Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 143

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 143
Skíðaganga vorið 1976 um Sandárdal. Veðrið jókst heldur er á daginn leið og þegar við vorum í daldrögunum upp af Sandá, skipti snögglega aftur til norðausturs og hvessti enn. Bættist nú vitlaus skafrenningur við hríðina. Færið var gott niður með Sandánni þótt skyggni væri lítið, því dalbotninn var sléttur og nokkuð brattur, en öll gekk niðurferðin þó slysalaust. Við komum að Eyja- fjarðará auðri og dalbotninn var nær snjólaus, þó að skafrenningstrengur lægi inn dalinn. Hann er þarna mjög þröngur og ganga brattar skriður niður að ánni beggja megin. Það hafði verið ruddur vegarslóði inn dalinn og fylgdum við honum, því þar var snjólag, sem hægt var að draga pulkurnar eftir. Á einum stað var svo brattur skafl að ánni, að tveir urðu að flytja hvern sleða. Við komumst á skíðum rúma 4 kílómetra niður með ánni en þá þraut snjóinn alveg. Var nú ekki annað að gera en taka skíði og pulkur með öllu sam- an á bakið, þar til komið var á gróið land. Bærilega gekk drátturinn eftir túnum þeirra Hólsgerðismanna, en þangað komum við kl. 21:30. Í Hólsgerði var tek- ið vel á móti okkur, og innbyrtum við þar óhemju af mjólk og kaffi, enda þyrstir af göngunni. Við reynd- um nú að ná sambandi við Akureyri um síma, en tókst ekki. Árangurslaust reyndist líka að ná talstöðvarsam- bandi við Akureyrarradíó. Þarna í fremstu byggðum Eyjafjarðar var sem sé versta samband við umheim- inn í allri ferðinni. Magnús fararstjóri hringdi þá í bekkjarbróður sinn úr Menntaskólanum á Akureyri, Sigurð Jósepsson bónda á Torfufelli, sem bauð okk- ur gistingu og sótti hann okkur í Hólsgerði. Þegar til Torfufells kom, beið okkar stórveisla með allskonar góðgæti og sváfum við þar um nóttina. Símasambandi við Flugbjörgunarsveitina á Akur- eyri náðum við fljótlega um morguninn, en um það hafði samist áður en lagt var af stað frá Reykjavík, að félagar okkar nyrðra sæktu okkur fram í Eyjafjörð. Þeir komu svo skömmu fyrir hádegi á tveimur bílum. Óku þeir okkur beint út á Akureyrarflugvöll þar sem við gengum frá farangri til flutnings suður til Reykja- víkur. Á meðan beðið var eftir flugi, dvöldum við á heimili Aðalgeirs Pálssonar verkfræðings og Guð- finnu konu hans við miklar og góðar veitingar. Á því heimili gerði Helgi Ágústsson okkur hinum félögun- um skömm til er hann gaf dætrum þeirra hjóna páska- egg sem hann hafði flutt óbrotin yfir hálendið. Við þessu mátti svo sem búast því Helgi er drengur góður og hugulsemi hans viðbrugðið. Reyndar var ekki flogið til Reykjavíkur heldur Keflavíkur með þotu og tók ferðin aðeins 45 mínútur. Það var dálítið skrítin tilfinning fyrir okkur félagana að horfa á landið, sem við höfðum puðað yfir á átta dögum, líða hjá á þremur kortérum. Ljósmynd/Photo: Leifur Jónsson. JÖKULL No. 64, 2014 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.