Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 114
Hjörleifur Guttormsson
tilmælum yðar hávelborinheita sem stýrandi meðlims
Fjallvegafélagsins fékk ég bóndann á Hákonarstöð-
um á Jökuldal, Pétur Pétursson, til þess að leita upp
veg frá Jökuldal úr Múlasýslu suður á Sprengisands-
veg, eða í Kiðagil fyrir norðan Sprengisand, eptir sem
verkast vildi og komist yrði. – Nefndur Pétur, hvörjum
örðugt gekk að fá nokkurn duglegan mann með sér um
heyskapartímann, hélt af stað frá sér ásamt bóndan-
um Jóni Ingimundarsyni í Klausturseli, höfuðdaginn
þegar 19 vikur voru af sumri, og segir Pétur í bréfi til
mín af 25ta október síðastl. þannig frá ferð þeirra:
Á föstudaginn fórum við inn að Brú, þaðan á laug-
ardaginn á svo kallaðan Grágæsadal, á sunnudaginn
vestr yfir Kreppu, svo vestr með jöklinum og vestr fyr-
ir Horn á fönnum; var þá þrotinn dagur; lágum við
þar um nóttina og gáfum hestunum hey. Á mánudags-
morguninn fórum við vestr á hæðir þar sem við sáum
Skjálfandafljót - að austanverðu við Sprengisandsveg.
Stefna okkar að krókum frádregnum hafði verið í vestr
til suðurs, áður vestr-suð-vestr, en nú vikum við af
leið, fórum til há norðurs og komum um miðaftans-
bil á Hraunárdal móts við svokallaðar Áfangatorfur
... Á nefndum dal fundum við menn með fjársöfn er
sögðu okkur til vegar að Mývatni.“ Heim komu þeir
úr ferðinni á 6. degi. Síðan segir sýslumaður í bréf-
inu; „Orsökin hvar fyrir þeir Pétur sneru af leið og
út að Mývatni, en fóru ei austr aptur sama veg, var
bæði sú, að þeir í fyrstunni ætluðu sér að stefna á
Kiðagil, því þeir héldu ei að hitt mundi takast að kom-
ast sunnarlega á Sprengisandsveg, og að hestar þeirra
voru ófærir að komast aptur sömu leið. - Þeir höfðu
nefnilega á sunnudaginn þá þeir voru komnir vestr yf-
ir Jökulsá komist í þvílíkt vondsku hraun, að þeir voru
nærri búnir að missa hestana; þeir misstu undan þeim
járnin, svo að varajárn þeirra geingu upp ... Með of-
an umgetnu bréfi sínu sendi Pétur mér kort yfir veg-
inn; en bæði það að bréfið var ei svo greinilegt, sem
eg, ókunnugur, þurfti með til að geta fengið fullkom-
inn skilning á afstöðu vegarins; Eg gjörði honum því
boð að finna mig, hvað hann og gjörði nú um nýár-
ið, og afriðsaði þá hjá mér nýtt kort yfir veginn aptur,
af hvörju hér meðlagt fylgir náqvæm og rétt copia.
... Vegurinn sem fara á frá Brú á Jökuldal og vestr
á Sprengisandsveg er og aflagður á kortinu, og segir
Pétur að hann stefni frá Kreppuqvíslum. fórum í Vest-
Suð-Vestr. Líka eru með púnktum teiknaðir: sá vegr
er Pétur nú fór og hinn er Pétur sálugi Brynjólfsson
og séra Guttormur á Hofi fóru fyrir æðimörgum árum
síðan.“
Ljóst er að fyrir ferðina hefur Pétur bóndi feng-
ið glögga lýsingu frá Guttormi á Hofi á könnunarferð
hans með Pétri Brynjólfssyni 1797, því að ferðaleið
þeirra færir hann inn á uppdráttinn sem fylgdi með
bréfinu til sýslumanns og síðan endurbættur til amt-
manns (4. mynd).2
Uppdrátturinn sýnir ferðaleið þeirra félaga í aðal-
atriðum og er merkilega vel gerður af leikmanni án
stuðnings af landabréfi. Óvissa er um einstaka þætti,
fjarlægðir og nafngiftir, sem eru sumpart aðrar en nú
gilda. Einkum á þetta við um leið þeirra félaga vestan
Jökulsár á Fjöllum. Þar sveigja þeir frá vaðinu á ánni
í norðvestur, að því er virðist langt norðan við Flæður
í stefnu til Kiðagils, en lenda þar í „ófæra hrauninu“,
brjótast úr því og stefna eftir það í VSV á Dyngju-
háls, sem Pétur kallar Urðarháls. Í bréfinu segir m.a.:
„Hraunið norðr af Urðarhálsi var með öllu ófært, en
hitt suðvestr af hálsinum að Skjálfandafljóti norðr af
horninu á jöklinum, má vel fara.“ Ekkert verður um
það fullyrt, hvort „ófæra hraunið“ sem Pétur vísar til
á uppdrættinum sé hluti af Holuhrauni sem þá var til
staðar og þá norðaustasta tanga þess, eða hraun norð-
vestar, hugsanlega frá Gígöldum eða Dyngjufjöllum.
Fróðlegt er í þessu sambandi að bera saman upp-
drátt Péturs og nútímakort af því gamla Holuhrauni
(5. mynd). Eins og einnig kemur fram á uppdrættinum
fara þeir Pétur Brynjólfsson og Guttormur Þorsteins-
son sumarið 1797 um Flæður og fer þá engum sögum
af nýrunnu hrauni á þeim slóðum. Frá vaðinu á Jök-
ulsá dregur Pétur Pétursson upp tillögu sína að leið í
suðvestur og við hana stendur „vegurinn sem fara á“;
liggur hann norðan Jökulshorns í stefnu á Arnarfells-
jökul. Eðlilega var tillaga Péturs að farið skyldi langt
sunnan við „ófæra hraunið“ sem hann og Jón höfðu
lent í. Í bréfi sýslumanns til amtmanns segir: „Ekki
kallar Pétur það áræðilegt nema fyrir glöggustu menn
að fara þennan veg að sunnan, nema því aðeins að
2Þjóðskjalasafn. Skjalasafn Árna Thorsteinssonar um Fjallavegafélagið 1831–1835. Kort Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum af Vatna-
jökulsvegi. (E. 273.9). Hjörleifur Guttormsson, 1987, s. 120–121.
114 JÖKULL No. 64, 2014