Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 111
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun
Varia IV, 1770–1800) sem sótti þau Eyvind og Höllu
í Eyvindarkofaver og fór með þau norður í Reykja-
hlíð 1772, segir m.a.: „Við ... tókum stefnuna á sand-
fell lítið í norðaustri, sem kallast Fjórðungsalda, hvar
við sáum jökulinn [Tungnafellsjökul] á hægri hönd og
bak við hann annan, þar sem þjófurinn sagði Gríms-
vötnin liggja.“ Þetta stenst nærri upp á hár, ef dreg-
in er lína eftir þessum kennileitum frá sunnanverðri
Fjórðungsöldu (3. mynd).
Hér hafa verið valdar úr nokkrar af mörgum til-
vísunum sem finna má um Grímsvötn, nálægt raun-
verulegum stað þeirra í Vatnajökli. Fyrir ritun Íslands-
lýsingar Resens hafði nafnið Grímsvatnajökull hvergi
komið fram í heimildum svo vitað sé og það er fyrst í
Jöklariti Sveins Pálssonar 1794 að heitið Vatnajökull
er nefnt á einum stað sem samheiti fyrir Klofajökul,
svo og á uppdrætti Sveins.
Líkt og fram kemur hjá Sigurði Þórarinssyni í riti
hans Vötnin stríð (s. 9), finnst mér líklegt, þótt ekki
verði það sannað, að nafnið Vatnajökull sé stytting úr
heitinu Grímsvatnajökull og gæti hafa verið notað fyrr
á öldum. Þá varð vermönnum af Norður- og Norð-
austurlandi tíðförult yfir jökulinn til sjóróðra, m.a. frá
Hálsahöfn í Suðursveit. Sveinn Pálsson segir svo frá í
Ferðabók, s. 475: „Ein leiðin enn á að hafa legið yfir
jökulinn sjálfan, úr Fljótsdal norður, fram hjá Snæ-
felli og suðvestur yfir lágjökulinn að Hálsatindi, sem
er hátt fjall sunnan í jöklinum, upp af prestsetrinu
Kálfafelli í Hornafirði. Þessi leið kvað hafa verið not-
uð fram á síðustu öld [þá 17.], bæði úr Fljótsdal til
fiskiróðra í Suðursveit og úr Suðursveit til grasatekju
norður hjá Snæfelli.“
Langsótt virðist sú skýring á nafninu Vatnajökull
sem Sveinn Pálsson festi á blað og víða er vitn-
3. mynd. Uppdráttur af ferðaleiðum yfir Vatnajökul (Hjörleifur Guttormsson, 2011). Guðmundur Ó. Ingvarsson
teiknaði. – Paths across Vatnajökull believed to have still been used during the 15. and 16. centuries.
JÖKULL No. 64, 2014 111