ryður því smám saman burt á 19. öld. Á 17. og 18. öld fór loftslag á Íslandi kólnandi, skriðjöklar gengu fram, gróðurskilyrði á miðhálendinu versnuðu og lífskjör almennings. Ferðalög á hestum um miðhálendið strjáluðust og lögðust að mestu af um Sprengisand á 18. öld. Árið 1770 settu dönsk stjórnvöld á fót svonefnda landsnefnd til að leita úrbóta í atvinnumálum á Íslandi og á ýmsum öðrum sviðum, m.a. með því að bæta samgöngur í byggðum og leita uppi og merkja týnda fjallvegi yfir hálendið milli landshluta. Ein af þessum leiðum fékk nafnið Vatnajökulsvegur og átti að geta stytt ferðalög milli Austurlands og Suðurlands um nokkra daga. Amtmaðurinn fyrir Norður- og Austurland bauð fram styrki til að finna og merkja slíkar leiðir, m.a. frá Jökuldal eystra norðan Vatnajökuls yfir á Sprengisands- veg (Kiðagil). Árið 1831 var svo stofnað svonefnt Fjallvegafélag með sama markmiði og starfaði það í nokkur ár. Lýst er þremur tilraunum manna af Austurlandi á árunum 1794, 1797 og 1833 til að finna æskilega leið norðan Vatnajökuls og eru birtar heimildir sem snerta ferðir þeirra, m.a. merkilegur uppdráttur frá árinu 1833 þar sem teiknaðar eru inn leiðir úr tveimur síðustu ferðunum. „Vatnajökulsvegur“ var síðan farinn af Birni Gunnlaugssyni mælingameistara [kortagerðarmanni] ásamt fylgdarmönnum, að hluta til á árinu 1838 og um Vonarskarð 1839. Er leið þessi sýnd á uppdráttum Björns sem komu út á árunum 1844 og 1849. Ári seinna, í júlíbyrjun 1840, lenti leiðangur Danans J. C. Schythe í vetrarveðri á Vatnajökulsvegi og lögðust þá frekari ferð- ir um hann af í marga áratugi. Það er síðan á seinnihluta 19. aldar og á 20. öld sem rannsóknarferðum fjölgar á þessum slóðum, bæði af erlendum og innlendum vísindamönnum og landkönnuðum. Tengdust rannsókna- ferðir þessar stundum eldsumbrotum í Ódáðahrauni (Askja 1875) og víðar, en um og eftir 1970 athugunum og undirbúningi að vatnsaflsvirkjunum í jökulsánum norðan Vatnajökuls. Urðu þá til jarðfræðikort og gróðurkort af þessum svæðum og reynt var að spá í einstaka atburði, svo sem eldgos og tilkomu eldhrauna eftir ísöld. Eitt slíkra er Holuhraun við norðurjaðar Dyngjujökuls milli upptakakvísla Jökulsár á Fjöllum. Talið hefur verið að það kunni að hafa runnið veturinn 1796–1797, en heimildir sem vísað er hér til benda til að það hafi gerst síðar. Nú er þetta gamla hraun horfið undir nýtt og stærra eldhraun runnið frá sömu gosstöðvum á gangarein Bárðarbungu til norðurs, í atburðarás sem hófst í ágúst 2014. JÖKULL No. 64, 2014 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.