Jökull


Jökull - 01.01.2014, Síða 135

Jökull - 01.01.2014, Síða 135
Society report Gengið á skíðum úr Biskupstungum til Eyjafjarðar, dagana 6. til 13. apríl 1976 Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Aðalhvatamaður þessarar ferðar var Magnús Hall- grímsson verkfræðingur, en með henni vildi hann minnast fyrri ferða sinna um svipaðar slóðir. Raun- ar voru um þetta leyti liðin tuttugu ár frá því hann fór í leiðangur norður um Hofsjökul ásamt fimm félögum sínum sem allir voru læknanemar. Það voru þeir Ei- ríkur Páll Sveinsson síðar háls-, nef- og eyrnalæknir, Haukur Árnason síðar bæklunarskurðlæknir, Jóhann Lárus Jónasson síðar sérfræðingur í blóðmeinafræði, Leifur Jónsson síðar skurðlæknir og Óli Björn Hann- esson síðar augnlæknir. Í þessa ferð sem hér segir frá, völdust auk Magnúsar verkfræðings og Leifs læknis, þeir Guðmundur Ernir Sigvaldason jarðefnafræðing- ur, Halldór Ólafsson rennismiður, Stefán Bjarnason húsasmiður og Theódór Helgi Ágústsson múrari. Eins og fram kemur í frásögninni hér á eftir, drógum við sleða með farangri okkar sem við kölluðum „pulkur“ . Skýringin á nafngiftinni er sú, að við félagarnir létum steypa úr trefjaplasti eftirlíkingar af sleðum sem Sam- ar nota á vetrarferðum sínum, en þeir kalla slíka sleða pulkur. Tvö tjöld höfðum við meðferðis, annað rúm- gott fjögurra manna vel hannað jöklatjald, en hitt lítið tveggja manna göngutjald. Svo var auðvitað meining- in að nýta þá skála sem á leið okkar yrðu. Í farteskinu höfðum við einnig litla langbylgjutalstöð sem Carl Ei- ríksson rafmagnsverkfræðingur hafði smíðað og lán- að okkur til ferðarinnar. Loftnetið við stöðina var 50 metra langt, undið upp á veiðistangarhjól svo auðvelt var að draga það út á snjóinn þegar átti að hafa sam- band við umheiminn og virkaði sá útbúnaður vel. Frá- sögnin hér á eftir styðst við dagbókarfærslur mínar og Magnúsar, en hann var reynsluríkastur og því sjálf- kjörinn fararstjóri. Þar sem við vorum flestir félagar í Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík fengum við þaðan bíl og bíl- stjóra til að flytja okkur upp fyrir Gullfoss. Lagt var af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 6. apríl kl. 07:30 og komumst við auðveldlega á bílnum upp fyrir hlið á varnargirðingu skammt norðan Gullfoss. Nægur snjór var á svæðinu og því lagt af stað skíðandi með hlaðn- ar pulkur í eftirdragi. Þá var klukkan tæplega 10:30. Að Sandá komum við um tveimur tímum seinna og var áin auð, svo ekki var um annað að ræða en vaða hana. Dálítinn tíma tók að finna gott vað á ánni en er það var fundið gekk óhappalaust að komast yfir. Áð- um við síðan handan árinnar hjá bragga sem þar er drjúga stund. Frá bragganum héldum við aftur af stað kl. 13:45 og vorum komnir að Valagili tveimur tím- um seinna. Þar áðum við aftur stutta stund áður en við lögðum á brattann upp Bláfellsháls. Allan þennan dag var ágætis veður, logn eða í mesta lagi andvari af norðvestri, sólskin og heiðríkja. En þegar niður und- ir Hvítárvatn kom, tók að draga upp á suðurhimininn og varð hann brátt þakinn maríutásum, sem benti til veðrabreytinga. Héldum nú yfir ísilagt Hvítárvatn og ætluðum að finna skála Gunnars Högnasonar, því þar höfðum við fengið leyfi til að gista. Eftir tveggja tíma árangurslausa leit að skálanum í rökkrinu var ákveðið að tjalda stærra tjaldinu og koma okkur þar fyrir allir sex þó að þröngt væri. Þennan dag höfðum við lagt að baki um 33 kílómetra og vorum harla ánægðir með okkur þegar gengið var til náða um miðnættið. Vöknuðum kl. 06:30 við dillandi sólskríkjusöng og þótti okkur þetta undur mikil, þar sem við höfðum tjaldað á stórgrýtismel og jörðin snæviþakin allt um- hverfis. Er komið var út til að tygja sig af stað, sást JÖKULL No. 64, 2014 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.