Jökull - 01.01.2014, Síða 135
Society report
Gengið á skíðum úr Biskupstungum til Eyjafjarðar,
dagana 6. til 13. apríl 1976
Halldór Ólafsson
Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is
Aðalhvatamaður þessarar ferðar var Magnús Hall-
grímsson verkfræðingur, en með henni vildi hann
minnast fyrri ferða sinna um svipaðar slóðir. Raun-
ar voru um þetta leyti liðin tuttugu ár frá því hann fór
í leiðangur norður um Hofsjökul ásamt fimm félögum
sínum sem allir voru læknanemar. Það voru þeir Ei-
ríkur Páll Sveinsson síðar háls-, nef- og eyrnalæknir,
Haukur Árnason síðar bæklunarskurðlæknir, Jóhann
Lárus Jónasson síðar sérfræðingur í blóðmeinafræði,
Leifur Jónsson síðar skurðlæknir og Óli Björn Hann-
esson síðar augnlæknir. Í þessa ferð sem hér segir frá,
völdust auk Magnúsar verkfræðings og Leifs læknis,
þeir Guðmundur Ernir Sigvaldason jarðefnafræðing-
ur, Halldór Ólafsson rennismiður, Stefán Bjarnason
húsasmiður og Theódór Helgi Ágústsson múrari. Eins
og fram kemur í frásögninni hér á eftir, drógum við
sleða með farangri okkar sem við kölluðum „pulkur“ .
Skýringin á nafngiftinni er sú, að við félagarnir létum
steypa úr trefjaplasti eftirlíkingar af sleðum sem Sam-
ar nota á vetrarferðum sínum, en þeir kalla slíka sleða
pulkur. Tvö tjöld höfðum við meðferðis, annað rúm-
gott fjögurra manna vel hannað jöklatjald, en hitt lítið
tveggja manna göngutjald. Svo var auðvitað meining-
in að nýta þá skála sem á leið okkar yrðu. Í farteskinu
höfðum við einnig litla langbylgjutalstöð sem Carl Ei-
ríksson rafmagnsverkfræðingur hafði smíðað og lán-
að okkur til ferðarinnar. Loftnetið við stöðina var 50
metra langt, undið upp á veiðistangarhjól svo auðvelt
var að draga það út á snjóinn þegar átti að hafa sam-
band við umheiminn og virkaði sá útbúnaður vel. Frá-
sögnin hér á eftir styðst við dagbókarfærslur mínar og
Magnúsar, en hann var reynsluríkastur og því sjálf-
kjörinn fararstjóri.
Þar sem við vorum flestir félagar í Flugbjörgun-
arsveitinni í Reykjavík fengum við þaðan bíl og bíl-
stjóra til að flytja okkur upp fyrir Gullfoss. Lagt var
af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 6. apríl kl. 07:30
og komumst við auðveldlega á bílnum upp fyrir hlið á
varnargirðingu skammt norðan Gullfoss. Nægur snjór
var á svæðinu og því lagt af stað skíðandi með hlaðn-
ar pulkur í eftirdragi. Þá var klukkan tæplega 10:30.
Að Sandá komum við um tveimur tímum seinna og
var áin auð, svo ekki var um annað að ræða en vaða
hana. Dálítinn tíma tók að finna gott vað á ánni en er
það var fundið gekk óhappalaust að komast yfir. Áð-
um við síðan handan árinnar hjá bragga sem þar er
drjúga stund. Frá bragganum héldum við aftur af stað
kl. 13:45 og vorum komnir að Valagili tveimur tím-
um seinna. Þar áðum við aftur stutta stund áður en
við lögðum á brattann upp Bláfellsháls. Allan þennan
dag var ágætis veður, logn eða í mesta lagi andvari af
norðvestri, sólskin og heiðríkja. En þegar niður und-
ir Hvítárvatn kom, tók að draga upp á suðurhimininn
og varð hann brátt þakinn maríutásum, sem benti til
veðrabreytinga. Héldum nú yfir ísilagt Hvítárvatn og
ætluðum að finna skála Gunnars Högnasonar, því þar
höfðum við fengið leyfi til að gista. Eftir tveggja tíma
árangurslausa leit að skálanum í rökkrinu var ákveðið
að tjalda stærra tjaldinu og koma okkur þar fyrir allir
sex þó að þröngt væri. Þennan dag höfðum við lagt
að baki um 33 kílómetra og vorum harla ánægðir með
okkur þegar gengið var til náða um miðnættið.
Vöknuðum kl. 06:30 við dillandi sólskríkjusöng
og þótti okkur þetta undur mikil, þar sem við höfðum
tjaldað á stórgrýtismel og jörðin snæviþakin allt um-
hverfis. Er komið var út til að tygja sig af stað, sást
JÖKULL No. 64, 2014 135