Jökull


Jökull - 01.01.2014, Side 114

Jökull - 01.01.2014, Side 114
Hjörleifur Guttormsson tilmælum yðar hávelborinheita sem stýrandi meðlims Fjallvegafélagsins fékk ég bóndann á Hákonarstöð- um á Jökuldal, Pétur Pétursson, til þess að leita upp veg frá Jökuldal úr Múlasýslu suður á Sprengisands- veg, eða í Kiðagil fyrir norðan Sprengisand, eptir sem verkast vildi og komist yrði. – Nefndur Pétur, hvörjum örðugt gekk að fá nokkurn duglegan mann með sér um heyskapartímann, hélt af stað frá sér ásamt bóndan- um Jóni Ingimundarsyni í Klausturseli, höfuðdaginn þegar 19 vikur voru af sumri, og segir Pétur í bréfi til mín af 25ta október síðastl. þannig frá ferð þeirra: Á föstudaginn fórum við inn að Brú, þaðan á laug- ardaginn á svo kallaðan Grágæsadal, á sunnudaginn vestr yfir Kreppu, svo vestr með jöklinum og vestr fyr- ir Horn á fönnum; var þá þrotinn dagur; lágum við þar um nóttina og gáfum hestunum hey. Á mánudags- morguninn fórum við vestr á hæðir þar sem við sáum Skjálfandafljót - að austanverðu við Sprengisandsveg. Stefna okkar að krókum frádregnum hafði verið í vestr til suðurs, áður vestr-suð-vestr, en nú vikum við af leið, fórum til há norðurs og komum um miðaftans- bil á Hraunárdal móts við svokallaðar Áfangatorfur ... Á nefndum dal fundum við menn með fjársöfn er sögðu okkur til vegar að Mývatni.“ Heim komu þeir úr ferðinni á 6. degi. Síðan segir sýslumaður í bréf- inu; „Orsökin hvar fyrir þeir Pétur sneru af leið og út að Mývatni, en fóru ei austr aptur sama veg, var bæði sú, að þeir í fyrstunni ætluðu sér að stefna á Kiðagil, því þeir héldu ei að hitt mundi takast að kom- ast sunnarlega á Sprengisandsveg, og að hestar þeirra voru ófærir að komast aptur sömu leið. - Þeir höfðu nefnilega á sunnudaginn þá þeir voru komnir vestr yf- ir Jökulsá komist í þvílíkt vondsku hraun, að þeir voru nærri búnir að missa hestana; þeir misstu undan þeim járnin, svo að varajárn þeirra geingu upp ... Með of- an umgetnu bréfi sínu sendi Pétur mér kort yfir veg- inn; en bæði það að bréfið var ei svo greinilegt, sem eg, ókunnugur, þurfti með til að geta fengið fullkom- inn skilning á afstöðu vegarins; Eg gjörði honum því boð að finna mig, hvað hann og gjörði nú um nýár- ið, og afriðsaði þá hjá mér nýtt kort yfir veginn aptur, af hvörju hér meðlagt fylgir náqvæm og rétt copia. ... Vegurinn sem fara á frá Brú á Jökuldal og vestr á Sprengisandsveg er og aflagður á kortinu, og segir Pétur að hann stefni frá Kreppuqvíslum. fórum í Vest- Suð-Vestr. Líka eru með púnktum teiknaðir: sá vegr er Pétur nú fór og hinn er Pétur sálugi Brynjólfsson og séra Guttormur á Hofi fóru fyrir æðimörgum árum síðan.“ Ljóst er að fyrir ferðina hefur Pétur bóndi feng- ið glögga lýsingu frá Guttormi á Hofi á könnunarferð hans með Pétri Brynjólfssyni 1797, því að ferðaleið þeirra færir hann inn á uppdráttinn sem fylgdi með bréfinu til sýslumanns og síðan endurbættur til amt- manns (4. mynd).2 Uppdrátturinn sýnir ferðaleið þeirra félaga í aðal- atriðum og er merkilega vel gerður af leikmanni án stuðnings af landabréfi. Óvissa er um einstaka þætti, fjarlægðir og nafngiftir, sem eru sumpart aðrar en nú gilda. Einkum á þetta við um leið þeirra félaga vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar sveigja þeir frá vaðinu á ánni í norðvestur, að því er virðist langt norðan við Flæður í stefnu til Kiðagils, en lenda þar í „ófæra hrauninu“, brjótast úr því og stefna eftir það í VSV á Dyngju- háls, sem Pétur kallar Urðarháls. Í bréfinu segir m.a.: „Hraunið norðr af Urðarhálsi var með öllu ófært, en hitt suðvestr af hálsinum að Skjálfandafljóti norðr af horninu á jöklinum, má vel fara.“ Ekkert verður um það fullyrt, hvort „ófæra hraunið“ sem Pétur vísar til á uppdrættinum sé hluti af Holuhrauni sem þá var til staðar og þá norðaustasta tanga þess, eða hraun norð- vestar, hugsanlega frá Gígöldum eða Dyngjufjöllum. Fróðlegt er í þessu sambandi að bera saman upp- drátt Péturs og nútímakort af því gamla Holuhrauni (5. mynd). Eins og einnig kemur fram á uppdrættinum fara þeir Pétur Brynjólfsson og Guttormur Þorsteins- son sumarið 1797 um Flæður og fer þá engum sögum af nýrunnu hrauni á þeim slóðum. Frá vaðinu á Jök- ulsá dregur Pétur Pétursson upp tillögu sína að leið í suðvestur og við hana stendur „vegurinn sem fara á“; liggur hann norðan Jökulshorns í stefnu á Arnarfells- jökul. Eðlilega var tillaga Péturs að farið skyldi langt sunnan við „ófæra hraunið“ sem hann og Jón höfðu lent í. Í bréfi sýslumanns til amtmanns segir: „Ekki kallar Pétur það áræðilegt nema fyrir glöggustu menn að fara þennan veg að sunnan, nema því aðeins að 2Þjóðskjalasafn. Skjalasafn Árna Thorsteinssonar um Fjallavegafélagið 1831–1835. Kort Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum af Vatna- jökulsvegi. (E. 273.9). Hjörleifur Guttormsson, 1987, s. 120–121. 114 JÖKULL No. 64, 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.